Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á náttúru Íslands og breyta lífsskilyrðum fólks hér á landi. Með þeim loftslagsbreytingum, sem þegar eru hafnar, fylgja vaxandi áskoranir fyrir efnahag, samfélag og náttúru landsins. Loftslagsvandinn mun hafa áhrif á verðlag, fjármálastöðugleika og öryggi fjármálakerfisins. Þetta kemur fram í fjórðu skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem birt er í dag og er verið að kynna á fundi í Grósku. Vísindaskýrsla um loftslagsbreytingar from Vedurstofa Islands on Vimeo. Skýrslan heitir Umfang og afleiðingar hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi: Fjórða samantektarskýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Loftslagsbreytingar stórt efnahagsmál Fram kemur í samantekt nýju skýrslunnar að loftslagsbreytingar hafi þegar haft áhrif á náttúru Íslands, þar á meðal afkomu jökla, vatnafar, lífríki á landi og aðstæður í sjó. Veðurfar og náttúruaðstæður á landinu og í hafinu umhverfis það verði í lok aldarinnar fordæmalausar frá upphafi byggðar á Íslandi. „Umtalsverð áhrif loftslagsbreytinga á atvinnuvegi, byggða innviði og efnahag skapa verulegar áskoranir, jafnvel í geirum þar sem viðbrögð við hlýnun geta haft jákvæð áhrif í för með sér,“ segir í samantektinni. „Sjávarstöðubreytingar og aukin náttúruvá geta aukið samfélagslegt tjón og áhrif loftslagsbreytinga erlendis skapað umtalsverða kerfisáhættu hérlendis, t.d. með áhrifum á aðfangakeðjur, fæðuöryggi og lýðheilsu. Loftslagsbreytingar eru stærsta heilsufarsógn sem mannkynið stendur frammi fyrir.“ Þá segir í skýrslunni að loftslagsvandinn sé stórt efnahagsmál sem muni hafa áhrif á verðlag, fjármálastöðugleika og öryggi fjármálakerfisins. „Aðlögun að og viðbrögð við loftslagsbreytingum hafa í för með sér áskoranir sem krefjast umbyltingar í neyslu, iðnaði og tækni. Áhrif loftslagsbreytinga ná meðal annars til félagslegra innviða, menningar, sjálfsmyndar þjóðar og vekja upp siðferðislegar spurningar gagnvart öðrum þjóðum, komandi kynslóðum og vistkerfum.“ Fjármögnun nauðsynleg Ályktanir nefndarinnar eru þónokkrar og felast meðal annars í því að sjávarstöðubreytingar verði mikil áskorun fyrir strandsamfélög, náttúruvá muni aukast og áhættumat og áhættustýring sé nauðsynlegur hluti af aðlögun að loftslagsbreytingum. Þá sé þekking á kerfislægum áhættum tengdum breytingunum mjög ábótavant og útbúa þurfi viðbragðsáætlanir til langs tíma. Þá sé nauðsynlegt að skilja áhrif breytinganna á samfélag og menningu, ekki síst til að tryggja réttlæti, styðja við lýðræði og aðgerðir. Þá sé skilningur á áhrifum loftslagsbreytinga á efnahag og atvinnuvegi og afleiddum samfélagslegum áhrifum forsenda aðgerða. Fjármálastofnanir eru farnar að huga að áhrifum loftslagsbreytinga á fjármálakerfi.Vísir/Vilhelm Ekki síst þurfi reglulega vöktun og greiningu á náttúrufari, lífríki og samfélagi. Til þess að þetta sé möguleiki þurfi hins vegar að tryggja fjármögnun og samstarf ólíkra vísindahópa. „Fjármögnun loftslagsaðgerða, þar með talið aðlögunar, þarf að vera trygg. Mikilvægt er að hvatar séu til staðar fyrir aðlögun og samdrátt í nettólosun gróðurhúsalofttegunda. Mismunandi form fjármögnunar þurfa að vera til staðar og samkeppnissjóðir henta ekki fyrir allar tegundir aðgerða,“ segir í skýrslunni. „Mikilvægt er að mótvægis- og aðlögunaraðgerðir auki ekki misskiptingu í samfélaginu. Sé þess ekki gætt eykst hætta á að það dragi úr áhrifum aðgerða, þær missi marks og skapi aðrar samfélagslegar áskoranir.“ Veðurfar gjörbreytt frá landnámi Allt stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok aldarinnar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Hugsanlegt er að veðurfar verði jafnvel án fordæma síðan síðasta jökulskeiði lauk fyrir um tíu þúsund árum. Samkvæmt loftslagslíkönum mun hlýnun á Íslandi nema um 1.0 til 1,7 °C frá meðaltali áranna 1986 til 2015. Lítill munur er á hlýnun milli ólíkra sviðsmynda um losun gróðurhúsalofttegunda. „Það breytir voða litlu fyrir hlýnun fram að miðbiki aldarinnar hvaða sviðsmynd er miðað við en eftir miðbik aldarinnar dregur á milli þeirra og þá skiptir sviðsmyndin máli,“ segir Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur og einn höfunda skýrslunnar. Á síðari hluta aldarinnar dregur sundur með ólíkum sviðsmyndum. Í heitustu sviðsmyndinni er hlýnun á Íslandi og nærliggjandi svæðum í lok aldar 3,5°C en 1,0°C í þeirri köldustu. Ólíklegt er þó að þær sviðsmyndir raungerist og líklegt talið að hlýnun í lok aldarinnar verði á bilinu 2,0 til 2,8°C. „Parísarviðmiðið er í raun tvær gráður en svo lofa þeir að kanna möguleikann á hinu, 1,5 gráðu. Þetta er svolítið hlýrra en það,“ segir Halldór og vísar til þessarar líklegu sviðsmyndar um hlýnun á bilinu 2,0 til 2,8 gráður. