Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eig­endur Akur­eyri Backpackers selja höllina

Hjónin og eigendur Akureyri Backpackers, Siguróli Kristjánsson, jafnan þekktur sem Moli, og eiginkona hans Elfa Björk Ragnarsdóttir, hafa sett glæsilegt einbýlishús við Mánahlíð á Akureyri til sölu. Ásett verð er 164,9 milljónir.

Fékk sér þrjú húð­flúr í and­litið

Eyrún Telma Jóns­dótt­ir aðalstjórnarkona Endósamtakanna fékk sér nýverið þrjú húðflúrið í andlitið. Hún deildi ferlinu með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Tiktok. Eyrún og eiginmaður hennar, Rúnar Hroði Geirmundsson styrktarþjálfari, skarta bæði fjölmörgum húðflúrum víðsvegar um líkamann. Bæði stefna þau á að húðflúra allan líkamann.

Stofnaði íþróttavörumerki tví­tug

„Ég stefni mjög langt með merkið,“ segir Lana Björk Kristinsdóttir, viðskiptafræðingur og barre-þjálfari. Hún var aðeins tvítug þegar hún stofnaði sína eigin íþróttavörulínu undir nafninu Kenzen.

Fjölgar í fjöl­skyldu Bjarna Ben

Mar­grét Bjarna­dótt­ir, kokkur og bæjarfulltrúi í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ern­ir Krist­ins­son viðskiptafræðingur, eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga þau Bjarna Þór sem er þriggja ára.

Gummi Marteins selur glæsihús í Garða­bæ

Guðmund­ur Marteins­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Bón­us, og eig­in­kona hans Ingi­björg B. Hall­dórs­dótt­ir hafa sett einbýlishús sitt við Hjálmakur í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 380 fermetra hús sem var byggt árið 2008.

Kjartan Henry og Helga selja í Vestur­bænum

Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur hafa sett íbúð sína við Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 89,9 milljónir.

Elli og María Birta eru stoltir fóstur­for­eldrar í Las Vegas

„Þetta er eitthvað sem voðalega fáir vita, eiginlega enginn,“ segir listamaðurinn Elli Egilsson. Hann og eiginkona hans María Birta Bjarnadóttir Fox hafa tekið börn að sér í tímabundið fóstur síðastliðin þrjú ár. Hjónin eru búsett í Las Vegas í Bandaríkjunum ásamt dóttur þeirra Ingaciu sem verður þriggja ára í september.

Sjá meira