Lífið

Emilíana Torrini kemur fram í Hörpu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Emiliana Torrini heldur tónleika í Hörpu í nóvember.
Emiliana Torrini heldur tónleika í Hörpu í nóvember.

Tónlistarkonan Emilíana Torrini heldur tónleika í Eldbogarsal Hörpu sunnudaginn 10. nóvember.

„Samhliða útgáfu lagsins Let’s Keep Dancing tilkynnti hún útgáfu væntanlegrar plötu Miss Flower sem kemur út þann 21. júní. Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur að slást í för með Emilíönu við afhjúpun stórbrotinnar og persónulegrar plötu,“ segir í tilkynningu frá Senu.

Platan dregur innblástur sinn frá bréfum sem Emilíana finnur með Zoe vinkonu sinni eftir að móðir vinkonu hennar, Geraldine Flower, fellur frá.

„Emilíana steig fram á sjónarsviðið á fyrstu plötu hljómsveitarinnar GusGus Polydistortion árið 1997 eftir að hafa verið uppgötvuð syngjandi á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Eftir að hún flutti til London tók hún þátt í að semja tvö lög með söngkonunni Kylie Minogue, Someday og Slow, og hlaut hún Grammy tilnefningu fyrir síðarnefnda lagið. Þekktust er Emilíana líklega fyrir lagið Gollum’s Song sem hún samdi fyrir stórmyndina Lord of the Rings: The Two Towers frá árinu 2002 og stórsmellinn Jungle Drum frá árinu 2009. Eftir nokkrar framúrskarandi plötur sem skipuðu henni á stall með afkastamestu lagahöfundum tónlistarbransans kemur nýjasta platan Miss Flower sem er sennilega persónulegasta plata hennar hingað til.“

Miðasala hefst á föstudaginn kl. 10 en póstlistaforsala Senu Live hefst á miðvikudag kl. 10.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×