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það er hægt að ná 1,5 gráðu en það er kannski ekki bein leið að henni. Það er hægt að fara yfir og svo koma niður aftur ef við náum að þróa aðferðir til að fanga og farga koldíoxíði,“ segir Halldór. Jarðvegur misvel undirbúinn fyrir hamfararigningar Þá ber líkönum illa saman um úrkomubreytingar til loka aldarinnar en segir í skýrslunni að útlit sé fyrir að úrkoma aukist um rúmlega 1% fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Niðurstöður bendi hins vegar til að úrkomuaukning verði mest á haustmánuðum en minnst síðla vetrar. Ákefð úrkomu muni aukast og aftakaúrkoma geti aukist um 5 til 15%. Það er aukning um 4 til 15 mm á sólarhring frá núverandi úrkomu. Úrkomuákefð getur aukið álag á innviðina sem fyrir eru og ekki eru undir hana búnir.Vísir/Vilhelm „Það merkilega er að ef við skoðum svæði erlendis þar sem koma miklir þurrkar er að þá eru aftakarigningar að aukast á sömu svæðum. Það eru eins og það sé að lengjast í báða enda, annars vegar meiri þurrkur og hins vegar verri rigningar þegar rignir á annað borð,“ segir Halldór og nefnir að jarðvegur skipti miklu máli þegar kemru að rigningum og hvort hann sé undir það búinn að grípa allt það vatn sem rignir niður. „Á Íslandi er það til dæmis þannig að ef rignir mikið á miðhálendinu þá hripar það niður, þetta er mjög gljúpur jarðvegur, þetta eru hraun og það er alltaf þurrt. Síðan eru önnur svæði, til dæmis fjallshlíðar á Austurlandi og fjallshlíðar á Vesturlandi. Þessir jarðvegir bregðast mismunandi við rigningunum eftir því hvernig undirlagið er.“ Jöklar minnkað um 19% á rúmri öld Fram kemur í skýrslunni að jöklar á Íslandi hafa þegar minnkað um 19 prósent að flatarmáli frá þeim tíma sem þeir náðu mestri útbreiðslu í lok 19. Aldar. Nokkrir jöklar, til að mynda Ok, hafa horfið og aðrir eru að hverfa, til að mynda Torfajökull. Torfajökull mun hverfa á næstu árum eða áratugum.Vísir/RAX „Jöklar hegða sér mismunandi eftir því hvernig jökla við erum að tala um. Þá skiptir máli hvort jöklar standa hátt eða lágt. Almenna reglan er að jöklar sem standa hátt þola hitabreytingar almennt betur en jöklar sem eru flatir. Jökull sem er tiltölulega flatur, eins og til dæmis Þrándarjökull, nær ekki að safna snjó jafn hratt og hann bráðnar og getur þar af leiðandi horfið. Jöklar eins og Vatnajökull hins vegar eru mun lengur að hverfa,“ segir Halldór. Þá nefnir hann að rýrnun og hvarf jökla hafi ýmis áhrif á umhverfi sitt. „Augljósasta afleiðingin er sú að þetta er heilmikill vatnsforði, til dæmis fyrir virkjanir. Á meðan jöklarnir bráðna reyndar eykst afrennslið. Í sjálfu sér gæti verið alveg jafn mikil úrkoma eða meiri úrkoma en það sem bráðnar úr jöklunum ár hvert. En það sem jöklarnir gera er að þeir varðveita úrkomuna, í mörg ár og áratugi jafnvel þannig að rennslið er stöðugt.“ Þá hafi rýrnun jökla einnig áhrif á sjávarstöðu, sér í lagi stærri jöklar eins og Grænlandsjökull og Suðurskautsjökull. Þar skipi skipulagsyfirvöld mikilvægt hlutverk. Segir í skýrslunni að framtíð landhæðabreytinga sé mjög óviss, ekki síst eftir aldamótin 2100. „Sjávarstöðubreytingar munu halda áfram öldum saman jafnvel þó að náist að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Skipulagsákvarðanir sem teknar eru nú á dögum munu hafa áhrif á byggð og innviði í nokkur hundruð ár. Þess vegna þarf að taka tillit til komandi sjávarstöðubreytinga á þessari öld, og þeirri næstu, við skipulagsákvarðanir,“ segir í skýrslunni. Átak til að kortleggja kolefnisforða íslensks jarðvegs „Það sem þessi skýrsla flaggar meira en fyrri skýrslur er að með hlýnun breiðast tegundir, sem voru ekki hér áður, út miklu hraðar,“ segir Halldór. Óumdeilt er að loftslagsbreytingar muni hafa áhrif á lífríki, sama hvort það er á landi eða í sjó. Nefnir Halldór til dæmis jurtina stormþul, sem kom til landsins sem skrautblóm og gat ekki vaxið í villtri náttúru við komu. Með hlýnun síðustu áratugi sé blómið nú búið að dreifa mjög úr sér. „Sama er að gerast með fleiri tegundir. Þetta er mikið áhyggjuefni að því leyti að til dæmis stormþulur kæfir aðrar tegundir. Hlýnun almennt mun