BREXIT eða hvað? Skjóðan skrifar 29. júní 2016 16:00 Bretar ákváðu í síðustu viku með naumum meirihluta að ganga úr ESB. Þegar úrslitin lágu fyrir varð mörgum ekki um sel. Gildir það jafnt um aðildarsinna og útgöngusinna. Sigurvegarar kosninganna hafa síðan dregið í land og í ljós hefur komið að mörg þau loforð, sem þeir veifuðu framan í kjósendur um betri kjör og fegurra mannlíf utan ESB voru ekki einungis innihaldslaus heldur beinlínis fölsk. David Cameron hefur sagt af sér sem forsætisráðherra en útgöngusinnum liggur ekkert á. Nú er ekki lengur kapphlaup til að losna undan illum hrammi ESB heldur snýst verkefni úrsagnarinnar helst um að hún verði nær eingöngu að forminu til þegar kemur að helstu atriðum Evrópusamvinnunnar. Útgöngumenn vilja halda í fjórfrelsið nema þeir vilja geta lokað landamærum fyrir fólksflutningum að geðþótta. Útgöngumenn vilja heldur ekki missa ýmsa þá fjárstyrki og aðstoð sem ESB hefur veitt t.d. í bresku dreifbýli. Í London eru helstu bankar heims með Evrópuhöfuðstöðvar sínar. Þeir eru þegar farnir að undirbúa flutning á þúsundum, eða jafn vel tugþúsundum, starfa frá London til meginlands Evrópu gangi Bretar út. Hér er ekki um að ræða farandverkamenn heldur bankamenn á útblásnum bónusum þannig að fjárhagslegt tjón London og Bretlands verður mikið. Breska pundið hefur verið í næstum frjálsu falli frá því Brexit var samþykkt og sér ekki fyrir endann á því. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Útganga Breta leiðir fyrirsjáanlega til þess að gríðarlegir fjármunir hverfa frá London, sem missir stöðu sína sem fjármálamiðstöð Evrópu. Af fréttum frá Bretlandi að dæma er hins vegar langlíklegast að í raun verði ekkert af Brexit. Þess í stað muni bæði bresk stjórnvöld og forsvarsmenn ESB draga djúpt andann og komast að samkomulagi um áframhaldandi veru Bretlands í sambandinu, sem þá yrði væntanlega borin undir breska kjósendur. Úrslit atkvæðagreiðslunnar í síðustu viku hafa án efa gert forystumönnum helstu ESB ríkja ljóst að að óbreyttu er veruleg hætta á að sambandið brotni í frumeindir sínar. Því heyrast ekki lengur raddir þess efnis að Bretar eigi bara að hypja sig hið fyrsta. Hætt er við að fleiri ríki kæmu í kjölfarið og það myndi ESB ekki standa af sér. Þess vegna mun lausn finnast og Bretar fara ekki út. Spákaupmenn munu aftur hefja kaup á pundum og hagnast vel á því þar sem pundið hækkar á ný. Á endanum samþykkja Bretar nýjan aðildarsamning og allir verða ánægðir nema þeir sem eru andsnúnir aðild að ESB af hugsjónaástæðum, svona tæplega helmingur Breta. Brexit Skjóðan Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Bretar ákváðu í síðustu viku með naumum meirihluta að ganga úr ESB. Þegar úrslitin lágu fyrir varð mörgum ekki um sel. Gildir það jafnt um aðildarsinna og útgöngusinna. Sigurvegarar kosninganna hafa síðan dregið í land og í ljós hefur komið að mörg þau loforð, sem þeir veifuðu framan í kjósendur um betri kjör og fegurra mannlíf utan ESB voru ekki einungis innihaldslaus heldur beinlínis fölsk. David Cameron hefur sagt af sér sem forsætisráðherra en útgöngusinnum liggur ekkert á. Nú er ekki lengur kapphlaup til að losna undan illum hrammi ESB heldur snýst verkefni úrsagnarinnar helst um að hún verði nær eingöngu að forminu til þegar kemur að helstu atriðum Evrópusamvinnunnar. Útgöngumenn vilja halda í fjórfrelsið nema þeir vilja geta lokað landamærum fyrir fólksflutningum að geðþótta. Útgöngumenn vilja heldur ekki missa ýmsa þá fjárstyrki og aðstoð sem ESB hefur veitt t.d. í bresku dreifbýli. Í London eru helstu bankar heims með Evrópuhöfuðstöðvar sínar. Þeir eru þegar farnir að undirbúa flutning á þúsundum, eða jafn vel tugþúsundum, starfa frá London til meginlands Evrópu gangi Bretar út. Hér er ekki um að ræða farandverkamenn heldur bankamenn á útblásnum bónusum þannig að fjárhagslegt tjón London og Bretlands verður mikið. Breska pundið hefur verið í næstum frjálsu falli frá því Brexit var samþykkt og sér ekki fyrir endann á því. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Útganga Breta leiðir fyrirsjáanlega til þess að gríðarlegir fjármunir hverfa frá London, sem missir stöðu sína sem fjármálamiðstöð Evrópu. Af fréttum frá Bretlandi að dæma er hins vegar langlíklegast að í raun verði ekkert af Brexit. Þess í stað muni bæði bresk stjórnvöld og forsvarsmenn ESB draga djúpt andann og komast að samkomulagi um áframhaldandi veru Bretlands í sambandinu, sem þá yrði væntanlega borin undir breska kjósendur. Úrslit atkvæðagreiðslunnar í síðustu viku hafa án efa gert forystumönnum helstu ESB ríkja ljóst að að óbreyttu er veruleg hætta á að sambandið brotni í frumeindir sínar. Því heyrast ekki lengur raddir þess efnis að Bretar eigi bara að hypja sig hið fyrsta. Hætt er við að fleiri ríki kæmu í kjölfarið og það myndi ESB ekki standa af sér. Þess vegna mun lausn finnast og Bretar fara ekki út. Spákaupmenn munu aftur hefja kaup á pundum og hagnast vel á því þar sem pundið hækkar á ný. Á endanum samþykkja Bretar nýjan aðildarsamning og allir verða ánægðir nema þeir sem eru andsnúnir aðild að ESB af hugsjónaástæðum, svona tæplega helmingur Breta.
Brexit Skjóðan Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira