Lífið

Hera Björk fékk sprengju­brot að gjöf

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hera Björk og íslenski hópurin steig á svið í Malmö í gærkvöldi. 
Hera Björk og íslenski hópurin steig á svið í Malmö í gærkvöldi.  Aðsend

Hera Björk Eurovison-fari segist djúpt snortin eftir að henni barst listaverk og myndir úr sprunginni eldflaug að gjöf, sem úkraínsk börn höfðu búið til. Úkraínski fjölmiðillinn Razom færði Heru gjöfina fyrir undankeppnina í Malmö í gær. 

„Ég get nú ekki sagt annað en ég komst við þegar ég fékk þessar gjafir. Yndislega falleg mynd en þetta litla listaverk sem búið er til úr sprengjubroti úr eldflaug segir svo mikla sögu. Allur óttinn og sorgin, ásamt hugrekkinu og þrautseigjunni samankomið í minnsta listaverki sem ég hef nokkurn tíma eignast,“ segir Hera Björk um gjafirnar.

Hera var djúpt snortin með gjöfina líkt og myndin gefur til kynna.Aðsend

Hera Björk steig á svið fyrir Íslands hönd í Malmö í gærkvöldi og flutti lagið Scared of Heights. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Hera komst ekki á­fram

Framlag Íslands í Eurovision, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki upp úr fyrri undanúrslitariðli Eurovision sem fór fram í Malmö í kvöld. 

Eurovision-hópurinn afklæðist milli atriða

Bakraddasöngvarar Heru Bjarkar klæðast glæsilegum svörtum klæðnaði með gylltu kögri í stíl við gylltan samfesting Heru á sviðinu í kvöld. Þrátt fyrir glæsileikann þykir fatnaðurinn með eindæmum óþægilegur og er hópurinn fljótur að henda sér í kósýgallann á milli rennsla. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×