líklega fjölga gróðurdögum sem ætti að þýða að meiri gróður vaxi en því fylgja líka fleiri meindýr, ágengar tegundir geta tekið yfir og svo vitum við lítið hvað mun gerast með þurrka,“ segir Halldór. Lúpína er ein þeirra ágengu tegunda sem er mjög umdeild. Hún var flutt hingað til lands til að græða land sem erfitt var að græða. Á móti kemur að fáar aðrar plöntur komast að þar sem lúpínan kemur sér fyrir.Vísir/Vilhelm Veðuröfgar hafi einnig áhrif, eins og til dæmis í vor þegar mjög hlýtt var í veðri þangað til frysti í nokkrar vikur í maí, sem skemmdi mikið gróður. „Það sem mér finnst eiginlega klikkaðra er í fyrra, í nóvember þá er í raun heitasti nóvember sem við höfum séð og svo kemur kaldasti desember síðan frostaveturinn mikla. Reyndar ekki alls staðar en það voru staðir þar sem hefur ekki sést kaldari desember í heila öld,“ segir Halldór. Annað sem nefnt er í skýrslunni er að þekking á kolefnisforða íslensks jarðvegs sé brotakennd og fara þurfi í átak til að bæta þekkinguna hvað það varðar. „Ef menn ætla að nota sér landgræðingu eða það að moka aftur í skurði á einhvern hátt til að binda koldíoxíð úr loftinu þá þurfa menn að skilja hvernig þessi hringrás er. Það er líka mjög mikilvægt að hemja gróðureyðingu. Það er mjög mikið land að fjúka upp og þegar maður skoðar kolefnisbókhald Íslands í stóra skilningnum, þá þarf að taka þetta með,“ segir Halldór. Súrnun sjávar hraðari við Ísland en annars staðar Fram kemur í skýrslunni að hækkandi sjávarhiti hafi áhrif á útbreiðslusvæði margra lífvera sjávar og hafi til dæmis margar hlýsjávartegundur aukið útbreiðslu sína en útbreiðsla kaldsjávartegunda dregist saman. Sömuleiðis hafi súrnun sjávar orðið hraðari hér við land en að jafnaði í heimshöfunum. „Útreikningar sýna að einungis ef styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum lækkar tekst að snúa súrnun sjávar við,“ segir í skýrslunni. Halldór segir þessar breytingar í sjónum ekki jafn auðsjáanlegar og breytingar í lífríki á landi. „Í sjónum er þetta aðallega tilfærsla á tegundum. Góða og margnotaða dæmið er makríll og loðna: Makríllinn kemur inn um leið og hlýnar á meðan loðnan hopar. Kaldsjávartegundir færa sig norðar á meðan hlýsjávartegundirnar koma inn í staðinn,“ segir Halldór. Halldór Björnsson haf- og veðurfræðingur og einn höfunda skýrslunnar.Vísir/Vilhelm Breytingin sjáist einnig á stofnþróun sjófugla. Þeir sem éti sandsíli og loðnu eru að hopa en stofnar sem éta síld, makríl eða botnfisk hafi það miklu betra. „Verðmæti sjávarafurða fyrir okkur sem þjóð er óumdeilt og besta leiðin til að tryggja þær, af því að við erum að fara inn í mikið umbreytingaskeið og erum að sjá að það getur valdið álagi á vistkerfi, er að hlýfa kerfum fyrir öðru álagi. Þar má nefna álag vegna ofnýtingar, mengunar og annars slíks,“ segir Halldór og nefnir að nú sé mikilvægara en nokkru sinni hvað þetta varðar að hafa góða fiskveiðistjórn. Stærsta heilsufarsógn mannkyns Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru loftslagsbreytingar stærsta heilsufarsógn við mannkynið og segja skýrsluhöfundar ljóst að auka þurfi þekkingu á áhrifum loftslagsbreytinga á lýðheilsu og breytta sjúkdómsbyrði. Loðna er ein þeirra tegunda sem hopar frá Íslandsströndum vegna hlýnunar sjávar.Vísir/Sigurjón Tryggja þurfi aðgengi að heilbrigðisþjónustu, þar á meðal geðheilbrigðisþjónustu og fjárfesta í lýðheilsu, sem skili ábata og minnki veikleika gagnvart loftslagstengdri áhættu. Eru þar nefndir innviðir á borð við almenningssamgöngur, húsnæði, hreina orku, vatn og hreinlæti, aðgengi að hollum mat, félagsþjónustu og þátttöku í samfélaginu. „Samfélög, þar sem ójöfnuður er mikill, hafa minni viðnámsþrótt gagnvart áhrifum loftslagsbreytinga, sem sagt flóðum, hita og þurrki. Rannsóknir sýna að viðkvæmir og jaðarsettir hópar standa alla jafna hallari fæti gagnvart heilsufarsógnum vegna loftslagsbreytinga,“ segir í skýrslunni. Landbúnaður og fæðuöryggi berskjölduð Eins og fram hefur komið segir í skýrslunni að loftslagsbreytingar, afleiðingar og viðbrögð við þeim geri þær að einu stærsta efnahagsmáli samtímans. Þekking á þessu sé þó takmörkuð og brýna þurfi rannsóknir á samfélags- og efnahagslegum áhrifum breytinganna. „Ræktunarmöguleikar nytjaplanta munu aukast en sveiflur í veðurfari, sníkjudýr, þurrkar og gróðureldar auka áhættu. Íslenskur landbúnaður og fæðuöryggi eru berskjölduð fyrir röskunum aðfangakeðja erlendis,“ segir í skýrslunni. Landbúnaður er