Fréttir

Rækta níu tegundir af grænmeti í Þingeyjarsveit

Þeir garðyrkjubændur, sem eru með útiræktað grænmeti keppast nú við að taka grænmetið upp áður en það fer að frysta. Á bænum Vallakoti í Þingeyjarsveit eru ungir bændur að rækta níu tegundir af grænmeti með góðum árangri.

Innlent

Stöku skúrir eða él á norðan­verðu landinu

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það snúist í austlæga átt í dag, þrjá til átta metra á sekúndu en átta til þrettán norðvestantil. Reikna má með stöku skúrum eða éljum á norðanverðu landinu en að það stytti upp síðdegis.

Veður

Gekk blóðugur frá raf­hlaupa­hjóli og fannst hvergi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um blóðugan mann ganga frá rafhlaupahjóli í gærkvöldi eða í nótt. Þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn hvergi sjáanlegur en sjá mátti rafhlaupahjólið á hlið og blóðpoll í kringum hjólið.

Innlent

Heimta gögnin til baka og að vinnu verði eytt

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið G. Run í Grundarfirði hefur farið fram á það við Samkeppniseftirlitið að stofnunin skili öllum þeim gögnum sem fyrirtækið afhenti í tengslum við úttekt á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi.

Innlent

Bjarni kominn á flot

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 

Innlent

Mikið fenta­nýl falið bak við hlera á dag­heimilinu

Mikið magn af fentanýli fannst falið bak við hlera á dagheimili í New York í dag. Eins árs gamalt barn lést úr of stórum skammti af ópíóðanum á heimilinu í síðustu viku. Lögreglan í New York segir að rannsókn málsins standi yfir en tvö hafa verið ákærð vegna málsins.

Erlent

Mikill viðbúnaður í Kópavogi

Töluverður viðbúnaður var í iðnaðarhverfi í Kópavogi á tíunda tímanum í kvöld. Um fimm lögreglubílar voru á svæðinu og talsvert af lögreglumótorhjólum.

Innlent

Rann­­­sóknar­­­skip Haf­ró strand í Tálkna­­­firði

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar.

Innlent

„Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“

Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. 

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Þá lýsir ungt fólk yfir miklum áhyggjum á stöðu húsnæðismála.

Innlent

Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði

Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð.

Innlent

Umfangsmiklar árásir á báða bóga

Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu.

Erlent

Engin fram­halds­að­stoð í boði fyrir Sig­mar eftir dvölina á Vogi

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, leitaði sér hjálpar á Vogi í sumar. Hann hefur miklar áhyggjur af dauðsföllum hér á landi af völdum fíknisjúkdóms. Tólf manns hafi látist í fyrra á meðan bið stóð eftir plássi í framhaldsmeðferð. Staðreyndin sé sú að það kosti engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið.

Innlent