Skoðun

Fréttamynd

Ríkisbáknið fyrir sig

Gunnlaugur Stefánsson skrifar

Ríkisbáknið þenst út. Kerfishyggjan er svo alræmd og inngróin í stofnanir ríkisins, að þar gildir eitt markmið: Að vaxa og stækka, viðhalda sjálfri sér í sínum ranni. Um það vitnar t.d. fréttaflutningur fjölmiðla, þar sem fyrstu fréttir fjalla gjarnan um neyðarástand og ekkert geti bjargað nema að viðkomandi stofnun fái meira skattfé.

Skoðun

Fréttamynd

Hjarta­staður – hvaðan ertu?

Anna Sigríður Melsteð skrifar

Söfn þekkjum við flest sem stofnun sem safnar og sýnir athyglisverða muni. Allt frá því að fyrstu almenningssöfnin litu dagsins ljós á 17. öld hefur þeim fjölgað en hlutverk þeirra var í upphafi m.a. það að mennta alþýðuna og halda henni upplýstri.

Skoðun
Fréttamynd

Er Evrópa að hverfa af kortinu?

Guðmundur Einarsson skrifar

„Evrópa getur dáið og við ráðum örlögum hennar“, sagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, í ræðu í Svartaskóla í París 27. apríl sl. Var þetta ekki fulldjúpt í árinni tekið hjá Macron? Er ekki óþarfi að vera svona dramatískur?

Skoðun
Fréttamynd

Garð­bæingur á í­myndunar­bömmer í Nígeríu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Mér finnst erfitt að ímynda mér hvar ég er stödd í lífinu ef ég kýs að vera í Abuja í Nígeríu í meira en ár, án mömmu, án sona minna, án vina minna, án peninga. Ég er með engin réttindi. Ég má ekki allskonar. Ég má ekki vinna, ég má ekki fara á námskeið í tungumálinu, ég ræð ekki hvað ég borða eða hvenær og ef ég verð lasin hjálpar mér kannski einhver.

Skoðun
Fréttamynd

Úkraínu­stríðið, skot­vopna­kaup Ís­lands og NATO?

Hilmar Þór Hilmarsson skrifar

Nýlega var viðtal við Utanríkisráðherra Íslands á Sprengisandi í tilefni 75 ára afmælis NATO. Aðstoð Íslands við Úkraínu kom til tals hvort frekar ætti að veita Úkraínu mannúðaraðstoð en kaupa skotvopn.

Skoðun
Fréttamynd

Okkar for­seti

Þráinn Farestveit skrifar

Það skiptir máli hver leiðir þjóðina. Ef einhver er í vafa um hversu miklu máli það skiptir hver verður næsti forseti á Bessastöðum er ágætt að rifja upp arfleifð Vigdísar Finnbogadóttur og hversu miklu hún breytti fyrir íslenska þjóð langt út fyrir landsteinana svo eftir því var tekið.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki hika við að kjósa með hjartanu

Rósa Steinunn Solveigar Sturludóttir skrifar

Það er gott að hafa skapandi, listræna hugsun því listin gefur okkur frelsi til þess að hlusta á innsæið og flétta saman ólíkum þáttum tilverunnar. Til þess að skilja stöðu okkar í heiminum er gott að nýta listina, því listsköpun er haftalaus og list er án landamæra.

Skoðun
Fréttamynd

Starfs­getu­mat gæti kostað líf

Svanberg Hreinsson skrifar

Við öryrkjar höfum lengi óttast það að sitjandi ríkisstjórn framkvæmi hótanir sínar um að innleiða starfsgetumat.

Skoðun
Fréttamynd

Það sem býr í Höllu Hrund

Viðar Hreinsson skrifar

Mér leist ekki alveg á blikuna þegar til tals kom að Halla Hrund Logadóttir byði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég hafð tekið eftir framgöngu hennar í embætti orkumálastjóra, þar sem hún hélt fram almannahagsmunum af hógværri einurð sem var byggð á þekkingu og yfirsýn. Hún var rétta manneskjan í því embætti.

