Innlent

Voru með stæla og neituðu að fara upp úr fyrr en löggan mætti

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Algengara er að lögregla sé kölluð til vegna fólks sem laumist inn í sundlaugar að næturlagi. 
Algengara er að lögregla sé kölluð til vegna fólks sem laumist inn í sundlaugar að næturlagi.  Reykjavíkurborg

Lögregla var kölluð til seinni partinn í gær þegar unglingsstrákar sem voru með leiðindi við sundlaugarvörð neituðu að fara upp úr. Þegar lögreglu bar að garði voru þeir fljótir að láta sig hverfa. 

Fram kom í fréttaskeyti lögreglunnar að tilkynning hafi borist vegna ungmenna sem voru til leiðinda í sundlaug í hverfi 112 í Reykjavík, þá væntanlega í Grafarvogslaug. Málið vakti forvitni nokkurra lesenda. 

Í samtali við Vísi segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryf­ir­lög­regluþjónn á höfuðborg­ar­svæðinu, að piltar á aldrinum fjórtán til fimmtán ára hafi verið með derring og stæla við sundlaugarvörð í Grafarvogslaug og neitað að fara upp úr þegar þeir voru beðnir um það.

Þá hafi lögregla verið kölluð sem varð til þess að þeir hlýddu. 

Aðspurður segir Jón Karl nokkuð sjaldgæft að mál að þessu tagi komi upp. Algengara sé að lögregla þurfi að hafa afskpti af fólki sem laumist inn í sundlaugina eftir opnunartíma. 


Tengdar fréttir

Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga

Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×