Skoðun

Fjórir milljarðar án réttinda

Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir skrifar

Ég var ein af þeim sem varð atvinnulaus á þessum fordæmalausu tímum. Eins og svo margir aðrir samnemendur mínir í Háskóla Íslands þá vann ég í ferðamannageiranum. Ferðamenn flykktust hér til landsins í tonna tali, ég spjallaði við þau á ensku og át yfir mig af Bæjarins Beztu pylsum.

Skoðun

Heimska eða illska

Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stundum er ekki nema um tvennt að ræða; svart eða hvítt, gamalt eða nýtt, heimsku eða illsku.

Skoðun

Hvers vegna drukknar fólk í vöktuðum sundlaugum?

Hafþór B. Guðmundsson skrifar

Undanfarin 10 ár hafa orðið þó nokkur drukknunarslys í vöktuðum sundlaugum sem leitt hafa til dauða of margra einstaklinga. Til allrar hamingju hefur þó í mörgum tilfellum tekist að koma í veg fyrir fleiri dauðaslys vegna skjótra aðgerða þjálfaðra starfsmanna og gesta sundlauganna.

Skoðun

Starfsþróun á tímum samkomutakmarkanna

Lísbet Einarsdóttir skrifar

Það er fátt eðlilegt við það ástand sem verið hefur á vinnumarkaði síðastliðna tíu mánuði. Heilu vinnustaðirnir hafa verið lokaðir svo vikum og mánuðum skiptir vegna samkomutakmarkana og samskipti, bæði vinnutengd og önnur, fara fram með aðstoð stafrænna miðla.

Skoðun

Ferða­frelsi í þjóð­garði

Tryggvi Felixson skrifar

Hálendi Íslands er ein verðmætasta auðlind Íslands, ef ekki sú verðmætasta. Að mati stjórnar Landverndar er ekki til betri leið til að vernda þessa auðlind, tryggja aðgengi almennings að henni og stýra umgengni og nýtingu hennar, en með stofnun þjóðgarðs. 

Skoðun

Á ríkið að eiga banka eða selja banka ?

Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði.

Skoðun

Hver vegur að heiman er vegurinn heim

Jódís Skúladóttir skrifar

Ein mikilvægasta forsenda vaxtar og velfarnaðar á landsbygðinni eru góðar samgöngur. Aðgengi allra íbúa landsins að verslun og þjónustu er hluti jafnréttisbaráttunnar.

Skoðun

Hug­rekki og fram­tíðar­sýn

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar

Í sameiginlegri áskorun Landverndar, Norges Naturvernforbund, Danmarks Naturfredningsforening, Sveriges Naturskyddsföreningen, Ålands natur og miljø og Natur och miljö, Finland eru stjórnvöld á Norðurlöndum hvött til þess að ákveða formlega þann dag sem notkun á jarðefnaeldsneyti verður hætt.

Skoðun

Kynni mín af ís­lenskri út­gerð í Namibíu

Eyþór Eðvarðsson skrifar

Fyrir nokkrum árum vann ég í fyrirtæki sem þróaði lausnir til bættrar orkunýtingu fyrir stórnotendur, bæði til sjós og lands, þar sem helstu viðskiptavinirnir voru útvegsfyrirtæki.

Skoðun

„Um­burðar­lyndi“ ofar mannéttindum?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar.

Skoðun

Ekki lengur vísinda­skáld­skapur

Edda Sif Pind Aradóttir skrifar

Þó að þörfin á stóraukinni verðmætasköpun í íslensku samfélagi sé brýn er ekki þar með sagt að lausn vandans felist í því að hlaupa hraðar og stökkva hærra. Við getum valið að virkja frekar hugvitið til að smíða nýtt leikkerfi sem kollvarpar fyrra skipulagi. Við getum valið að byggja markvisst upp fjórðu útflutningsstoðina á grunni grænnar, loftslagsvænnar nýsköpunar.

Skoðun

Al­þjóða­dagur til minningar um fórnar­lömb hel­fararinnar – Af hverju er mikil­vægt að minnast þessara at­burða?

René Biasone skrifar

Í dag, þann 27. janúar, er alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb helfararinnar. Þennan dag árið 1945 frelsuðu Sovétmenn fangana í Auschwitz. 60 árum síðar ákvað Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að á þessum degi myndum við minnast þessarar atburðarásar sem átti sér stað í hjarta Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar.

Skoðun

Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar

Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um 10 ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný.

Skoðun

Til hvers er forsetinn?

Sigurður Hjartarson skrifar

Sá forseti sem ekki gerir sig líklegan til þess að standa upp fyrir þeirri þjóð sem starf hans reiðir á, hefur litla ástæðu til þess að sitja áfram sem kjörinn fulltrúi þjóðarinnar og það er lýðræðisleg skylda þjóðarinnar að losa sig við hann.