berskjaldaður vegna loftslagsbreytinga.Vísir/Vilhelm Þá segir einnig að fjármála- og vátryggingastarfsemi geti orðið fyrir áhrifum af loftslagsbreytingum, haft áhrif á hvernig veðurtengdri áhættu er stýrt og hvernig bætt er fyrir afleiðingar alvarlegra veðuratburða og náttúruhamfara. „Þú getur ímyndað þér gamalt hverfi, þar sem kannski helmingur íbúa er með húsnæðislán. Síðan hækkar sjávarstaðan og fer að spilla hverfinu og frá sjónarhorni banka þá hvílir lánasafn á eignasafninu í og ef eignasafnið skemmist er lánasafnið í hættu. Þá er þetta fjármálastöðugleikavandamál í verstu sviðsmyndum. Svona hlutir eru eitthvað sem bankar og fjármálastofnanir eru farnar að taka til sín – hversu mikil loftslagsáhætta er í lánasafninu okkar?“ segir Halldór sem dæmi um þetta. Þó það sé gott að fjármálastofnanir séu farnar að huga að loftslagsmálum og áhrifum þeirra á samfélagið sé það þó enginn léttir. „Það væri miklu meira gaman ef menn hefðu tekið þessu alvarlega árið 1990 og þá værum við ekki í þessum vanda. Mér er ekkert létt þegar ég sé áhrifin gerast,“ segir Halldór. Hann bætir við að tryggja þurfi fjármagn til að bregðast við þessum áskorunum. Skýrslan í takt við aðrar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsáðherra segir innihald skýrslunnar skýrt og í takt við þær loftslagsskýrslur sem komið hafa út að undanförnu. „Við erum að sjá bæði hækkun sjávar, við erum að sjá aukna hættu á ofanflóðum og hluti sem við erum að bregðast við. Þessi skýrsla er náttúrulega ekki ein, við erum búin að koma með skýrslu um aðlögun að þessum breytingum, sömuleiðis um náttúruvá sem kom fyrir nokkrum mánuðum. Þessar skýrslur tala allar í sömu áttina, að við þurfum að skipuleggja okkur og undirbúa okkur undir breyttar aðstæður,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Vísir/Arnar „Við erum að leggja mikla áherslu á ofanflóðamálin og settum 35 milljarða í það. Annað eins er eftir, miðað við óbreyttar forsendur en við erum að koma með frumvarp þar sem við munum taka líka inn atvinnustarfsemi sem ekki hefur verið lagt upp með að verja til þessa. Sömuleiðis verður farið í vinnu með öðrum ráðuneytum því sumt er ekki á okkur þegar kemur að náttúruhamfaratryggingum og öðru.“ Stóra málið sé að koma upplýsingum áleiðis til annarra ráðuneyta, sveitarfélaga og almennings. „Við þurfum að skipuleggja okkur út frá þessum breyttu forsendum. Síðan leggjum við höfuðáherslu á að fá betri upplýsingar því allar þessar skýrslur leggja mikla áherslu á að við vitum ekki nægilega mikið um landið okkar og náttúruvána og það er það sem við höfum verið að forgangsraða í og munum halda áfram að gera. Við þurfum að byggja okkar ákvarðanir í nútíð og framtíð á bestu mögulegu upplýsingum.“ Þurfi að leggja meiri áherslu á fjármögnun loftslagsaðgerða Eins og Halldór benti á þarf að tryggja fjármagn til að ná öllum þeim markmiðum sem stefnt er að. Guðlaugur segir alveg örugglega ekki verið að setja of mikið fjármagn í málaflokkinn. „En við höfum forgangsraðað eins og við höfum getað innan okkar ramma, til dæmis með því að styrkja Veðurstofuna til þessara verkefna og sömuleiðis allar þessar skýrslur. En það liggur alveg fyrir að við þurfum að leggja meiri áherslu á þetta og það er eitthvað sem við þurfum að hafa í huga þegar við gerum fjármálaáætlanir og fjárlög,“ segir Guðlaugur. „Því meiri vitund sem er um þessi mál því betra. Þá er tryggt að það sé eins góður skilningur og hægt er hjá þeim sem með þessi mál fara. Þar er ríkisvaldið svo sannarlega fyrirferðarmest en það skiptir líka mjög miklu máli að bæði sveitarfélög, atvinnulífið og aðrir séu með þessar upplýsingar og það sé skilningur að við séum að forgangsraða fjármunum með þessum hætti. Fólk verður auðvitað að hafa sem bestar upplýsingar um hvað stjórnmálamenn eru að gera og af hverju.“ Loftslagsmál Umhverfismál Fréttaskýringar Tengdar fréttir Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. 26. september 2023 21:15 Staðlar og aðgerðir í loftslagsmálum á Íslandi Umhverfisstofnun hefur nú skilað landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins og var það opinberað í dag. Í stuttu máli er óhætt að fullyrða að við séum ekki á góðum stað hvað varðar að uppfylla skuldbindingar okkar. 19. apríl 2023 13:31 Guðlaugur felur Ásmundi lykilhlutverk í orkumálum til framtíðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað Ásmund Friðriksson, samflokksþingmann sig í Sjálfstæðisflokknum, fomann starfshóps til að kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Er þar m.a. átt við aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. 14. apríl 2023 15:34 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent
