Innlent

For­­seta­­fram­bjóð­endur í Pall­­borðinu klukkan 13 á morgun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Jón Gnarr, Baldur Þórhallsson og Halla Hrund Logadóttir verða gestir Pallborðsins á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13.
Jón Gnarr, Baldur Þórhallsson og Halla Hrund Logadóttir verða gestir Pallborðsins á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13.

Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar.

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar nýtur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, forskots á aðra frambjóðendur með 31,4 prósent fylgi.

Katrínu var boðin þátttaka í Pallborðinu en kemst ekki vegna fyrri skuldbindinga.

Næstur á eftir Katrínu er Baldur með 24 prósent, þá Jón með 18,9 prósent og Halla Hrund með 10,5 prósent.

Bilið á milli Katrínar og Baldurs er tölfræðilega marktækt og ýmis teikn á lofti um að hiti sé að færast í baráttuna. Fregnir hafa borist af ófrægingarherferð gegn Baldri sökum kynhneigðar hans og þá hefur Jón skotið á Katrínu, sem hann sakar meðal annars um að hafa hlaupið frá hálfkláruðu verki.

Baráttan um Bessastaði verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 13 á morgun, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.


Tengdar fréttir

Katrín leiðir og hefur töl­fræði­lega mark­tækt for­skot á Baldur

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×