Áfram kalt og bætir í vind á morgun Hæð yfir Grænlandi og víðáttumikil lægð yfir Skandinavíu stýra veðrinu í dag þar sem búast má við norðaustlægri átt, víða stinningsgolu eða strekkingi og lítilsháttar éljum á Norður- og Austurlandi. Það mun svo bæta þar í ofankomu seint í dag. Veður
Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Ég veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun,“ sagði borðtenniskappinn Truls Möregårdh eftir að hafa misst stjórn á sér í örstutta stund í sænsku einvígi á lokamóti heimsmótaraðarinnar í Japan. Sport
Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Danska kvikmyndin Stúlkan með nálina (The Girl with the Needle/Pigen med nålen) er söguleg sálfræði hrollvekja sem nú er sýnd í Bíó Paradís. Leikstjóri hennar er Magnus von Horn, en hann skrifaði handritið ásamt Line Langebek. Myndin er lauslega byggð á sönnum atburðum um Dagmar Overbye, sem gaf sig út fyrir að aðstoða fátækar konur við að koma nýfæddum börnum í fóstur. Aðrar persónur myndarinnar eru hinsvegar hreinn skáldskapur. Gagnrýni
„Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það“ Jón Axel Guðmundsson ræddi við Val Pál Eiríksson fyrir leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Körfubolti
Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Landsvirkjun hefur ráðið Dr. Bjarna Pálsson í starf framkvæmdastjóra Vinds og jarðvarma. Bjarni var áður forstöðumaður Þróunar jarðvarma hjá Landsvirkjun. Viðskipti innlent
Munum áfram „velkjast um í heimi fjögurra prósenta raunvaxta“ Þótt ný þjóðhagsspá Seðlabankans geri ráð fyrir að verðbólgan verði farin að nálgast markmið um mitt næsta ár þá ætlar peningastefnunefndin ekki að láta mun betri horfur „slá ryki í augun á sér, að sögn hagfræðinga Arion banka, en einhver bið verður á því að aðhaldsstigið fari minnkandi. Útlit er fyrir töluverðar vaxtalækkanir á næstunni ef verðbólgan þróast í takt við væntingar en peningastefnunefndin mun hins vegar eftir sem áður vera varkár. Innherji
Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur nú yfir, 31 árið í röð. Markmið átaksins er vekja athygli á eldvörnum og öryggi á heimilum. Sem fyrr er höfuðáhersla lögð á mikilvægi reykskynjara. Gunnar Jón Ólafsson, verkefnastjóri eldvarnaeftirlits hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að skerpa þurfi á mikilvægi reykskynjara þegar kemur að öryggi heimafyrir. Þeir bjargi mannslífum. Samstarf