Þetta kemur fram í fjórðu skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem birt er í dag og er verið að kynna á fundi í Grósku. Vísindaskýrsla um loftslagsbreytingar from Vedurstofa Islands on Vimeo. Skýrslan heitir Umfang og afleiðingar hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi: Fjórða samantektarskýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Loftslagsbreytingar stórt efnahagsmál Fram kemur í samantekt nýju skýrslunnar að loftslagsbreytingar hafi þegar haft áhrif á náttúru Íslands, þar á meðal afkomu jökla, vatnafar, lífríki á landi og aðstæður í sjó. Veðurfar og náttúruaðstæður á landinu og í hafinu umhverfis það verði í lok aldarinnar fordæmalausar frá upphafi byggðar á Íslandi. „Umtalsverð áhrif loftslagsbreytinga á atvinnuvegi, byggða innviði og efnahag skapa verulegar áskoranir, jafnvel í geirum þar sem viðbrögð við hlýnun geta haft jákvæð áhrif í för með sér,“ segir í samantektinni. „Sjávarstöðubreytingar og aukin náttúruvá geta aukið samfélagslegt tjón og áhrif loftslagsbreytinga erlendis skapað umtalsverða kerfisáhættu hérlendis, t.d. með áhrifum á aðfangakeðjur, fæðuöryggi og lýðheilsu. Loftslagsbreytingar eru stærsta heilsufarsógn sem mannkynið stendur frammi fyrir.“ Þá segir í skýrslunni að loftslagsvandinn sé stórt efnahagsmál sem muni hafa áhrif á verðlag, fjármálastöðugleika og öryggi fjármálakerfisins. „Aðlögun að og viðbrögð við loftslagsbreytingum hafa í för með sér áskoranir sem krefjast umbyltingar í neyslu, iðnaði og tækni. Áhrif loftslagsbreytinga ná meðal annars til félagslegra innviða, menningar, sjálfsmyndar þjóðar og vekja upp siðferðislegar spurningar gagnvart öðrum þjóðum, komandi kynslóðum og vistkerfum.“ Fjármögnun nauðsynleg Ályktanir nefndarinnar eru þónokkrar og felast meðal annars í því að sjávarstöðubreytingar verði mikil áskorun fyrir strandsamfélög, náttúruvá muni aukast og áhættumat og áhættustýring sé nauðsynlegur hluti af aðlögun að loftslagsbreytingum. Þá sé þekking á kerfislægum áhættum tengdum breytingunum mjög ábótavant og útbúa þurfi viðbragðsáætlanir til langs tíma. Þá sé nauðsynlegt að skilja áhrif breytinganna á samfélag og menningu, ekki síst til að tryggja réttlæti, styðja við lýðræði og aðgerðir. Þá sé skilningur á áhrifum loftslagsbreytinga á efnahag og atvinnuvegi og afleiddum samfélagslegum áhrifum forsenda aðgerða. Fjármálastofnanir eru farnar að huga að áhrifum loftslagsbreytinga á fjármálakerfi.Vísir/Vilhelm Ekki síst þurfi reglulega vöktun og greiningu á náttúrufari, lífríki og samfélagi. Til þess að þetta sé möguleiki þurfi hins vegar að tryggja fjármögnun og samstarf ólíkra vísindahópa. „Fjármögnun loftslagsaðgerða, þar með talið aðlögunar, þarf að vera trygg. Mikilvægt er að hvatar séu til staðar fyrir aðlögun og samdrátt í nettólosun gróðurhúsalofttegunda. Mismunandi form fjármögnunar þurfa að vera til staðar og samkeppnissjóðir henta ekki fyrir allar tegundir aðgerða,“ segir í skýrslunni. „Mikilvægt er að mótvægis- og aðlögunaraðgerðir auki ekki misskiptingu í samfélaginu. Sé þess ekki gætt eykst hætta á að það dragi úr áhrifum aðgerða, þær missi marks og skapi aðrar samfélagslegar áskoranir.“ Veðurfar gjörbreytt frá landnámi Allt stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok aldarinnar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Hugsanlegt er að veðurfar verði jafnvel án fordæma síðan síðasta jökulskeiði lauk fyrir um tíu þúsund árum. Samkvæmt loftslagslíkönum mun hlýnun á Íslandi nema um 1.0 til 1,7 °C frá meðaltali áranna 1986 til 2015. Lítill munur er á hlýnun milli ólíkra sviðsmynda um losun gróðurhúsalofttegunda. „Það breytir voða litlu fyrir hlýnun fram að miðbiki aldarinnar hvaða sviðsmynd er miðað við en eftir miðbik aldarinnar dregur á milli þeirra og þá skiptir sviðsmyndin máli,“ segir Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur og einn höfunda skýrslunnar. Á síðari hluta aldarinnar dregur sundur með ólíkum sviðsmyndum. Í heitustu sviðsmyndinni er hlýnun á Íslandi og nærliggjandi svæðum í lok aldar 3,5°C en 1,0°C í þeirri köldustu. Ólíklegt er þó að þær sviðsmyndir raungerist og líklegt talið að hlýnun í lok aldarinnar verði á bilinu 2,0 til 2,8°C. „Parísarviðmiðið er í raun tvær gráður en svo lofa þeir að kanna möguleikann á hinu, 1,5 gráðu. Þetta er svolítið hlýrra en það,“ segir Halldór og vísar til þessarar líklegu sviðsmyndar um hlýnun á bilinu 2,0 til 2,8 gráður. