Sér vel fyrir sér áframhaldandi samstarf við VG og Framsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2021 17:42 Bjarni Benediktsson sagði í Víglínunni í gær að hann teli það skyldu ríkisstjórnarflokkanna að setjast niður og ræða áframhaldandi samstarf að loknum kosningum í haust, fái þeir umboð til þess. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skyldu stjórnarflokkanna þriggja að skoða áframhaldandi samstarf fái þeir fylgi til þess í komandi Alþingiskosningum. „Ég er ánægður með samstarfið. Við sögðum á sínum tíma þegar við mynduðum þessa ríkisstjórn að það hefði ýmislegt gengið á. Ég hafði verið forsætisráðherra í fyrri ríkisstjórn sem átti skamman líftíma, í raun og veru alveg ótrúlegt hvernig það mál endaði,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Þarna settumst við niður og sögðum: „Við skulum einbeita okkur að stóru myndinni. Að því sem sameinar okkur. Við skulum leggja eitthvað á okkur til þess að fá að nýju stjórnmálalegan stöðugleika í landið. Og það kostar ákveðnar fórnir. Þetta finnst mér hafa tekist vel,“ segir Bjarni. „Flokkarnir geti komið stoltir til kosninga í haust“ Hann segir að þegar kórónuveirufaraldurinn féll núverandi ríkisstjórn í skaut hafi hún verið orðin það slípuð og samstíga að hún hafi verið orðin vandanum vaxin. „Þess vegna segi ég að flokkarnir geti komið stoltir til kosninga í haust. Ég skal viðurkenna það að við munum fyrst og fremst leggja áherslu á það að fá góða niðurstöðu fyrir okkar flokk, það er aðalatriðið. Ef að flokkarnir þrír saman ná meirihluta saman í kosningunum, finnst mér við hafa skyldu til að setjast niður og ræða um framhaldið og forsendur fyrir því,“ sagði Bjarni. Hann segist vel geta séð fyrir sér áframhaldandi stjórnarsamstarf milli Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar gangi upp. Það sé hins vegar ekki tímabært að velta því of mikið fyrir sér. „Þegar dregur nær kosningum munu hinir flokkarnir, alveg eins og við einblína á að ná til fólks með þau baráttumál sem við viljum berjast fyrir. Þau eru auðvitað ekki alveg hin sömu hjá flokkunum,“ sagði Bjarni. Áframhaldandi stjórnarsamstarf ráðist að sjálfsögðu að sögn Bjarna af því hvort flokkarnir verði sammála um þau áherslumál sem hafa þurfi í forgrunni næstu fjögur árin. Hefur ekki áhyggjur af nýjustu skoðanakönnunum Nýjustu skoðanakannanir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hafi um 21 prósenta fylgi. Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því þegar svo langt er til kosninga. „Ef við horfum á síðustu kosningar, við vorum yfir 25 prósent síðast og þar áður 29 prósent, við hljótum að stefna á að vera ekki undir þessum tölum. Ég hef ekki miklar áhyggjur þegar ég sé skoðanakannanir löngu fyrir kosningar,“ sagði Bjarni. Fjöldi flokka sem bjóða fram til Alþingis í haust hafa þegar kynnt framboðslista sína, að minnsta kosti hluta þeirra, en prófkjör Sjálfstæðisflokksins hafa enn ekki farið fram. Bjarni sagði að prófkjörum innan flokksins muni ljúka í maí og júní en þá muni enn líða einhver tími þar til allir framboðslistar verði tilbúnir. Þá stendur einnig til að halda landsfund Sjálfstæðisflokksins á þessu ári. Þar er meðal annars kosið um stjórn flokksins. Bjarni segir að eins og staðan sé í dag sé óljóst hvort hægt verði að halda fundinn fyrir kosningar. „Landsfund vonumst við til að geta haldið, það er mjög stór ákvörðun fyrir okkur að slá af landsfund, en eins og aðstæður eru er það fjarlægur möguleiki,“ sagði Bjarni. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Víglínan Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningar 2021: Línur leggjast Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. 22. mars 2021 07:00 Þríeyki stjórnmálalegs óstöðugleika Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð lýsti forystufólk hennar því yfir að þetta væri ríkisstjórn stöðugleika, stæði fyrir efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og ekki síst pólitískan stöðugleika. 20. mars 2021 19:15 Katrín og Bjarni útiloka ekki samstarf næstu fjögur árin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útiloka ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þeim þykir báðum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa gengið vel. 18. mars 2021 10:28 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
