Lífið

„Hin raun­veru­legu stólaskipti fóru fram í dag“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Færsla Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Facebook um stólaskipti hans við Katrínu hefur vakið goð viðbrögð.
Færsla Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Facebook um stólaskipti hans við Katrínu hefur vakið goð viðbrögð. Vísir/Vilhelm/Arnar

Stólaskipti Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur fóru ekki fram fyrr en í dag, allavega „hin raunverulegu stólaskipti“ eins og Bjarni orðar það í skondinni Facebook-færslu.

Bjarni Benediktsson tók við af Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra 10. apríl síðastliðinn við myndun nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar þess að Katrín tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Íslands.

Stóll Katrínar, þ.e. skrifstofustóll hennar, virðist þó hafa staldrað lengur við í ráðuneytinu ef marka má Facebook-færslu Bjarna Benediktssonar sem hann birti í dag.

Myndin sem Bjarni birti af stólunum.Facebook

Í færslunni stendur „Hin raunverulegu stólaskipti fóru fram í dag“ og með er mynd af tveimur skrifstofustólum í forsætisráðuneytinu. Stólarnir eru hins vegar ansi ólíkir, annar er bæði töluvert stærri og hærra stilltur en hinn.

„Það er greinilega komin „meiri vigt” í ráðuneytið,“ skrifar Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, við færsluna og uppsker nokkra hláturkalla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×