Skoðun
Fréttamynd

Grjótmulningsverksmiðja um­fram blóm­leg tæki­færi komandi kyn­slóða?

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Berglind Friðriksdóttir, Böðvar Guðbjörn Jónsson, Guðmundur Oddgeirsson, Gunnsteinn R. Ómarsson, Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir, Hrafnhildur Lilja Harðardóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Sigfús Benóný Harðarson skrifa

Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórða læknaferðin endur­greidd

Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar

Síðustu mánuði hafa margar jákvæðar fréttir borist frá heilbrigðisráðuneytinu. Markvisst er unnið eftir stefnunni jafnt aðgengi, óháð efnahag og búsetu, um það ríkir samstaða í samfélaginu. Það er því fagnaðarefni að nú er verið að fjölga ferðum sem fást endurgreiddar frá Sjúkratryggingum vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem sótt er utan heimabyggðar.

Skoðun
Fréttamynd

Rétt­lætingar og lygar Ísraels

Yousef Tamimi skrifar

Það er sorglegt að fylgjast með því hversu langt íslensk stjórnvöld leyfa Ísrael að draga sig á asnaeyrunum. Ísrael fjöldaframleiðir lygar til að réttlæta árásir sínar á innviði Gaza og Ísland hefur hingað til tekið orð Ísraels undantekningarlaust sem sannleika og án neinnar gagnrýnnar hugsunar.

Skoðun
Fréttamynd

Versta kerfi í heimi?

Sigurjón Þórðarson skrifar

SFS hélt á dögunum ársfund undir yfirskriftinni „Best í heimi”. Einn besti og vinsælasti forsætisráðherra heimsins, Bjarni Benediktsson, flutti ræðu þar sem hann fullyrti að íslenskur sjávarútvegur væri sá allra besti í heimi.

Skoðun
Fréttamynd

Má ég taka þátt … í lífinu?

Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar

Heilbrigðishópur ÖBÍ réttindasamtaka stendur fyrir hádegisfundi um endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu 14. maí á Hótel Grand, milli 12:00 og 13:30. Þar mun Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, flytja erindi um hjálpartækjahugtakið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Með rétt­lætið að leiðar­ljósi

Bergdís Sigurðardóttir skrifar

Alls gefa tólf efnilegir einstaklingar kost á sér til embættis forseta Íslands. Lýðræðisveisla 2024! Látum ekki telja okkur trú um að forsetakosningarnar séu keppni á milli tveggja liða, með eða á móti fyrrverandi forsætisráðherra. Tökum þátt í veislunni og skoðum allt sem er á boðstólnum.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín eða Halla Hrund?

Reynir Böðvarsson skrifar

Ég held að það sé farið að skýrast nokkuð vel hverjir hafa möguleika á að ná kjöri í forsetakoningunum þann 1. júní. Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir nýtur enn mikils fylgis gamalla aðdáenda frá fyrri tíð og svo nýtur hún einnig sí aukins stuðnings gamalla andstæðinga á hægri væng stjórnmálanna, þeirra sem stutt hafa ríkisstjórnir hennar gegnum súrt og sætt.

Skoðun
Fréttamynd

Sterk, rök­föst og rétt­sýn rödd

Jakob S. Jónsson og skrifa

Í fyrsta skipti á æfinni stend ég sem kjósandi frammi fyrir valkvíða í þeim skilningi, að í framboði eru tólf auðsjáanlega mætir einstaklingar, sem allir myndu sóma sér ágætlega í embætti forseta.

Skoðun
Fréttamynd

Helga Þóris­dóttir - Minn for­seti

Valdimar Óskarsson skrifar

Margir einstaklingar eru í kjöri til forseta Íslands að þessu sinni. Að mínu mati eru nokkrir frambærilegir kostir en einn aðili ber af, nefnilega Helga Þórisdóttir. Forseti Íslands þarf að vera fróður, ópólítískur, koma vel fram, hlusta á þjóðina og hafa skilning á þeim vandamálum sem að steðja á þeim tímum sem við lifum á.

