Viðskipti innlent

Lokar Önnu Jónu og segir það mikinn létti

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Haraldur Þorleifsson er sáttur við ákvörðunina.
Haraldur Þorleifsson er sáttur við ákvörðunina. Vísir/Vilhelm

Haraldur Þorleifsson hefur lokað veitingastað sínum Önnu Jónu á Tryggvagötu. Hann segist enn vera að melta hlutina en segir ákvörðunina vera gríðarlega mikinn létti. Erfitt rekstrarumhverfi hafi spilað sinn þátt.

Haraldur greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Hann segir verkefnið hafa kennt honum mikið um hann sjálfan og segist hann mögulega munu segja meira frá ferlinu síðar. Hann segir að stundum sé uppgjöf besta leiðin að frelsinu og segist upplifa gríðarlegan létti.

Rúmt ár er síðan Haraldur opnaði veitingastaðinn. Staðurinn bar nafn móður hans Önnu Jónu Jónsdóttur, sem lést fyrir meira en 35 árum síðan þegar hann var einungis 11 ára gamall. Haraldur keypti jarðhæðina á Tryggvagötu tveimur árum fyrr, árið 2021.

Haraldur segir í samtali við mbl.is um málið að erfitt rekstrarumhverfi hafi að einhverju leyti spilað inn í ákvörðun hans um að loka staðnum. Hann hafi vonast til þess lengi að næsti mánuður yrði betri en sá fyrri en á endanum hafi tekjumódelið ekki gengið upp.


Tengdar fréttir

Halli sviptir hulunni af Bláa herberginu: Tekur oftast Elvis í karaokí

Haraldur Þorleifsson opnar með formlegum hætti bíósal, hið svokallaða Bláa herbergi, á veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu í Reykjavík. Þar gefst gestum tækifæri á að halda fund, horfa á kvikmynd eða að fara í karaokí. Sjálfur segist Haraldur mikill karaokí maður.

Davíð Helgason og bleikur flamingó mættu til Halla

Veitinga-og skemmtistaðurinn Anna Jóna í Tryggvagötu bauð í gær góðum gestum í heimsókn til að fagna lífinu og kynna allskonar skemmtilegar breytingar, eins og því er lýst í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×