Lífið

Lang­þráður draumur Völu Ei­ríks rættist

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Vala Eiríks starfaði um árabil á Bylgjunni.
Vala Eiríks starfaði um árabil á Bylgjunni. Hulda Margrét

Langþráður draumur útvarpskonunnar Valdísar Eiríksdóttur, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, rættist á dögunum þegar henni bauðst starf á Rás 2. Þar mun hún starfa sem framleiðandi og tæknistjóri morgunútvarpsins auk þess mun hún halda utan um plötu vikunnar. 

„Eftir dásamlegt þriggja mánaða frí er ég spennt að byrja aftur að vinna 2. maí n.k. Langþráður draumur og mikill markmiðasigur hjá mér að komast inn á Rás 2,“ skrifar Vala í færslu á Instagram. 

Vala kveðst þakklát og spennt að starfa i hópi fagmanna: „Ég hef ekki byrjað á nýjum vinnustað í áratug, svo mér líður smá eins og 12 ára barni að skipta um skóla. En mikið ofboðslega hlakka ég til að takast á við þetta verkefni, í ótrúlegum hópi fagmanna.“

Vala var meðal þeirra ellefu sem fengu uppsögn hjá Sýn í byrjun árs eftir að hafa starfað á tökkunum á Bylgjunni undanfarin ár, sungið með Guðrúnu Árnýju á föstudögum í þætti Ívars Guðmundssonar, verið með hina ýmsu þætti og verið gestgjafi í sjónvarpsþáttunum Bylgjan órafmögnuð.


Tengdar fréttir

Sigga Lund og Vala Eiríks kveðja Bylgjuna fullar þakklætis

Útvarpskonurnar Valdís Eiríksdóttir og Sigga Lund voru á meðal þeirra ellefu sem fengu uppsögn hjá Sýn í gær. Þær greina frá þessu í færslum á samfélagsmiðlum og taka uppsögninni af miklu æðruleysi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×