Innlent

Segir rangt að gjald­skylda á nagla­dekk sé í skoðun

Jón Þór Stefánsson skrifar
„Boð og bönn og auknar álögur hugnast mér ekki,“ segir Einar borgarstjóri.
„Boð og bönn og auknar álögur hugnast mér ekki,“ segir Einar borgarstjóri. Vísir/Vilhelm

Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að það sé ekki rétt að það sé til skoðunar hjá borginni að taka upp gjaldskyldu á notkun nagladekkja í höfuðborginni.

„Ég vil taka skýrt fram að það er sannarlega ekki verið að skoða að taka upp gjaldskyldu á notkun nagladekkja í Reykjavík. Sjálfur tel ég mikilvægt að fækka nagladekkjum enda bætir það loftgæði. Það gerum við með fræðslu - og bættum snjómokstri og söltun.“ segir Einar í færslu á Facebook þar sem hann vísar í frétt Mbl.is.

Í umræddri frétt kemur fram að stýrihópur um loft­gæði í Reykja­vík sé með þessa hugmynd til skoðunar. Þetta hafi komið fram á málþingi um loft­meng­un á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar í gær.

Einar heldur því fram að frétt Mbl sé undarleg, en að málþingið hafi annars verið gott.

„í Reykjavík býr fólk sem kýs að nota nagladekk öryggisins vegna og yfirleitt vegna þess að það á oft erindi út fyrir borgarmörkin. Höfuðborgin er líka allra landsmanna og hingað kemur fólk sem býr við aðrar aðstæður en flestir íbúar borgarinnar,“ segir hann.

„Ég myndi styðja jákvæða opinbera hvata til þess að gera harðkornadekk eða aðrar slíkar tegundir hagkvæmari kost en nagladekk. En boð og bönn og auknar álögur hugnast mér ekki.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×