Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sigga á Grund er fyrsti heiðurs­borgari Flóahrepps

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, eða Sigga á Grund eins og hún er alltaf kölluð var gerð að fyrsta heiðursborgara Flóahrepps í 80 ára afmælishófi hennar í Vatnsholti í Flóa í gærkvöldi.

Tvíburafolöld mætt í heiminn í Suðurnesjabæ

Tvíburafolöld komu í heiminn á bænum Melabergi á Stafnesi í Suðurnesjabæ í gærkvöldi. Það kom jörp hryssa og brúnn hestur og hafa þau fengið nafnið Hula og Háski. Systkinin komu vel undan nóttinni og voru farin að hlaupa saman í morgun.

Vilja nýtt hjúkrunar­heimili í Vík í Mýr­dal

Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins.

Segja þrjá hafa kastast út úr rútunni

Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum, í Rangárvallasýslu í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt en allir eru á batavegi. Þau segja þakklæti til viðbragðsaðila efst í huga.

Brauðtertuveisla í brauðtertusamkeppni á Sel­fossi

Átta manns skiluðu inn nokkrum brauðtertum og ostakökum í morgun í brauðtertu og ostakökusamkeppni Kaffi Krúsar og Konungskaffi á Selfossi. Brauðtertan, sem vinnur fer í sölu í Konungskaffi í nýja miðbænum í sumar og ostkakan á Kaffi Krús við Austurveg.

Afmælisstemming hjá Eld­stó á Hvols­velli

Það verður blásið til veislu Hvolsvelli á morgun, sunnudag en þá fagnar eina kaffihús staðarins 20 ára afmæli og býður öllum, sem vilja upp á köku og kaffi í tilefni dagsins frá 15:00 til 17:00. Póstur og sími voru áður í húsnæðinu.

Mættu ríðandi í skólann

Skólastarfið í Flóaskóla í Flóahreppi var brotið upp á skemmtilegan hátt í dag því nemendur og starfsmenn komu ríðandi í skólann á hestum sínum.

Nýir prestar og nýir djáknar mættir til starfa

Tveir nýir prestar og tveir nýir djáknar hafa verið vígðir til embættis í fjórum mismunandi kirkjum. Athöfnin fór fram í Skálholtsdómkirkju þar sem vígslubiskupinn á staðnum brá sér í hlutverk biskups Íslands til að sjá um vígsluna að viðstöddum tíu prestum, sem voru vígsluvottar, auk þriggja djákna.

80 til 120 her­skip lágu í Hval­firði

Þegar mest var voru um 60 þúsund hermenn á Íslandi árin 1942 til 1945 og þar af voru um 28 þúsund hermenn í Hvalfirði í herskipum, sem lágu þar. Um þetta er fjallað á sýningu í Hernámssetrinu í Hvalfirði, sem hefur notið mikillar vinsældar hjá “Gaua litla” eins og hann er alltaf kallaður.

Sjá meira