Innlent

Tóku niður ís­lenska svikasíðu með FBI

Lovísa Arnardóttir skrifar
Þessi mynd mætir nú fólki sem reynir að fara á síðuna. Neðst á henni má sjá logo íslensku lögreglunnar ásamt hinum þjóðinum sem unnið var með.
Þessi mynd mætir nú fólki sem reynir að fara á síðuna. Neðst á henni má sjá logo íslensku lögreglunnar ásamt hinum þjóðinum sem unnið var með.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum þar sem tekin var niður vefsíða, breachforums.is, sem var meðal annars notuð til að selja stolin gögn úr innbrotum í tölvukerfi.

Í tilkynningu segir að aðgerðinni hafi verið stýrt af bandarísku alríkislögreglunni og hafi verið unnin í samvinnu yfirvalda í sjö löndum þar á meðal Sviss, Nýja Sjálandi, Ástralíu og Bretlandi. 

Hér heima naut lögreglan aðstoðar frá Internet á Íslandi, ISNIC. Málið féll undir að vera misnotkun á íslenskum innviðum og var þetta liður í að verja þá.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram brotin varði skipulagða brotastarfsemi, sem sneri að peningaþvætti, hilmingu og fleiru. Viðskiptin fóru fram með rafmynt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×