Skoðun
Fréttamynd

Styðjum Katrínu Jakobs­dóttur

Gerður Ólafsdóttir skrifar

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á forsetaembættinu og mér var líka kennt að bera djúpstæða virðingu fyrir þeim einstaklingum sem gegna því. Þó ég sé fædd fyrir lýðveldistökuna man ég lítið eftir Svein Björnssyni. 

Skoðun
Fréttamynd

Hvaðan kemur þessi ótti við til­finningar?

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Orðin Sanngirnisbætur hljómuðu í eyrum mínum sem yfirvöld héldu sér í eins langri fjarlægð frá afleiðingum tjóns sem yfirvöld forvera höfðu leyft að yrðu í áratugi og sýna ekki einu sinni eitt tár af samhygð.

Skoðun
Fréttamynd

Lyf og dá­leiðsla

Hannes Björnsson skrifar

Það eru válegar fréttir af lyfjaónæmi og ofnotkun ýmissa lyfja. Lyf geta gerbreytt hlutum til hins betra en þau geta þau einnig haft ýmsa vankanta og jafnvel valdið meiri vanda en þau leysa þegar litið er til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað þarf til að for­seti beiti mál­skots­rétti?

Salvör Nordal skrifar

Í aðdraganda forsetakosninganna hafa frambjóðendur verið spurðir um hvernig þeir hyggist beita málskotsrétti forseta sem kveðið er á um 26. grein stjórnarskrárinnar, eða eins og það er stundum orðað, hvað þyrfti til að viðkomandi samþykkti ekki lög frá Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Kosningar nálgast

Halldóra Æsa Aradóttir skrifar

Það líður að kosningu forseta Íslands, kosningabaráttan fer að ná hámarki og framboð forsetaefna er fjölbreytt. Að hverju leitum við að þegar við veljum okkur forseta? Hvað er það sem telst til kosta? Hvað þarf viðkomandi einstaklingur að hafa til brunns að bera? Það er að mörgu að hyggja og mismunandi hvað hverjum þykir best og réttast.

Skoðun
Fréttamynd

Auð­lindirnar okkar

Hólmfríður Sigþórsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa

Flest erum við sammála um að sameign þjóðar á auðlindum eigi að vera meitluð í stjórnarskrá sem og ákvæði um sjálfbæra nýtingu. Umgengni við auð­lindir hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eru brotalamir í umgjörð. Nú þegar verið er að setja eftir á reglur um nýtingu fjarðanna fyrir lagareldi sést hversu óheppilegt það er.

Skoðun
Fréttamynd

Fag­leg upp­bygging mynd­listar í for­grunni

Tinna Guðmundsdóttir skrifar

Kæru kollegar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Þessi grein er skrifuð í tilefni af framboði mínu til formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Kosningin fer fram rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí og úrslit verða tilkynnt á aðalfundi fimmtudaginn 16. maí.

Skoðun
Fréttamynd

Breytum reiði í gleði

Natan Kolbeinsson skrifar

Ég var bara ungur sveinn en ég man svo vel eftir reiðinni sem var í samfélaginu eftir hrunið. Fólki fannst stjórnmálin hafa brugðist og kerfið allt. Ég skildi það ekki allt þá en ég fann reiðina sem kraumaði undir niðri. 

Skoðun
Fréttamynd

Látum fram­bjóð­endur njóta sann­mælis

Vésteinn Ólason skrifar

Það er óþarfi að telja upp alla kosti Katrínar Jakobsdóttur, eiginleika og reynslu sem gera hana frábærlega vel hæfa til að vera forseti. Ég held að fáir efist um þá ef þeir skoða hug sinn. En þó er eins og margir umturnist við tilhugsun um framboð hennar.

Skoðun

Björn Berg Gunnarsson

Til­greind sér­eign – Á ég að skrá mig?

Nú safna allir launþegar á Íslandi minnst 15,5% iðgjaldi í lífeyrissjóð. Eigið framlag okkar nemur 4% en vinnuveitandi bætir við minnst 11,5%. Í mörgum lífeyrissjóðum er nú í boði að ráðstafa 3,5% af því framlagi í tiltöluega nýlega tegund séreignarsparnaðar sem nefnist tilgreind séreign.


