Innlent

Svona var Pall­borðið með Arnari Þór, Ás­dísi Rán og Ástþóri

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Arnar Þór, Ásdís Rán og Ástþór verða gestir Pallborðsins í dag. Pallborðið verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14.
Arnar Þór, Ásdís Rán og Ástþór verða gestir Pallborðsins í dag. Pallborðið verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14.

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson verða gestir Pallborðsins klukkan 14 í dag, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Af frambjóðendunum þremur mældist aðeins Arnar Þór með stuðning yfir einu prósenti í Þjóðarpúlsi Gallup, sem var tekinn 17. til 22. apríl og er nýjasta skoðanakönnunin sem gerð er á fylgi þeirra sem hafa boðið sig fram til forseta.

Reyndist Arnar njóta stuðnings þriggja prósenta aðspurðra. 

Samkvæmt skoðanakönnun Prósents, sem gerð var 9. til 14. apríl, mældist Arnar Þór með 2,9 prósent, Ásdís Rán með 0,8 prósent og Ástþór með 0,4 prósent. Þá sögðust 3,2 prósent ætla að kjósa Arnar Þór og 0,6 prósent Ástþór í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sem var framkvæmd dagana 5. til 8. apríl,

Arnar Þór, Ástþór og Ásdís Rán hafa ekki látið slakt gengi í skoðanakönnunum á sig fá og þegar hún skilaði inn framboði sínu í Hörpu í dag sagði Ásdís Rán vera „kona með kjark“.

„Ég held bara að ég hafi fengið alveg rosalega góða þjálfun erlendis, ég hef verið í hálfgerðu ambassador-starfi, og hef verið að kynna land og þjóð út um allan heim í viðtölum. Já, ég held að ég sé mjög hæf að taka að mér þetta starf.“

Hér fyrir neðan má finna Pallborðið í heild.

Þá er fylgst með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið fréttinni ef vaktin birtist ekki strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×