Skoðun

Sam­eign þjóðarinnar verður að sam­eign sam­fé­laga

Kári Gautason skrifar

Svo lengi sem ég man eftir mér hefur kvótakerfið og hinir ýmsu gallar þess verið til umræðu. Í pottunum, í fjölskylduboðum, í pontu Alþingis. Engan skyldi því undra að þegar pólitíkusar fara að lofa breytingum á kvótakerfinu rétt fyrir kosningar þá rúlla margir augunum.

Skoðun

Á­skoranir til fram­tíðar

Kristín Völundardóttir skrifar

Í liðinni viku ritaði forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar áhugaverða grein á Vísi um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það er ánægjuefni að fá innlegg í opinbera umræðu um þetta viðfangsefni frá sjónarhóli sveitarfélaganna sem koma að því mikilvæga verkefni að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Skoðun

Ekki vera geðveik

Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar

Það fólk sem er svo óheppið að upplifa það á lífsleiðinni að fá líkamlega sjúkdóma allt frá beinbroti til greiningar um krabbamein. Þeir einstaklingar fá alla okkar samhygð, stuðning og þjónustu. Auðvitað!

Skoðun

Þreytt og komin með nóg

Sara Þöll Finnbogadóttir skrifar

Fengi fólk spurninguna: „Hvernig myndir þú lýsa háskólastúdent?“, myndu eflaust mörg svara einhverju í áttina „að stúdentar eru þreyttir, fátækir og borða einungis pakkanúðlur.“

Skoðun

Börn náttúrunnar

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Að vera staddur út á rúmsjó eða upp á hálendi einhvers staðar fær mig alltaf til að finna fyrir smæð minni og lotningu fyrir öflum og mikilfengleika náttúrunnar. Að hafa varið stóran hluta starfsævinnar við sjómennsku og fiskveiðar hefur kennt mér að virða náttúruöflin og umgangast þau í sátt og samlyndi.

Skoðun

Er manneskja minna virði vegna geð­sjúk­dóms?

Árdís Rut Einarsdóttir skrifar

Það er verulega umhugsunarvert að árið 2021 þurfi fólk að skammast sín fyrir að vera með geðsjúkdóm og að við búum við kerfi þar sem þessum sjúklingum er fyrir bestu að leyna sjúkdóm sínum til að vera betur settur í samfélaginu.

Skoðun

„Út­salan er í fullum gangi“ – eða þannig

Baldur Björnsson skrifar

Margar verslanir – sérstaklega þó húsgagnaverslanir – eru með útsölur og tlboð alla daga ársins. En hvernig er það hægt? Útsala snýst jú um að selja vöru á lækkuðu verði frá fyrra verði. Hámark útsölu má vera 6 vikur, eftir það telst útsöluverðið fullt verð. Engu að síður eru sömu vörurnar auglýstar á útsölu mánuðum og árum saman og „útsöluverðið“ er sífellt það sama.

Skoðun

Þau vita, þau geta en ekkert gerist

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Síðustu mánuði höfum við í VR brýnt fyrir stjórnvöldum mikilvægi þess að fara í aðgerðir til að bregðast við tekjufalli þeirra sem misst hafa atvinnu. Við höfum ítrekað gert grein fyrir alvarleika málsins og hvaða langvarandi afleiðingar það mun hafa á 26.473 einstaklinga, og fjölskyldur þeirra, sem nú eru án atvinnu að hluta eða öllu leyti, ef ekkert verður gert.

Skoðun

Ís­lenskan mat í skóla

Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar

Börnin okkar eru þau dýrmætustu verðmæti sem við eigum og viljum við þeim allt hið besta. Það á við um menntun, uppeldi og vöxt þeirra og viðgang.

Skoðun

Hvað á barnið að heita?

Ólafur Ísleifsson skrifar

Fyrir Alþingi liggja tvö frumvörp sem lúta að íslenskri tungu. Forsætisráðherra gerir að tillögu sinni í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá að íslenska skuli vera ríkismál Íslands og skuli ríkisvaldið styðja hana og vernda.

Skoðun

Tveir pappakassar, móttökustaður: óþekktur

Ragnheiður Finnbogadóttir skrifar

Ég sá frétt í vikunni að hlutfall kvenna sem færu í skimun fyrir krabbameini annars vegar í brjóstum og hins vegar í leghálsi væri ekki nógu hátt. Af hverju skyldi það vera?

Skoðun

Hagkvæmt kvótakerfi og nýliðun

Svanur Guðmundsson skrifar

Sókn í fiskistofna var breytt hér á landi seint á síðustu öld og útgerðarmönnum bannað að veiða meira en stofnar þoldu og urðu því að draga verulega úr sókn.

Skoðun