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það er hægt að ná 1,5 gráðu en það er kannski ekki bein leið að henni. Það er hægt að fara yfir og svo koma niður aftur ef við náum að þróa aðferðir til að fanga og farga koldíoxíði,“ segir Halldór. Jarðvegur misvel undirbúinn fyrir hamfararigningar Þá ber líkönum illa saman um úrkomubreytingar til loka aldarinnar en segir í skýrslunni að útlit sé fyrir að úrkoma aukist um rúmlega 1% fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Niðurstöður bendi hins vegar til að úrkomuaukning verði mest á haustmánuðum en minnst síðla vetrar. Ákefð úrkomu muni aukast og aftakaúrkoma geti aukist um 5 til 15%. Það er aukning um 4 til 15 mm á sólarhring frá núverandi úrkomu. Úrkomuákefð getur aukið álag á innviðina sem fyrir eru og ekki eru undir hana búnir.Vísir/Vilhelm „Það merkilega er að ef við skoðum svæði erlendis þar sem koma miklir þurrkar er að þá eru aftakarigningar að aukast á sömu svæðum. Það eru eins og það sé að lengjast í báða enda, annars vegar meiri þurrkur og hins vegar verri rigningar þegar rignir á annað borð,“ segir Halldór og nefnir að jarðvegur skipti miklu máli þegar kemru að rigningum og hvort hann sé undir það búinn að grípa allt það vatn sem rignir niður. „Á Íslandi er það til dæmis þannig að ef rignir mikið á miðhálendinu þá hripar það niður, þetta er mjög gljúpur jarðvegur, þetta eru hraun og það er alltaf þurrt. Síðan eru önnur svæði, til dæmis fjallshlíðar á Austurlandi og fjallshlíðar á Vesturlandi. Þessir jarðvegir bregðast mismunandi við rigningunum eftir því hvernig undirlagið er.“ Jöklar minnkað um 19% á rúmri öld Fram kemur í skýrslunni að jöklar á Íslandi hafa þegar minnkað um 19 prósent að flatarmáli frá þeim tíma sem þeir náðu mestri útbreiðslu í lok 19. Aldar. Nokkrir jöklar, til að mynda Ok, hafa horfið og aðrir eru að hverfa, til að mynda Torfajökull. Torfajökull mun hverfa á næstu árum eða áratugum.Vísir/RAX „Jöklar hegða sér mismunandi eftir því hvernig jökla við erum að tala um. Þá skiptir máli hvort jöklar standa hátt eða lágt. Almenna reglan er að jöklar sem standa hátt þola hitabreytingar almennt betur en jöklar sem eru flatir. Jökull sem er tiltölulega flatur, eins og til dæmis Þrándarjökull, nær ekki að safna snjó jafn hratt og hann bráðnar og getur þar af leiðandi horfið. Jöklar eins og Vatnajökull hins vegar eru mun lengur að hverfa,“ segir Halldór. Þá nefnir hann að rýrnun og hvarf jökla hafi ýmis áhrif á umhverfi sitt. „Augljósasta afleiðingin er sú að þetta er heilmikill vatnsforði, til dæmis fyrir virkjanir. Á meðan jöklarnir bráðna reyndar eykst afrennslið. Í sjálfu sér gæti verið alveg jafn mikil úrkoma eða meiri úrkoma en það sem bráðnar úr jöklunum ár hvert. En það sem jöklarnir gera er að þeir varðveita úrkomuna, í mörg ár og áratugi jafnvel þannig að rennslið er stöðugt.“ Þá hafi rýrnun jökla einnig áhrif á sjávarstöðu, sér í lagi stærri jöklar eins og Grænlandsjökull og Suðurskautsjökull. Þar skipi skipulagsyfirvöld mikilvægt hlutverk. Segir í skýrslunni að framtíð landhæðabreytinga sé mjög óviss, ekki síst eftir aldamótin 2100. „Sjávarstöðubreytingar munu halda áfram öldum saman jafnvel þó að náist að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Skipulagsákvarðanir sem teknar eru nú á dögum munu hafa áhrif á byggð og innviði í nokkur hundruð ár. Þess vegna þarf að taka tillit til komandi sjávarstöðubreytinga á þessari öld, og þeirri næstu, við skipulagsákvarðanir,“ segir í skýrslunni. Átak til að kortleggja kolefnisforða íslensks jarðvegs „Það sem þessi skýrsla flaggar meira en fyrri skýrslur er að með hlýnun breiðast tegundir, sem voru ekki hér áður, út miklu hraðar,“ segir Halldór. Óumdeilt er að loftslagsbreytingar muni hafa áhrif á lífríki, sama hvort það er á landi eða í sjó. Nefnir Halldór til dæmis jurtina stormþul, sem kom til landsins sem skrautblóm og gat ekki vaxið í villtri náttúru við komu. Með hlýnun síðustu áratugi sé blómið nú búið að dreifa mjög úr sér. „Sama er að gerast með fleiri tegundir. Þetta er mikið áhyggjuefni að því leyti að til dæmis stormþulur kæfir aðrar tegundir. Hlýnun almennt mun líklega fjölga gróðurdögum sem ætti að þýða að meiri gróður vaxi en því fylgja líka fleiri meindýr, ágengar