Hraun náð Njarðvíkuræð „Nú fylgjumst við bara í raun og veru með rennsli hraunsins; hraunið hefur náð þessari veitulínu, Njarðvíkurlínunni,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um stöðu mála við Grindavík. Innlent
Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Fótbolti
Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri veitinga- og afþreyingastaðarins Oche, og Linda Björk Hilmarsdóttir, markþjálfi og verslunareigandi, hafa sett sælureitinn sinn við Tjarnabyggð á Selfossi á sölu. Ásett verð er 117, 9 milljónir. Lífið
Elvar Már tekst á við nýja áskorun í Aþenu Eilítið rót hefur verið á liði Elvars Más Friðrikssonar í Aþenu en hann flutti til grísku höfuðborgarinnar í sumar. Hann segir gott að koma heim og hlakkar til landsleikjanna sem fram undan eru. Körfubolti
Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Viðskiptagreining Landsvirkjunar stendur fyrir opnum fundi um raforkuöryggi í Grósku sem hefst klukkan 9. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Viðskipti innlent
Stærra skref hefði gefið röng skilaboð um að Seðlabankinn vildi minnka aðhaldið Raunvaxtaaðhaldið hefur hækkað lítilega frá síðustu mælingu í ágúst en ekki er „endilega heppilegt“ að það aukist enn frekar, að sögn seðlabankastjóra, og mögulega mun það fara minnkandi á næsta ári þegar framleiðsluspennan í hagkerfinu snýst í slaka. Hann segir flesta þætti núna vera að falla með Seðlabankanum og hefur ekki sömu áhyggjur og áður af framboðsskorti á íbúðamarkaði litið til allra næstu ára. Innherji
Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Gluggarnir frá BYKO hafa verið leiðandi á markaði í 33 ár og hefur BYKO komið að mörgum stórum og flóknum verkefnum um allt land. Gluggarnir eru framleiddir til að þola íslenskt veðurfar auk þess að vera á mjög hagstæðu verði. Fyrir vikið standast þeir helstu kröfur HMS og byggingarreglugerðir ásamt kröfum viðskiptavinar um góða þjónustu og trausta vöru. Framleiðsla þeirra hófst hér á landi en hefur frá árinu 2002 að mestu leyti farið fram í gluggaverksmiðju BYKO í Lettlandi. Samstarf