Makamál

Gamaldags vinabeiðni endaði sem hjóna­band

Íris Hauksdóttir skrifar
Halli Melló og Matthildur hafa verið saman í fjórtán ár.
Halli Melló og Matthildur hafa verið saman í fjórtán ár. aðsend

Leikarinn geðþekki, Hallgrímur Ólafsson kynntist eiginkonu sinni, Matthildi Magnúsdóttur fyrir fjórtán árum en þau gengu í hjónaband árið 2018. Saman eiga þau tvo syni en áður átti Halli, eins og hann er alltaf kallaður, dóttur úr fyrra sambandi.

„Hún addaði mér bara á Facebook,“ segir Halli spurður hvernig kynni þeirra hafi komið til í viðtalsliðunum Ást er.

Vandræðalegi fyrsti kossinn virkaði

„Ég var ekkert að samþykkja hvern sem er á þessum tíma en kannaðist svo við hana að ég taldi mig þekkja hana en kom því alls ekki fyrir mig hvaðan. Það var svo ekki fyrr en einhverjum dögum síðar að ég skildi afhverju ég kannaðist svona við hana. Ég var þá að horfa á sjónvarpið og þar mætti mér andlitið á henni. Hún var sem sagt þula á Rúv.


Fyrsti kossinn: Vandræðalegur kveðjukoss eftir fyrsta stefnumót. Hann virkaði, held ég.

Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ég verð seint talinn rómantískur, en fyrsta myndin sem við Matthildur horfðum á saman var Benjamín dúfa. Hún telst nú varla rómantísk en augnablikið var það vissulega.

Halli segist seint verða talinn rómatískur.aðsend

Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Ég held að þú verðir að spyrja einhvern rómantískan að því.

Fyrsta gjöfin sem ég gaf konunni minni: Lopapeysa, mjög flott frá Farmers Market. Ég er nokkuð viss um að hún hafi verið ánægð með hana því hún skilaði henni að minnsta kosti ekki.

Fyrsta gjöfin sem Matthildur gaf Halla var að hans sögn afar rómantísk lopapeysa.aðsend

Fyrsta gjöfin sem konan mín gaf mér:  Hún gaf mér líka lopapeysu, mjög rómantíska lopapeysu. Ég er mikill Farmers Market maður og var yfir mig ánægður með hana.

Konan mín er: Matthildur Magnúsdóttir.

Sönn ást er að mati Halla að finna að maður skipti einhvern máli. aðsend

Rómantískasti staður á landinu: Stofan í Staðarhvammi.

Ást er: 

Að finna að maður skipti einhvern máli. Að finna að einhver sakni manns þegar maður er í burtu. Að finna að einhver gleðjist þegar maður er nálægur.


Tengdar fréttir

Huggu­­legt stefnu­­mót með konunni endaði með söng uppi á sviði í Eld­borg

Það var margt um manninn í Eldborg síðastliðið laugardagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson hélt stórtónleika í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Hallgrímur Ólafsson leikari, jafnan þekktur sem Halli Melló, tók lagið með Jóni en var það þó algjörlega óundirbúið og hafði Halli ekki hugmynd um það, fyrr en hann var kallaður upp á svið fyrir framan um 1500 tónleikagesti.

„Varð skotin í honum um leið og ég hitti hann“

Með huga fullan af hugmyndum og hjarta af eldmóð, réttlætiskennd og baráttuþreki hefur hin 25 ára Sólborg Guðbrandsdóttir lyft grettistaki í forvarna- og fræðslustarfi fyrir börn og unglinga. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×