Skoðun: Forsetakosningar 2024

Fréttamynd

Svargreinin sem Mogginn neitaði að birta

Hjörleifur Hallgríms, Akureyringur og eldri borgari, skrifar grein í Morgunblaðið 22. maí með fyrirsögninni „Nokkur orð um kosningu forseta“. Útdráttur við greinina er þessi: „Það er óskemmtilegt að segja það, en útlit er fyrir að Halla Hrund sé ekki öll þar sem hún er séð“.

Skoðun
Fréttamynd

Verndari samfélagssáttmálans

Ég styð Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands vegna þess að ég veit að hann verður þjóðinni góður liðsmaður á jafnréttisgrundvelli hér heima og ég veit líka að við verðum stolt af honum sem fulltrúa okkar á alþjóðavettvangi.

Skoðun
Fréttamynd

Ég treysti dóm­greind Katrínar

Að Katrín fari úr valdamesta starfi Íslands sem forsætisráðherra og vilji nú vera forseti Íslands finnst mér vera meðmæli með því embætti.

Skoðun
Fréttamynd

Villir á sér heimildir

Katrín Jakobsdóttir hefur látið af starfi sem forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna og boðið sig fram í embætti forseta sem kjósa skal næsta laugardag, 1. júní.

Skoðun
Fréttamynd

Kald­hæðni Katrínar

Hvar í veröldinni ætli það geti gerst – annars staðar en á Íslandi – að kosningaskrifstofu forsetaframbjóðanda er stýrt af manni sem stjórnar jafnframt fyrirtæki sem sér um skoðanakannanir fyrir þær sömu kosningar?

Skoðun
Fréttamynd

Það á að kjósa með Exi

Sko bókstafnum X ekki með verkfærinu sem er notað til að höggva við, axarsköft eru bönnuð eins og að gera hjarta, broskarl, semja stöku eða strika yfir aðra frambjóðendur, bara eitt nett X á seðillinn TAKK.

Skoðun
Fréttamynd

Það er nú bara þannig með hann Jón...

Það stefnir í spennandi forsetakosningar á Íslandi og ég er búin að ákveða að nota dýrmætt atkvæði mitt til þess að kjósa Jón Gnarr. Ekki eru þó öll búin að gera upp hug sinn og talað er um að "fylgið sé á fleygiferð" og verði jafnvel fram á síðustu stundu, eðlilega, að velja sér forseta er stór ákvörðun sem hefur áhrif á framtíð okkar á margan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Katrínu sem for­seta.

Embætti forseta Íslands er eftirsótt embætti ef marka má þann fjölda einstaklinga sem hafa áhuga á að sinna því. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem gera þurfa upp hug sinn og velja á milli hæfra einstaklinga. Það sem ég legg til grundvallar mati mínu á frambjóðendum er ekki flókið, lífshlaup og reynsla er eitt, framkoma og orðspor er annað.

Skoðun
Fréttamynd

Flestir munu kjósa Katrínu Jakobs­dóttur, beint eða ó­beint, ef…

Þær eru þrjár sem mælast efst í skoðanakönnunum. Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Baldur Þórhallsson virðist ekki ná flugi og Jón Gnarr er án efa út úr leiknum. Ef fer sem horfir og ef kjósendur þrjóskast við og halda fast við sinn kandídat þá er nokkuð gefið að Katrín Jakobsdóttir vinnur þessar kosningar, líklegast með minna en 30% fylgi.

Skoðun
Fréttamynd

Hér er elíta, um elítu, frá elítu, til elítu

Ég heiti Ragnar Kjartansson og ég er elíta. Ég las grein Auðar Jónsdóttur um Katrínu Jakobsdóttur í Heimildinni þar sem samkrull hennar við völd og elítu var aðalmálið og fannst þetta allt saman bara orðið aðeins of fyndið.

Skoðun
Fréttamynd

Ég kýs femín­ista á Bessa­staði

Ég fagna framboði Katrínar Jakobsdóttur til forseta og styð hana með ráðum og dáð. Ástæðan er sú að Katrín stendur fyrir þau gildi sem skipta mig máli. Hún er gallharður femínisti sem leggur áherslu á mannréttindi, lýðræði og friðsamlegar lausnir.

Skoðun
Fréttamynd

Varð­menn valdsins

Það ætti ekki að dyljast neinum hvern hin svokallaða valdastétt styður í komandi forsetakosningum.

