Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tveir leik­menn utan hóps vegna klúðurs KSÍ

Mistök hjá KSÍ gera að verkum að tveir leikmenn í landsliðshópi kvenna mega ekki taka þátt í leik dagsins við Austurríki í undankeppni EM. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu um málið fyrir skemmstu. Leikur liðanna hefst klukkan 16:00.

„Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp“

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur gaman af því að æsa Arnar Gunnlaugsson upp en þeir eru fínir félagar. Þetta er á meðal þess sem fram kom í upphitun fyrir leik Breiðabliks og Víkings á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Hné­skel Kristófers fór í tvennt

„Heilsan hefur verið betri. En ég er að sama skapi mjög ánægður með titilinn og stoltur að geta vaknað í morgun sem Íslandsmeistari,“ sagði Kristófer Acox í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Gleðin er mikil en tilfinningin blendin vegna slæmra meiðsla sem hann varð fyrir í oddaleik Vals við Grindavík í fyrrakvöld.

Leik­menn handboltaliðsins heiðurs­gestir í kvöld

Leikmenn handboltaliðs Vals verða heiðursgestir á oddaleik Vals við Grindavík um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta að Hlíðarenda í kvöld. Þetta staðfestir formaður körfuknattleiksdeildar.

UEFA gæti fært United í Sambandsdeildina

Yfirmenn hjá Ineos sem fer með stjórn Manchester United eftir kaup Jim Ratcliffe á stórum hluta í félaginu eru þess fullvissir að félagið geti keppt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Nice frá Frakklandi, sem einnig er í eigu Ineos, er í sömu keppni.

Ekki til­búinn að ræða hversu margir kveðja Val

Óvíst er hversu margir leikmenn Vals munu leggja handboltaskóna á hilluna eftir frækinn Evrópusigur um helgina. Þegar hafa tveir staðfest að þeir séu hætti en fleiri gætu bæst í hópinn.

Sjá meira