Lífið

Frískandi sítrónu-mangóískaka að hætti Jönu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jana, eins og hún er kölluð, deilir girnilegum og meinhollum réttum með fylgjendum sínum á Instagram.
Jana, eins og hún er kölluð, deilir girnilegum og meinhollum réttum með fylgjendum sínum á Instagram.

Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur birti uppskrift að ljúffengri og frískandi sítrónu-mangóísköku á Instragram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna af hollari gerðinni og því óhætt að gæða sér á henni með góðri samvisku.

Sítr­ónu- og mangóískaka

Botn­inn

1 bolli möndl­umjöl

½ bolli val­hnet­ur

½ bolli kó­kos­mjöl

2 boll­ar döðlur stein­laus­ar

1 tsk. vatn

Börk­ur af einni líf­rænni app­el­sínu

Aðferð

Blandið öllu vel sam­an í mat­vinnslu­vél þar til bland­an er orðin að klístruðu deigi.

Pressið niður í bök­un­ar­form (Jana set­ur filmu und­ir svo auðveld­ara sá að ná botn­in­um upp úr form­inu).

Frystið meðan þið gerið kremið.

Sítr­ónu- og mangó­krem

Hráefni

100 g kasjúhnet­ur í bleyti í um klukku­stund (hellið svo vatn­inu af)

½ bolli vanillu- og kó­kos hafrajóg­úrt frá Veru

100 g mangó frosið eða ferskt

4 msk. sítr­ónu safi

2 msk. sítr­ónu­börk­ur

3 msk. fljót­andi kó­kosol­ía

50 ml hlyns­íróp eða sæta af eigi vali

Aðferð

Blandið öllu vel sam­an í mat­vinnslu­vél þar til þetta er orðið flau­els­mjúk krem og hellið yfir botn­inn.

Frystið yfir nótt.

Skreytið með ristuðum kó­kos­flög­um og jafn­vel fersk­um blönduðum berj­um að eig­in vali.

Sniðugt að skera í pass­lega sneiðar og frysta þannig og geta tekið út hæfi­legt magn hverju sinni.


Tengdar fréttir

Grænn og vænn mánudagsdrykkur

Næringarríkur og hollur safi er frábær leið til að byrja daginn. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið uppskrift með fylgjendum sínum á Instagram af grænum og frískandi mánudagsdrykk sem ætti að gefa góða orku inn í vikuna.

Girnilegar og litríkar salatskálar að hætti Jönu

Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi myndum af girnilegum og litríkum salötum með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir góðan undirbúning lykilatriðið þegar kemur að því að töfra fram nærandi og bragóðar skálar á aðeins nokkrum mínútum.

Ómótstæðilegir espresso orkubitar

Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi nýverið einfaldri uppskrift að ómótstæðilegum orkubitum með fylgjendum sínum á Instagram. Bitarnir eru dísætir og hollir sem gott er að grípa í til að svala sykurþörfinni með góðri samvisku. 

Heitur eplahleifur á köldum þriðjudegi

Á köldum dögum sem þessum má leita ýmissa leiða til þess að hlýja sér og myndu sumir segja að í eldhúsinu megi finna hlýjuna. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum í heilsusamlegri kantinum en nýlegasta uppskriftin er heitur eplahleifur sem hún segir dásamlegan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×