Skoðun: Forsetakosningar 2024

Fréttamynd

„Ég kýs homma“

Árið 1980 brutum við Íslendingar í sögunni blað þegar við kusum Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta. Var hún þar með fyrsta kona heims sem var lýðræðislega kjörin til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Aðeins fimm árum eftir fyrsta kvennafrídaginn - sem er dálítið magnað ef við pælum í því.

Skoðun
Fréttamynd

For­seti sem svarar á manna­máli

Held að ég sé ekki sú eina sem vantar afruglara, þess vegna er Jón Gnarr í mínum augum augljós valkostur á Bessastaði. Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Skoðun
Fréttamynd

Hug­rekki

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði bók sem gefin var út sl. haust og fjallaði um hugrekki. Því hefur lengi verið haldið fram að við séum hugrökk þjóð en ég velti fyrir mér hvort okkur sé farið að förlast; séum jafnvel orðin leiðitöm.

Skoðun
Fréttamynd

Jón Gnarr fyrir dýra­verndina

Í kosningum hvort, sem er til sveitarstjórnar, þings eða forseta lærði ég þá gullnu reglu af föður mínum heitnum að einblína á áherslur frambjóðenda til ákveðins viðfangsefnis.

Skoðun
Fréttamynd

Takk Ís­land fyrir upp­lýsandi kosninga­bar­áttu!

Baráttan um Bessastaði hefur verið mjög upplýsandi fyrir mig og aðra þá íslendinga sem aðhyllast lýðræði og að Ísland sé friðsælt starfandi lýðræðisríki í orðum og gjörðum. En nú er vá fyrir dyrum. Í framboði til forseta Íslands er fyrrv. forsætisráðherra sem misnotað hefur og dregið hefur fólk að ósekju fyrir Landsdóm auk þess að beita sér fyrir vopnakaupum til aðila í stríðsátökum.

Skoðun
Fréttamynd

For­seti sem gefur kjark og von

Mig líkaði ekkert alltaf við Jón Gnarr, en ég var unglingur þegar hann sprellaði í Fóstbræðrum og skildi alls ekkert alla brandarana þar. Mér fannst hann oft bara alls ekkert fyndinn, en reyndi að finnast hann skemmtilegur og sniðugur því að öðrum virtist finnast það.

Skoðun
Fréttamynd

Við unga fólkið viljum fá sæti við borðið

Lýðræði er ekki sjálfsagt og er mikilvægt að við minnumst forfeðra okkar sem börðust til fjölda ára fyrir þeim réttindum sem við njótum í dag. Það er svo mikil fegurð í því að á kosningardag fá allar raddir að heyrast til jafns og þó að við hökum í ólíka reiti á kjörseðlinum þá eigum við það sameiginlegt að við eigum öll eitt atkvæði.

Skoðun
Fréttamynd

For­seta­fram­bjóðandi með sömu tölu og Jesú

Nafna og talnafræði hafa sumir fræðimenn síðustu alda talið vera lykilinn til að afhjúpa leynda spádóma í biblíunni. Eitt af því sem vakið hefur athygli nafna og talnafræðinga, er sú staðreynd að Kristur er táknaður með tölunni 888.

Skoðun
Fréttamynd

Okkar for­seti

Það skiptir máli hver leiðir þjóðina. Ef einhver er í vafa um hversu miklu máli það skiptir hver verður næsti forseti á Bessastöðum er ágætt að rifja upp arfleifð Vigdísar Finnbogadóttur og hversu miklu hún breytti fyrir íslenska þjóð langt út fyrir landsteinana svo eftir því var tekið.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki hika við að kjósa með hjartanu

Það er gott að hafa skapandi, listræna hugsun því listin gefur okkur frelsi til þess að hlusta á innsæið og flétta saman ólíkum þáttum tilverunnar. Til þess að skilja stöðu okkar í heiminum er gott að nýta listina, því listsköpun er haftalaus og list er án landamæra.

Skoðun
Fréttamynd

Það sem býr í Höllu Hrund

Mér leist ekki alveg á blikuna þegar til tals kom að Halla Hrund Logadóttir byði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég hafð tekið eftir framgöngu hennar í embætti orkumálastjóra, þar sem hún hélt fram almannahagsmunum af hógværri einurð sem var byggð á þekkingu og yfirsýn. Hún var rétta manneskjan í því embætti.

Skoðun
Fréttamynd

Með rétt­lætið að leiðar­ljósi

Alls gefa tólf efnilegir einstaklingar kost á sér til embættis forseta Íslands. Lýðræðisveisla 2024! Látum ekki telja okkur trú um að forsetakosningarnar séu keppni á milli tveggja liða, með eða á móti fyrrverandi forsætisráðherra. Tökum þátt í veislunni og skoðum allt sem er á boðstólnum.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín eða Halla Hrund?

Ég held að það sé farið að skýrast nokkuð vel hverjir hafa möguleika á að ná kjöri í forsetakoningunum þann 1. júní. Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir nýtur enn mikils fylgis gamalla aðdáenda frá fyrri tíð og svo nýtur hún einnig sí aukins stuðnings gamalla andstæðinga á hægri væng stjórnmálanna, þeirra sem stutt hafa ríkisstjórnir hennar gegnum súrt og sætt.

Skoðun
Fréttamynd

Sterk, rök­föst og rétt­sýn rödd

Í fyrsta skipti á æfinni stend ég sem kjósandi frammi fyrir valkvíða í þeim skilningi, að í framboði eru tólf auðsjáanlega mætir einstaklingar, sem allir myndu sóma sér ágætlega í embætti forseta.

