Fótbolti

UEFA í­hugar að halda sig við 26 leik­menn á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ítalía er ríkjandi Evrópumeistari.
Ítalía er ríkjandi Evrópumeistari. Laurence Griffiths/Getty Images

Það gæti farið svo að lið á Evrópumóti karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar verði með alls 26 leikmenn í leikmannahópi sínum líkt og á EM 2020 og í Katar 2022.

Eftir að kórónuveiran skall á heimsbyggðinni hefur ýmislegt breyst í knattspyrnunni. Til að mynda eru nú fimm skiptingar leyfðar frekar en aðeins þrjár eins og áður var. Landsliðshópar voru stækkaðir á EM 2022 og á HM sem fram fór í Katar 2022.

Nú hefur verið greint frá því að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sé að íhuga að leyfa það á nýjan leik. Fram að því var talið öruggt að hóparnir myndu fara aftur niður í 23 leikmenn.

Fundað verður 8. apríl og ákvörðun tekin í kjölfarið. EM í Þýskalandi hefst svo 14. júní og lýkur 14. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×