Meira

Kristrún Frostadóttir

Varan­legt vopna­hlé og sjálf­stæð Palestína

Undanfarna sex mánuði hefur heimurinn horft upp á hryllilega mannúðarkrísu stigmagnast á Gaza-ströndinni. Hungursneyð vofir yfir íbúum og nær ómögulegt er orðið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og heilbrigðisstarfsfólk að veita særðum og sjúkum aðstoð undir stöðugu sprengjuregni.


Meira

Ólafur Stephensen


Meira

Konráð S. Guðjónsson

Dellu­at­hvarf Stefáns

Í átökum fólks á milli verður atburðarásin stundum furðuleg. Þegar mikið er undir skiptir miklu máli að geta sýnt fram á hvers vegna þitt sjónarmið skiptir máli. Stundum verður kappið of mikið og beinum eða óbeinum blekkingum er beitt, sem verða stundum til fyrir misskilning.


Meira

Diljá Mist Einarsdóttir

Fjár­munum veitt þangað sem neyðin er mest

Þessa dagana ferðumst við, tveir fulltrúar frá utanríkismálanefnd Alþingis, um Síerra Leóne þar sem við kynnum okkur þróunarstarf Íslands í landinu. Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018 og í vikunni opnar þar formlega sendiskrifstofa til að halda utan um þróunarsamvinnuna.


Meira

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir

Ó­trú­verðugt plan að annars góðum mark­miðum

Álit fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir og er skýrt: Ný fjármálaáætlun geymir ekki betri verkfæri til að ná niður verðbólgu en sú síðasta. Áherslur eru ekki bara sagðar ógagnsæjar heldur ótrúverðugar. Útgjaldavöxturinn sé þannig að hann geti ekki borið sig. Ósjálfbær.


Meira

Andrés Ingi Jónsson

Við þurfum loftslagsaðgerðir, ekki grænþvott

Ríkisstjórnin starfar enn þá eftir aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem hefur ekki verið uppfærð í fjögur ár – það er á síðasta kjörtímabili. Stutta svarið er því að loftslagsstefnan er hvergi til þó hún birtist hins vegar í ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar.


Meira

Erna Bjarnadóttir

ESB jók framlög til landbúnaðar um 430 milljónir evra í sumar

Þann 26. júní sl. samþykkti framkvæmdastjórn ESB að auka framlög til landbúnaðar í aðildarríkjunum til að koma til móts við áhrif af óhagstæðu veðurfari, hækkun framleiðslukostnaðar og fjölbreyttum markaðs- og viðskiptatengdum áskorunum.


Meira

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Riðulaust Ís­land!

Nú liggur fyrir landsáætlun um riðuveikilaust Ísland sem ég hef birt í samráðgátt. Markar sú mikla vinna sem hefur átt sér stað innan matvælaráðuneytisins vatnaskil í baráttunni við riðuveiki á Íslandi og bind ég miklar vonir við breytta nálgun sem boðuð er í henni.


Meira

Halla Signý Kristjánsdóttir

Fram­sókn klárar verkin

Á helginni verður flokksþing Framsóknar haldið hér í Reykjavík, á þinginu hittist flokksfólk og fer yfir liðna daga og horfir til framtíðar. Ég hlakka til, það er alltaf gott að taka stöðina með grasrótinni. Enda getur Framsókn lagt sín verk á kjörtímabilinu og lengra aftur fram kinnroðalaust. Við höfum sömu orku og vilja til að klára verkin fram að næstu kosningum.


Meira

Gunnar Smári Egilsson

Framtíðin er í húfi

Sósíalistaflokkur Íslands sendir öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins og hvetur það til þátttöku, ekki bara í göngum dagsins heldur í verkalýðshreyfingunni almennt. Hreyfingin endurspeglar ekki vilja og vonir launafólks nema þegar þar er öflugt starf leitt af félagsfólki sjálfu.


Meira