tegundir geta tekið yfir og svo vitum við lítið hvað mun gerast með þurrka,“ segir Halldór. Lúpína er ein þeirra ágengu tegunda sem er mjög umdeild. Hún var flutt hingað til lands til að græða land sem erfitt var að græða. Á móti kemur að fáar aðrar plöntur komast að þar sem lúpínan kemur sér fyrir.Vísir/Vilhelm Veðuröfgar hafi einnig áhrif, eins og til dæmis í vor þegar mjög hlýtt var í veðri þangað til frysti í nokkrar vikur í maí, sem skemmdi mikið gróður. „Það sem mér finnst eiginlega klikkaðra er í fyrra, í nóvember þá er í raun heitasti nóvember sem við höfum séð og svo kemur kaldasti desember síðan frostaveturinn mikla. Reyndar ekki alls staðar en það voru staðir þar sem hefur ekki sést kaldari desember í heila öld,“ segir Halldór. Annað sem nefnt er í skýrslunni er að þekking á kolefnisforða íslensks jarðvegs sé brotakennd og fara þurfi í átak til að bæta þekkinguna hvað það varðar. „Ef menn ætla að nota sér landgræðingu eða það að moka aftur í skurði á einhvern hátt til að binda koldíoxíð úr loftinu þá þurfa menn að skilja hvernig þessi hringrás er. Það er líka mjög mikilvægt að hemja gróðureyðingu. Það er mjög mikið land að fjúka upp og þegar maður skoðar kolefnisbókhald Íslands í stóra skilningnum, þá þarf að taka þetta með,“ segir Halldór. Súrnun sjávar hraðari við Ísland en annars staðar Fram kemur í skýrslunni að hækkandi sjávarhiti hafi áhrif á útbreiðslusvæði margra lífvera sjávar og hafi til dæmis margar hlýsjávartegundur aukið útbreiðslu sína en útbreiðsla kaldsjávartegunda dregist saman. Sömuleiðis hafi súrnun sjávar orðið hraðari hér við land en að jafnaði í heimshöfunum. „Útreikningar sýna að einungis ef styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum lækkar tekst að snúa súrnun sjávar við,“ segir í skýrslunni. Halldór segir þessar breytingar í sjónum ekki jafn auðsjáanlegar og breytingar í lífríki á landi. „Í sjónum er þetta aðallega tilfærsla á tegundum. Góða og margnotaða dæmið er makríll og loðna: Makríllinn kemur inn um leið og hlýnar á meðan loðnan hopar. Kaldsjávartegundir færa sig norðar á meðan hlýsjávartegundirnar koma inn í staðinn,“ segir Halldór. Halldór Björnsson haf- og veðurfræðingur og einn höfunda skýrslunnar.Vísir/Vilhelm Breytingin sjáist einnig á stofnþróun sjófugla. Þeir sem éti sandsíli og loðnu eru að hopa en stofnar sem éta síld, makríl eða botnfisk hafi það miklu betra. „Verðmæti sjávarafurða fyrir okkur sem þjóð er óumdeilt og besta leiðin til að tryggja þær, af því að við erum að fara inn í mikið umbreytingaskeið og erum að sjá að það getur valdið álagi á vistkerfi, er að hlýfa kerfum fyrir öðru álagi. Þar má nefna álag vegna ofnýtingar, mengunar og annars slíks,“ segir Halldór og nefnir að nú sé mikilvægara en nokkru sinni hvað þetta varðar að hafa góða fiskveiðistjórn. Stærsta heilsufarsógn mannkyns Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru loftslagsbreytingar stærsta heilsufarsógn við mannkynið og segja skýrsluhöfundar ljóst að auka þurfi þekkingu á áhrifum loftslagsbreytinga á lýðheilsu og breytta sjúkdómsbyrði. Loðna er ein þeirra tegunda sem hopar frá Íslandsströndum vegna hlýnunar sjávar.Vísir/Sigurjón Tryggja þurfi aðgengi að heilbrigðisþjónustu, þar á meðal geðheilbrigðisþjónustu og fjárfesta í lýðheilsu, sem skili ábata og minnki veikleika gagnvart loftslagstengdri áhættu. Eru þar nefndir innviðir á borð við almenningssamgöngur, húsnæði, hreina orku, vatn og hreinlæti, aðgengi að hollum mat, félagsþjónustu og þátttöku í samfélaginu. „Samfélög, þar sem ójöfnuður er mikill, hafa minni viðnámsþrótt gagnvart áhrifum loftslagsbreytinga, sem sagt flóðum, hita og þurrki. Rannsóknir sýna að viðkvæmir og jaðarsettir hópar standa alla jafna hallari fæti gagnvart heilsufarsógnum vegna loftslagsbreytinga,“ segir í skýrslunni. Landbúnaður og fæðuöryggi berskjölduð Eins og fram hefur komið segir í skýrslunni að loftslagsbreytingar, afleiðingar og viðbrögð við þeim geri þær að einu stærsta efnahagsmáli samtímans. Þekking á þessu sé þó takmörkuð og brýna þurfi rannsóknir á samfélags- og efnahagslegum áhrifum breytinganna. „Ræktunarmöguleikar nytjaplanta munu aukast en sveiflur í veðurfari, sníkjudýr, þurrkar og gróðureldar auka áhættu. Íslenskur landbúnaður og fæðuöryggi eru berskjölduð fyrir röskunum aðfangakeðja erlendis,“ segir í skýrslunni. Landbúnaður er berskjaldaður vegna loftslagsbreytinga.Vísir/Vilhelm Þá segir einnig að fjármála- og vátryggingastarfsemi geti orðið fyrir áhrifum af loftslagsbreytingum, haft áhrif á hvernig veðurtengdri áhættu er stýrt og hvernig bætt er fyrir afleiðingar alvarlegra veðuratburða og náttúruhamfara. „Þú getur ímyndað þér gamalt hverfi, þar sem kannski helmingur íbúa er með húsnæðislán. Síðan hækkar sjávarstaðan og fer að spilla hverfinu og frá sjónarhorni banka þá hvílir lánasafn á eignasafninu í og ef eignasafnið skemmist er lánasafnið í hættu. Þá er þetta fjármálastöðugleikavandamál í verstu sviðsmyndum. Svona hlutir eru eitthvað sem bankar og fjármálastofnanir eru farnar að taka til sín – hversu mikil loftslagsáhætta er í lánasafninu okkar?