Skoðun
Fréttamynd

Helga Þóris­dóttir - Minn for­seti

Margir einstaklingar eru í kjöri til forseta Íslands að þessu sinni. Að mínu mati eru nokkrir frambærilegir kostir en einn aðili ber af, nefnilega Helga Þórisdóttir. Forseti Íslands þarf að vera fróður, ópólítískur, koma vel fram, hlusta á þjóðina og hafa skilning á þeim vandamálum sem að steðja á þeim tímum sem við lifum á.

Skoðun
Fréttamynd

Styðjum Katrínu Jakobs­dóttur

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á forsetaembættinu og mér var líka kennt að bera djúpstæða virðingu fyrir þeim einstaklingum sem gegna því. Þó ég sé fædd fyrir lýðveldistökuna man ég lítið eftir Svein Björnssyni. 

Skoðun
Fréttamynd

Hvað þarf til að for­seti beiti mál­skots­rétti?

Í aðdraganda forsetakosninganna hafa frambjóðendur verið spurðir um hvernig þeir hyggist beita málskotsrétti forseta sem kveðið er á um 26. grein stjórnarskrárinnar, eða eins og það er stundum orðað, hvað þyrfti til að viðkomandi samþykkti ekki lög frá Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Kosningar nálgast

Það líður að kosningu forseta Íslands, kosningabaráttan fer að ná hámarki og framboð forsetaefna er fjölbreytt. Að hverju leitum við að þegar við veljum okkur forseta? Hvað er það sem telst til kosta? Hvað þarf viðkomandi einstaklingur að hafa til brunns að bera? Það er að mörgu að hyggja og mismunandi hvað hverjum þykir best og réttast.

Skoðun
Fréttamynd

Breytum reiði í gleði

Ég var bara ungur sveinn en ég man svo vel eftir reiðinni sem var í samfélaginu eftir hrunið. Fólki fannst stjórnmálin hafa brugðist og kerfið allt. Ég skildi það ekki allt þá en ég fann reiðina sem kraumaði undir niðri. 

Skoðun
Fréttamynd

Látum fram­bjóð­endur njóta sann­mælis

Það er óþarfi að telja upp alla kosti Katrínar Jakobsdóttur, eiginleika og reynslu sem gera hana frábærlega vel hæfa til að vera forseti. Ég held að fáir efist um þá ef þeir skoða hug sinn. En þó er eins og margir umturnist við tilhugsun um framboð hennar.

Skoðun
Fréttamynd

Greind eða dóm­greindar­skortur

Ég skil vel að þeir sem styðja ríkisstjórnina og vilja jafnframt að forsetambættið sé pólitískt embætti vilji fyrrverandi forsætisráðherra sem forseta. Fyrir okkur hin er það dómgreindarbrestur að ætla henni að sitja beggja megin borðsins, a.m.k. fram á haustið 2025.

Skoðun
Fréttamynd

Góður mál­svari ís­lenskrar menningar

Ég hafði verið forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins í átta ár, þegar Katrín Jakobsdóttir tók við sem mennta- og menningarmálaráðherra árið 2009. Frá fyrsta degi sýndi hún málefnum fornleifa brennandi áhuga, rétt eins og öðrum sviðum menningarmála. Hún var sú fyrsta af ráðherrum málaflokksins sem þáði boð um að koma í heimsókn og kynna sér hvað starfsfólk Fornleifaverndarinnar var að fást við. Hún hlustaði á það sem við höfðum að segja. Hún var þægileg, áhugasöm og jákvæð. Ég var ekki alltaf sátt við niðurstöður ráðuneytisins en öll okkar samskipti voru hreinskiptin og fagleg.

Skoðun
Fréttamynd

Með­mæla­bréf með for­seta­efni

Um daginn var ég beðin um að veita meðmæli vegna atvinnuumsóknar manns sem hefur unnið með mér. Ég átti auðvelt með að fjalla um styrkleika hans í samhengi við verklýsinguna sem var dregin upp og hann fékk vinnuna. Það varð kveikjan af þessu meðmælabréfi með Katrínu Jakobsdóttur því margir hafa spurt mig hvaða kosti ég sjái í henni sem forsetaefni.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­einingar­tákn?

Forseti Íslands sinnir margvíslegum skyldum sem eru allar mikilvægar á sinn hátt. Þó liggur aðeins ein þessara skyldna einvörðungu á herðum forseta. Engra annarra.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgishrun Höllu Hrundar stað­fest

Fjölmiðlar greindu frá því á fimmtudaginn að samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Maskínu, sem birtar höfðu verið daginn áður og þeir fjallað um, hefði stuðningur við Höllu Hrund Logadóttur hrunið og þannig dregizt saman um tíu prósentustig fyrir og eftir kappræðurnar í Ríkisútvarpinu 3. maí síðastliðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Hún

Hún er sameinandi afl, þvert á pólitískt litróf. Hún gjörþekkir stjórnsýslu og löggjöf landsins og er vel að sér í alþjóðlegum stjórnmálum. Hún hefur talað fyrir friði og mannréttindum hvar sem hún kemur og sýnt frumkvæði við að gæta hagsmuna þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Á Bessa­stöðum?

Hvernig forseta vil ég sjá á Bessastöðum? Í svari mínu við þessari spurningu vil ég líta til framtíðar og skoða hvaða eiginleika ég tel að forseti Íslands þurfi að hafa til að gegna því embætti.

Skoðun
Fréttamynd

Kosningar og kíg­hósti

Ég er ein þeirra fjölmörgu sem hvatti Baldur Þórhallsson til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Hann hefur enda allt til að bera að verða öflugur talsmaður Íslands innanlands sem utan. 

Skoðun