Skoðun
Fréttamynd

For­setinn minn

Ég kaus Höllu Tómasar fyrir átta árum. Fyrir tíma Covid. Áður en þjóðarleiðtogar á Íslandi og annars staðar tóku varasöm skref í átt að alræði. Áður en yfirvöld leyfðu embættismönnum, sem enginn kaus, að stýra nánast öllu lífi einstaklinga á Íslandi, og áður en það var ljóst að krumlur alþjóðasinna teygðu sig inn fyrir landamæri Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Að kjósa með hjartanu!

Framundan er spennandi barátta tólf flottra frambjóðenda til forsetaembættis. Valið er hugsanlega erfitt fyrir marga, því að hlaðborðið er glæsilegt og fjölbreytt og ljóst að kosningarnar á laugardaginn verða æsispennandi.

Skoðun
Fréttamynd

Baldur er leið­togi og manna­sættir

Það er margt sem ber að huga að þegar velja skal fólk til leiðtogastarfa. Viðkomandi þarf að hafa persónutöfra sem hrífur fólk með sér til góðra verka.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir börnin okkar

Þegar sonur minn verður eldri þá vill ég geta sagt honum að ég hafi gert allt sem ég gat til að betrumbæta hans framtíð.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Hrund fyrir fram­tíðina

Í aðdraganda forsetakosninganna 2024 er ánægjulegt að sjá hve margir frambærilegir einstaklingar hafa stigið fram og lýst áhuga á þessu mikilvæga embætti. Baráttan um fyrsta sætið hefur harðnað þegar nær degur kjördegi og virðist mjótt á munum með þeim sem skipa efstu sæti í nýjustu skoðanakönnunum. Ég fann fyrir valkvíða – eins og margir – því þó að embætti forseta Íslands sé ekki valdamesta embætti landsins, þá er mikilvægt að það sé skipað manneskju sem hefur áunnið sér traust og virðingu þjóðarinnar og er verðugur fulltrúi hennar erlendis.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Tómas­dóttir og Sólskinsdrengurinn

Það eru svo margar ástæður fyrir því að ég kýs Höllu Tómasdóttur og við fjölskyldan öll. Ein sú helsta er einhverfi og fatlaði gullmolinn okkar, Þorkell Skúli Þorsteinsson, sem þjóðin kannski þekkir betur sem Sólskinsdrenginn.

Skoðun
Fréttamynd

Taktík. - Fyrir fegurðina og lýð­ræðið

Í núverandi stjórnarskrá er ekki gert ráð fyrir að kjörinn forseti þurfi meirihluta stuðning kjósenda. Hinsvegar í nýrri stjórnarskrá er gert ráð fyrir því að nái engin frambjóðenda meirihluta þá verði seinni umferð kosninga þar sem kosið er á milli tveggja efstu frambjóðenda úr fyrri umferð.

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum Baldur fyrir öryggi okkar allra

Baldur Þórhallsson leggur áherslu á að við sem þjóð þurfum efla viðbrögð okkar og viðnámsþrótt til að takast á við þær áskoranir sem íslensk náttúra og aðrar ógnir skapa.

Skoðun
Fréttamynd

Þess vegna er Halla Hrund efst

Þegar Halla Hrund tilkynnti framboð sitt, skaust hún upp í skoðanakönnunum og situr enn hæst. Hún er því besti kostur okkar til að fá forseta sem kemur úr röðum almennings. Hún er góður kostur fyrir margar sakir og framboð hennar á sér svipaða upprunarsögu og framboð tveggja frábærra forseta, Vigdísar og Guðna.

Skoðun
Fréttamynd

Forsetakosning, auð­lindir í þágu al­mennings

Í baráttu um forsetakjör hefur Halla Hrund Logadóttir lagt sérstaka áherslu á mikilvægi auðlinda. Út frá sinni sérþekkingu á því sviði segir hún auðlindir skipta hvað mestu máli fyrir afkomu þjóðar og framtíð landsins. Góðu heilli hefur umræða nú tendrast um þau mikilvægu málefni.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Tómas­dóttir lætur verkin tala

Á lokaspretti kosningabaráttunnar, sem virðist ætla að verða ein sú mest spennandi í manna minnum, þá vil ég vekja athygli á þeim frábæru kostum sem vinkona mín, Halla Tómasdóttir, hefur til að bera.

Skoðun