Skoðanakannanir

Fréttamynd

Aug­­ljóst að fylgið er enn á veru­­legri hreyfingu

Fylgi við forsetaframbjóðendur er enn á verulegri hreyfingu nú þegar rúm vika er til kosninga, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hann segir mjög athyglisvert að forystusauðurinn Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með fjórðungsfylgi.

Innlent
Fréttamynd

Halla T skýst upp í annað sæti en Katrín leiðir

Halla Tómasdóttir skýst upp í annað sæti forsetaframbjóðenda í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Katrín Jakobsdóttir er aftur á móti með afgerandi forystu og marktækur munur er á fylgi hennar og Höllu.

Innlent
Fréttamynd

Halla orðin vin­sælasta plan B

Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðin klofin hvað varðar hval­veiðar

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru 49 prósent þjóðarinnar andvíg því að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði verði endurnýjað. 35 prósent eru því hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í spennandi og sögu­legar for­seta­kosningar

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir fylgi forsetaframbjóðenda að öllum líkindum verða á hreyfingu allt fram á kjördag og því útlit fyrir spennandi kosningar. Fylgi þriggja efstu frambjóðenda væri mjög jafnt og líklegt að forseti verði í fyrsta skipti kjörinn með innan við fjórðungi atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Katrín leiðir í nýrri könnun Prósents

Katrín Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, leiðir í nýjustu könnun Prósent með 22,1 prósenta fylgi. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með tæp tuttugu prósent sem er talsvert tap frá síðustu könnun Prósents. Baldur Þórhallsson mælist með 18,2 prósenta fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Fram­bjóð­endur geti nýtt sér skoðana­kannanir

Nokkrir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa lýst andúð sinni á skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga og að ekki megi draga ályktanir af þeim. Framkvæmdastjóri Prósents segir kannanirnar afar marktækar og að frambjóðendurnir sjálfir geti nýtt sér þær. 

Innlent
Fréttamynd

Dregur saman með efstu fram­bjóð­endum

Ekki er tölfræðilega marktækur munur á fylgi þriggja efstu frambjóðendanna til forseta í nýrri skoðanakönnun Gallup. Fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar Logadóttur minnkar milli kannana en Halla Tómasdóttir sækir á.

Innlent
Fréttamynd

Baldur vin­sælasta plan B

Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði.

Innlent
Fréttamynd

Katrín tekur for­ystuna á ný og Halla T í sókn

Katrín Jakobsdóttir tekur forystuna á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu en þó er ekki marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Halla Tómasdóttir er síðan í mikilli sókn og tæplega þrefaldar fylgi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Halla þótti standa sig best

Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri snið­gengu en ekki

Fleiri slepptu því að horfa á keppniskvöld Íslands í Eurovision þriðjudagskvöldið 7. maí heldur en horfðu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar Prósents en þar kemur fram að tæplega þriðjungur þjóðarinnar hafi horft á umrætt Eurovision kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Grafa skoðana­kannanir undan lýð­ræðinu?

Ég velti stundum fyrir mér markaðsrannsóknum og tilgangi þeirra þegar kemur að lýðræðislegum kosningum. Nú hafa slíkar rannsóknir augljóst mikilvægi á ýmsum sviðum og geta m.a. veitt dýrmæta innsýn í ýmiss samfélagsleg mál sem krefjast endurbóta.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgi Höllu hrundi eftir kappræðurnar á RÚV

Marktæk breyting varð á fylgi Höllu Hrundar Logadóttur, forsetaframbjóðanda, eftir kappræðurnar á RÚV 3. maí síðastliðinn. Fyrir kappræðurnar sögðust 33 prósent ætla að kjósa Höllu en tæplega 23 prósent eftir kappræðurnar. 

Innlent
Fréttamynd

Efstar með ómarktækan mun á milli sín

Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Katrín Jakobsdóttir kemur á hæla henni, en ómarktækur munur er á þeim tveimur. Þar á eftir koma Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr, en marktækur munur er á stuðningi við Katrínu og Baldur annars vegar og við Baldur og Jón hins vegar.

Innlent
Fréttamynd

Stuðnings­menn Katrínar á­huga­samari en aðrir

63 prósent landsmanna hafa mikinn áhuga á forsetakosningunum sem fram fara í júní. Fjórðungur kveðst hafa hvorki mikinn né lítinn áhuga og tólf prósent hafa lítinn áhuga. Stuðningsmenn Katrínar Jakobsdóttur eru með meiri áhuga á kosningunum en stuðningsmenn annarra frambjóðenda. 

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund á­fram efst

Halla Hrund Logadóttir mælist með 29,1 prósent fylgi í nýrri könnun markaðsrannsóknarfyrirtækisins EMC. Næst á eftir er Katrín Jakobsdóttir með 22,9 prósent fylgi og Baldur Þórhallsson með 21,8 prósent fylgi. 

Innlent
Fréttamynd

Fleiri svart­sýnir á gott gengi Heru

Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum.

Lífið
Fréttamynd

Sú sem var oftast nefnd ekki ein af fjórum efstu í könnunum

Utankjörfundarkosning til embættis forseta Íslands er hafin. Kosningin fer vel af stað en búist er við að allt að 55 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofa forvitnaðist í dag um hug landsmanna til kosninganna en sú sem var oftast nefnd er ekki ein af efstu fjórum í skoðannakönnunum.

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund eigi langt í land með að tryggja sér em­bættið

Almannatengill telur Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið. Hún, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, hafi ekki átt sinn besta dag í kappræðum Rúv í gær. Af efstu frambjóðendunum fjórum fannst honum Baldur Þórhallsson mæta best undirbúinn og gera fæst mistök.

Innlent
Fréttamynd

Ríf­lega fjöru­tíu prósent líst illa á Katrínu

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu líst 41 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Hún kemst þó ekki með tærnar þangað sem Arnar Þór Jónsson hefur hælana þegar kemur að óvinsældum. Sjötíu prósent svarenda líst illa á hann.

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund líka vin­sæll annar kostur

Í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru þátttakendur einnig spurðir að því hvaða forsetaframbjóðanda þeir gætu hugsað sér að kjósa, annan en þeir ætla að kjósa. Halla Hrund Logadóttir virðist vinsæll annar kostur.

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra.

Innlent