Lífið samstarf

Bill Barton kemur í Augað í Kringlunni

Augað
Bill Barton, stofnandi gleraugnamerkisins Barton Perreira, mætir í gleraugnaverslunina Augað í Kringlunni á morgun þriðjudag ásamt fríðum hópi fólks. Þar verður sýnt það nýjasta úr 2024 línunni. 
Bill Barton, stofnandi gleraugnamerkisins Barton Perreira, mætir í gleraugnaverslunina Augað í Kringlunni á morgun þriðjudag ásamt fríðum hópi fólks. Þar verður sýnt það nýjasta úr 2024 línunni. 

Hópur snillinga frá gleraugnamerkinu Barton Perreira mætir í gleraugnaverslunina Augað í Kringlunni á morgun, þriðjudaginn 14. maí, og sýnir það nýjasta úr 2024 línunni. Með í för er Bill Barton, stofnandi gleraugnamerkisins, sem mun svara spurningum gesta og gefa góð ráð.

Viðburðurinn stendur yfir frá kl. 16.30 til 19 og verður boðið upp á léttar veitingar og góða stemningu.

Bill Barton er vel þekktur í hönnunarheiminum, en hann var forstjóri gleraugnaframleiðandans Oliver Peoples, sem síðar var selt til Oakley. Hann stofnaði svo gleraugnamerkið Barton Perreira árið 2007 með hönnuðinum Patty Perreira, en hún er líka hokin af reynslu í geiranum. 

Louis Vuitton hefur nú keypt Barton Perreira, en það er algert einsdæmi að Louis Vuitton kaupi merki eins og þetta og haldi áfram að keyra það sem sjálfstæða einingu.

Nýja línan inniheldur mörg skemmtileg gleraugu.

Mikil vinna og natni er lögð í hverja gleraugnaumgjörð hjá Barton Perreira. Þau leggja áherslu á sjálfbærni í framleiðsluferlinu, t.d. er efnið í umgjörðunum unnið úr bómull og við. Einnig er gaman að segja frá því að gleraugun eru öll framleidd í Japan. Þau leggja áherslu á mikilvægi handverks í hönnun gleraugnanna og gleraugun bera þess merki, falleg smáatriði, áferðin er mjúk og gleraugun sitja vel á andliti. Það tekur um 100-120 klukkustundir að framleiða Barton Perreira umgjörð.

Kíktu í Augað á morgun og kynntu þér stórskemmtilegar nýjungar frá Barton Perreira.

Kíktu í Augað í Kringlunni á morgun þriðjudag og kynntu þér það nýjasta og ferskasta í heimi gleraugna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×