Viðskipti innlent

Mímir nýr for­stöðu­maður hjá Högum

Atli Ísleifsson skrifar
Mímir Hafliðason.
Mímir Hafliðason. Hagar

Mímir Hafliðason hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Högum, en staðan er ný innan samstæðunnar.

Í tilkynningu frá Högun segir að auk þess að leiða verkefni á sviði viðskiptaþróunar muni Mímir taka virkan þátt í stefnumótun fyrir Haga og dótturfélög sem og í vinnu sem tengist mögulegum kaupum og sölum á fyrirtækjum.

„Mímir hefur að undanförnu starfað sem ráðgjafi hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company í Danmörku. Þar áður starfaði Mímir um nokkurra ára skeið í stefnumótunarteyminu hjá Marel þar sem hann kom að ýmsum stefnumarkandi verkefnum og fjölda yfirtaka.

Mímir er með MBA gráðu frá Harvard Business School, og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×