„Ég er ánægður með samstarfið. Við sögðum á sínum tíma þegar við mynduðum þessa ríkisstjórn að það hefði ýmislegt gengið á. Ég hafði verið forsætisráðherra í fyrri ríkisstjórn sem átti skamman líftíma, í raun og veru alveg ótrúlegt hvernig það mál endaði,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Þarna settumst við niður og sögðum: „Við skulum einbeita okkur að stóru myndinni. Að því sem sameinar okkur. Við skulum leggja eitthvað á okkur til þess að fá að nýju stjórnmálalegan stöðugleika í landið. Og það kostar ákveðnar fórnir. Þetta finnst mér hafa tekist vel,“ segir Bjarni. „Flokkarnir geti komið stoltir til kosninga í haust“ Hann segir að þegar kórónuveirufaraldurinn féll núverandi ríkisstjórn í skaut hafi hún verið orðin það slípuð og samstíga að hún hafi verið orðin vandanum vaxin. „Þess vegna segi ég að flokkarnir geti komið stoltir til kosninga í haust. Ég skal viðurkenna það að við munum fyrst og fremst leggja áherslu á það að fá góða niðurstöðu fyrir okkar flokk, það er aðalatriðið. Ef að flokkarnir þrír saman ná meirihluta saman í kosningunum, finnst mér við hafa skyldu til að setjast niður og ræða um framhaldið og forsendur fyrir því,“ sagði Bjarni. Hann segist vel geta séð fyrir sér áframhaldandi stjórnarsamstarf milli Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar gangi upp. Það sé hins vegar ekki tímabært að velta því of mikið fyrir sér. „Þegar dregur nær kosningum munu hinir flokkarnir, alveg eins og við einblína á að ná til fólks með þau baráttumál sem við viljum berjast fyrir. Þau eru auðvitað ekki alveg hin sömu hjá flokkunum,“ sagði Bjarni. Áframhaldandi stjórnarsamstarf ráðist að sjálfsögðu að sögn Bjarna af því hvort flokkarnir verði sammála um þau áherslumál sem hafa þurfi í forgrunni næstu fjögur árin. Hefur ekki áhyggjur af nýjustu skoðanakönnunum Nýjustu skoðanakannanir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hafi um 21 prósenta fylgi. Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því þegar svo langt er til kosninga. „Ef við horfum á síðustu kosningar, við vorum yfir 25 prósent síðast og þar áður 29 prósent, við hljótum að stefna á að vera ekki undir þessum tölum. Ég hef ekki miklar áhyggjur þegar ég sé skoðanakannanir löngu fyrir kosningar,“ sagði Bjarni. Fjöldi flokka sem bjóða fram til Alþingis í haust hafa þegar kynnt framboðslista sína, að minnsta kosti hluta þeirra, en prófkjör Sjálfstæðisflokksins hafa enn ekki farið fram. Bjarni sagði að prófkjörum innan flokksins muni ljúka í maí og júní en þá muni enn líða einhver tími þar til allir framboðslistar verði tilbúnir. Þá stendur einnig til að halda landsfund Sjálfstæðisflokksins á þessu ári. Þar er meðal annars kosið um stjórn flokksins. Bjarni segir að eins og staðan sé í dag sé óljóst hvort hægt verði að halda fundinn fyrir kosningar. „Landsfund vonumst við til að geta haldið, það er mjög stór ákvörðun fyrir okkur að slá af landsfund, en eins og aðstæður eru er það fjarlægur möguleiki,“ sagði Bjarni.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Víglínan Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningar 2021: Línur leggjast Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. 22. mars 2021 07:00 Þríeyki stjórnmálalegs óstöðugleika Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð lýsti forystufólk hennar því yfir að þetta væri ríkisstjórn stöðugleika, stæði fyrir efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og ekki síst pólitískan stöðugleika. 20. mars 2021 19:15 Katrín og Bjarni útiloka ekki samstarf næstu fjögur árin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útiloka ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þeim þykir báðum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa gengið vel. 18. mars 2021 10:28 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Kosningar 2021: Línur leggjast Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. 22. mars 2021 07:00
Þríeyki stjórnmálalegs óstöðugleika Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð lýsti forystufólk hennar því yfir að þetta væri ríkisstjórn stöðugleika, stæði fyrir efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og ekki síst pólitískan stöðugleika. 20. mars 2021 19:15
Katrín og Bjarni útiloka ekki samstarf næstu fjögur árin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útiloka ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þeim þykir báðum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa gengið vel. 18. mars 2021 10:28