“ segir Halldór sem dæmi um þetta. Þó það sé gott að fjármálastofnanir séu farnar að huga að loftslagsmálum og áhrifum þeirra á samfélagið sé það þó enginn léttir. „Það væri miklu meira gaman ef menn hefðu tekið þessu alvarlega árið 1990 og þá værum við ekki í þessum vanda. Mér er ekkert létt þegar ég sé áhrifin gerast,“ segir Halldór. Hann bætir við að tryggja þurfi fjármagn til að bregðast við þessum áskorunum. Skýrslan í takt við aðrar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsáðherra segir innihald skýrslunnar skýrt og í takt við þær loftslagsskýrslur sem komið hafa út að undanförnu. „Við erum að sjá bæði hækkun sjávar, við erum að sjá aukna hættu á ofanflóðum og hluti sem við erum að bregðast við. Þessi skýrsla er náttúrulega ekki ein, við erum búin að koma með skýrslu um aðlögun að þessum breytingum, sömuleiðis um náttúruvá sem kom fyrir nokkrum mánuðum. Þessar skýrslur tala allar í sömu áttina, að við þurfum að skipuleggja okkur og undirbúa okkur undir breyttar aðstæður,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Vísir/Arnar „Við erum að leggja mikla áherslu á ofanflóðamálin og settum 35 milljarða í það. Annað eins er eftir, miðað við óbreyttar forsendur en við erum að koma með frumvarp þar sem við munum taka líka inn atvinnustarfsemi sem ekki hefur verið lagt upp með að verja til þessa. Sömuleiðis verður farið í vinnu með öðrum ráðuneytum því sumt er ekki á okkur þegar kemur að náttúruhamfaratryggingum og öðru.“ Stóra málið sé að koma upplýsingum áleiðis til annarra ráðuneyta, sveitarfélaga og almennings. „Við þurfum að skipuleggja okkur út frá þessum breyttu forsendum. Síðan leggjum við höfuðáherslu á að fá betri upplýsingar því allar þessar skýrslur leggja mikla áherslu á að við vitum ekki nægilega mikið um landið okkar og náttúruvána og það er það sem við höfum verið að forgangsraða í og munum halda áfram að gera. Við þurfum að byggja okkar ákvarðanir í nútíð og framtíð á bestu mögulegu upplýsingum.“ Þurfi að leggja meiri áherslu á fjármögnun loftslagsaðgerða Eins og Halldór benti á þarf að tryggja fjármagn til að ná öllum þeim markmiðum sem stefnt er að. Guðlaugur segir alveg örugglega ekki verið að setja of mikið fjármagn í málaflokkinn. „En við höfum forgangsraðað eins og við höfum getað innan okkar ramma, til dæmis með því að styrkja Veðurstofuna til þessara verkefna og sömuleiðis allar þessar skýrslur. En það liggur alveg fyrir að við þurfum að leggja meiri áherslu á þetta og það er eitthvað sem við þurfum að hafa í huga þegar við gerum fjármálaáætlanir og fjárlög,“ segir Guðlaugur. „Því meiri vitund sem er um þessi mál því betra. Þá er tryggt að það sé eins góður skilningur og hægt er hjá þeim sem með þessi mál fara. Þar er ríkisvaldið svo sannarlega fyrirferðarmest en það skiptir líka mjög miklu máli að bæði sveitarfélög, atvinnulífið og aðrir séu með þessar upplýsingar og það sé skilningur að við séum að forgangsraða fjármunum með þessum hætti. Fólk verður auðvitað að hafa sem bestar upplýsingar um hvað stjórnmálamenn eru að gera og af hverju.“
Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. 26. september 2023 21:15
Staðlar og aðgerðir í loftslagsmálum á Íslandi Umhverfisstofnun hefur nú skilað landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins og var það opinberað í dag. Í stuttu máli er óhætt að fullyrða að við séum ekki á góðum stað hvað varðar að uppfylla skuldbindingar okkar. 19. apríl 2023 13:31
Guðlaugur felur Ásmundi lykilhlutverk í orkumálum til framtíðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað Ásmund Friðriksson, samflokksþingmann sig í Sjálfstæðisflokknum, fomann starfshóps til að kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Er þar m.a. átt við aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. 14. apríl 2023 15:34