Réttlát umskipti fyrir öll, ekki bara þau efnameiri Andrés Ingi Jónsson skrifar 14. september 2023 17:01 Baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir réttlátari og betri heimi. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að taka mið af því og tryggja það að öll geti tekið þátt í grænu umskiptunum, ekki bara þau efnameiri. Því miður hefur þetta verulega skort í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma stefnir í að ríkisstjórnin nái ekki einu sinni helmingi af loftslagsmarkmiðum sínum. Það ríkir neyðarástand í loftslagsmálum, en ekkert í aðgerðum ríkisstjórnarinnar ber þess merki. Samdráttur í losun nær ekki 55% markmiði ríkisstjórnarinnar heldur stefnir aðeins í 24% samdrátt fyrir árið 2030 miðað við útreikninga Umhverfisstofnunar. Þegar kemur að þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda, þá er langstærsta sneiðin líka sú sem einfaldast er að ná böndum á: losun af völdum vegasamgangna er þriðjungur þeirrar losunar. Hreinorkubílar eru hluti af lausninni, og sá hluti sem mest fjármagn hefur verið lagt í til þessa, en skilvirkustu aðgerðirnar eru svo einfaldar að við höfum öll þekkt þær lengi: að fá fólk til að taka strætó, hjóla og ganga. Auk þess að vera góðar loftslagsaðgerðir þá fylgir þeim svo margt annað jákvætt; þær nýtast fólki óháð efnahag, fólki af ólíkum aldri og þær leyfa yfirvöldum að hanna öruggara og skemmtilegra umhverfi í þéttbýli. Hjólum í aðgerðir Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á því hversu mikið fólk notar reiðhjól sem samgöngumáta og orðið augljóst að með því að styðja við þá þróun er hægt að ná raunverulegum orkuskiptum. Þegar fjármálaráðherra talar um að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins séu ekki lengur til staðar og að endurskoða þurfi sáttmálann, þá er hægt að benda honum á að slík endurskoðun geti aldrei haft annað en eitt í för með sér: að auka vægi almenningssamgangna, göngu- og hjólastíga. Það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að það var ekki fyrr en í kringum afgreiðslu fjárlaga 2019 sem ákveðið var að fella niður virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum – eftir að hafði komið í ljós í svari við fyrirspurn minni að sú aðgerð hefði ekki kostað nema 8% sem á þeim tíma rann til ívilnunar á rafmagns- og tengiltvinnbílum. Árið 2018 – áður en virðisaukaskattur var felldur niður upp að ákveðnu hámarki – voru flutt inn rúmlega 19 þúsund reiðhjól og rafmagnsreiðhjól. Í nýlegu svari við fyrirspurn varaþingmanns Pírata kemur fram að innflutningur hefur aukist jafnt og þétt, þannig að á síðasta ári voru samanlagt flutt inn 22% fleiri reiðhjól og rafmagnsreiðhjól en árið 2018. Rafmagnsreiðhjólin hafa tekið hraustlegt stökk upp á við, 45% aukning hefur orðið í innflutning þeirra á milli áranna 2018 til 2022. Hér er auðveldlega hægt að gera mikið betur. Almenningur er tilbúinn að leggja stjórnvöldum lið við að ná markmiðum í loftslagsmálum. Hámark niðurfellingar á virðisaukaskatti er í dag orðið allt of lágt miðað við það sem góð hjól kosta – og þá sérstaklega góð rafmagnshjól sem gera fólki auðvelt að stunda virka samgöngumáta árið um kring. Áætlað er að þessi skattastyrkur kosti ríkið 325 milljónir á ári. Til samanburðar fengu þrír stærstu styrkhafarnir í Orkusjóði álíka upphæð fyrir helgi, 306 milljónir samanlagt eða þriðjung af því sem Orkusjóður úthlutaði. Þarna er um að ræða stórfyrirtækin Samherja, Ísfélagið og Arnarlax, sem undanfarið hafa skilað gríðarlegum hagnaði, m.a. í krafti þess að þau nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar án þess að greiða eðlilegt gjald fyrir. Auðvitað er mikilvægt að ýta undir orkuskipti í atvinnulífinu. Ef stjórnvöldum finnst hins vegar þurfa að forgangsraða fjármunum er augljóst að fókusinn þarf að breytast – allt fólkið sem knýr reiðhjólabyltinguna áfram hlýtur að eiga skilið meiri stuðning til raunverulegra orkuskipta en þrjú stórfyrirtæki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir réttlátari og betri heimi. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að taka mið af því og tryggja það að öll geti tekið þátt í grænu umskiptunum, ekki bara þau efnameiri. Því miður hefur þetta verulega skort í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma stefnir í að ríkisstjórnin nái ekki einu sinni helmingi af loftslagsmarkmiðum sínum. Það ríkir neyðarástand í loftslagsmálum, en ekkert í aðgerðum ríkisstjórnarinnar ber þess merki. Samdráttur í losun nær ekki 55% markmiði ríkisstjórnarinnar heldur stefnir aðeins í 24% samdrátt fyrir árið 2030 miðað við útreikninga Umhverfisstofnunar. Þegar kemur að þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda, þá er langstærsta sneiðin líka sú sem einfaldast er að ná böndum á: losun af völdum vegasamgangna er þriðjungur þeirrar losunar. Hreinorkubílar eru hluti af lausninni, og sá hluti sem mest fjármagn hefur verið lagt í til þessa, en skilvirkustu aðgerðirnar eru svo einfaldar að við höfum öll þekkt þær lengi: að fá fólk til að taka strætó, hjóla og ganga. Auk þess að vera góðar loftslagsaðgerðir þá fylgir þeim svo margt annað jákvætt; þær nýtast fólki óháð efnahag, fólki af ólíkum aldri og þær leyfa yfirvöldum að hanna öruggara og skemmtilegra umhverfi í þéttbýli. Hjólum í aðgerðir Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á því hversu mikið fólk notar reiðhjól sem samgöngumáta og orðið augljóst að með því að styðja við þá þróun er hægt að ná raunverulegum orkuskiptum. Þegar fjármálaráðherra talar um að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins séu ekki lengur til staðar og að endurskoða þurfi sáttmálann, þá er hægt að benda honum á að slík endurskoðun geti aldrei haft annað en eitt í för með sér: að auka vægi almenningssamgangna, göngu- og hjólastíga. Það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að það var ekki fyrr en í kringum afgreiðslu fjárlaga 2019 sem ákveðið var að fella niður virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum – eftir að hafði komið í ljós í svari við fyrirspurn minni að sú aðgerð hefði ekki kostað nema 8% sem á þeim tíma rann til ívilnunar á rafmagns- og tengiltvinnbílum. Árið 2018 – áður en virðisaukaskattur var felldur niður upp að ákveðnu hámarki – voru flutt inn rúmlega 19 þúsund reiðhjól og rafmagnsreiðhjól. Í nýlegu svari við fyrirspurn varaþingmanns Pírata kemur fram að innflutningur hefur aukist jafnt og þétt, þannig að á síðasta ári voru samanlagt flutt inn 22% fleiri reiðhjól og rafmagnsreiðhjól en árið 2018. Rafmagnsreiðhjólin hafa tekið hraustlegt stökk upp á við, 45% aukning hefur orðið í innflutning þeirra á milli áranna 2018 til 2022. Hér er auðveldlega hægt að gera mikið betur. Almenningur er tilbúinn að leggja stjórnvöldum lið við að ná markmiðum í loftslagsmálum. Hámark niðurfellingar á virðisaukaskatti er í dag orðið allt of lágt miðað við það sem góð hjól kosta – og þá sérstaklega góð rafmagnshjól sem gera fólki auðvelt að stunda virka samgöngumáta árið um kring. Áætlað er að þessi skattastyrkur kosti ríkið 325 milljónir á ári. Til samanburðar fengu þrír stærstu styrkhafarnir í Orkusjóði álíka upphæð fyrir helgi, 306 milljónir samanlagt eða þriðjung af því sem Orkusjóður úthlutaði. Þarna er um að ræða stórfyrirtækin Samherja, Ísfélagið og Arnarlax, sem undanfarið hafa skilað gríðarlegum hagnaði, m.a. í krafti þess að þau nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar án þess að greiða eðlilegt gjald fyrir. Auðvitað er mikilvægt að ýta undir orkuskipti í atvinnulífinu. Ef stjórnvöldum finnst hins vegar þurfa að forgangsraða fjármunum er augljóst að fókusinn þarf að breytast – allt fólkið sem knýr reiðhjólabyltinguna áfram hlýtur að eiga skilið meiri stuðning til raunverulegra orkuskipta en þrjú stórfyrirtæki. Höfundur er þingmaður Pírata.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun