„Þetta styrkti mig rosalega en þetta braut mig líka“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. maí 2024 07:00 Una Torfadóttir tónlistarkona ræddi við blaðamann um nýja plötu og viðburðarík síðastliðin ár hjá sér. Vísir/Vilhelm „Ég man að hafa hugsað um það hvað mér fannst þetta fáránlegt því maður á að vera ódauðlegur þegar að maður er tvítugur. Ég á að vera bara spennt fyrir lífinu og ekki hrædd. En núna er ég hrædd og okei hvað ætla ég að gera við það?“ segir tónlistarkonan Una Torfadóttir um það þegar hún greindist með krabbamein. Una hefur komið víða að í íslensku tónlistarlífi á undanförnum tveimur árum og var nú að senda frá sér plötuna Sundurlaus samtöl. Blaðamaður ræddi við Unu um hennar listrænu vegferð, ástina, fjölskylduna, veikindin, samband við sjálfa sig og fleira. Nálgast lögin af meiri þroska Á plötu Unu er að vinna fjöldann allan af lögum sem hún hefur samið í gegnum tíðina. Hún er óhrædd að nálgast viðfangsefni á borð við ástarsorg og gerir það af ákveðinni yfirvegun. „Sum af þessum lögum eru samin þegar að ég var hvorki þroskuð né yfirveguð, stundum var ég bara sautján ára. En það er svo gaman að rifja lögin upp núna, þetta lög sem ég er búin að eiga í mörg ár og spila mjög oft. Nú get ég nálgast þau af aðeins meiri þroska, gefið þeim það pláss sem mér finnst þau verðskulda og vinna hljóðheiminn með inntak laganna í huga.“ Una segir að þetta hafi verið mjög gefandi og fallegt ferli að safna lögunum saman í plötu. „Þetta var líka frekar borðleggjandi því ég er búin að vera að spila þessi lög í mörg ár og hef alltaf haft trú á þeim. Ég hef samið helling af lögum og þessi lög á plötunni hafa allavega staðist tímans tönn hvað mig varðar. Þess vegna vildi ég setja þau í fast form þannig að áhugasamir gætu hlustað að vild en ekki bara þegar að mér dettur í hug að flytja þau,“ segir Una brosandi. Una segir að það hafi verið borðleggjandi að gefa út plötuna. Vísir/Vilhelm Tilfinningavera frá ungum aldri Una hefur að eigin sögn alla tíð verið dugleg að semja út frá tilfinningum sínum og er óhrædd við að vera berskjölduð í sinni textasmíð. „Ég samdi einu sinni lag þegar að ég var níu ára held ég sem byrjaði á: Have you ever been heartbroken? Well I have,“ segir Una og hlær. Þannig að ég hef alltaf verið mikil tilfinningavera og alltaf verið mjög opin bók gagnvart vinum mínum og fjölskyldunni minni. Mér finnst það bara ekki vandræðalegt. Ég held að það sé af því að foreldrar mínir bjuggu til svo öruggt og opið rými heima þar sem að við tölum mikið um tilfinningar, bæði mamma og pabbi minn líka. Við höfum gaman að því að sitja lengi og tala um hvernig okkur líður, afhverju og hvaðan það kemur og það hefur aldrei verið neitt vandræðalegt í kringum það.“ Una segir að það hafi sömuleiðis styrkt hana í því að tjá sig opinberlega. „Ég veit líka að fólki líður alls konar og það er ekkert spennandi eða nýtt við það sem ég er að upplifa. Það sem ég get fært fólki er kannski bara leiðir til þess að orða þessar sammannlegu tilfinningar sem við upplifum öll.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra flutning Unu á laginu Fyrrverandi: Bera virðingu fyrir fortíð hvors annars Hafsteinn kærasti Unu, gjarnan þekktur sem Ceasetone, vinnur mikið með henni bæði í stúdíóinu og við að koma fram. Fortíðin þvælist ekki fyrir hjá parinu og segir Una að sambandið einkennist af trausti. „Ég er mjög þakklát fyrir það að hvorki ég né kærastinn minn erum afbrýðisamar týpur. Mér finnst svo gaman að heyra af hans ástarsögum fyrir mína tíð, að ímynda mér hann í menntaskóla að verða ástfanginn. Mér finnst það svo dásamlegt og fallegt. Sömuleiðis að hann geti svo líka hlustað á mínar sögur og bara samgleðst mér, af því að auðvitað þykir okkur vænt um alls konar minningar þó að sumt hafi runnið sitt skeið. Allir kaflar í lífinu geta gefið manni svo margt ef maður velur að viðhalda minningunni og ýta ekki öllu til hliðar. Maður velur að hugsa: Þetta var það sem ég vildi á þessum tíma og það er svo margt sem ég get lært frá því.“ View this post on Instagram A post shared by Hafsteinn Þráinsson (@ceasetone) Ástin blómstrar í list og lífi Parið kynntist upphaflega í stúdíóinu og byrjuðu sem samstarfsfélagar áður en ástin blómstraði. „Ég var að vinna EP plötuna mína sem ég gerði í samvinnu við Hildi Kristínu. Hún sagðist þekkja gaur í húsinu sem var með stúdíó og hann gæti örugglega aðstoðað okkur aðeins. Svo hitti ég þennan gaur sem var Haffi. Hann er mjög rólegur og svolítið inn í sig og ég átti bara mjög erfitt með að lesa hann þegar að ég hitti hann fyrst. En hann var mjög til í að skoða þetta og hlusta á efnið, svo svarar hann og er til í að vinna með okkur.“ Una segist hafa fundið sterka tengingu til hans þegar að þau fóru að vinna saman. „Hann skilur allar hugmyndirnar mínar strax og grípur. Hans músíkalska innsæi var að tala við mitt, mér fannst hugmyndirnar sem hann var að koma með svo sterkar. Það er svolítið skemmtilegt við listina að maður kynnist annarri hlið á samskiptum þegar að maður er að vinna með fólki. Þá er eitthvað sem heillar mann rosalega sem er tengt vinnunni og ég sagðist bara vilja vinna meira með honum.“ Árið 2022 urðu svo straumhvörf í sambandinu. „Þá páska fór ég á Aldrei fór ég Suður með bróður mínum Tuma en kærastan hans heitir Salóme Katrín og er Ísfirðingur. Hún og Haffi voru að spila saman og ég veit ekki, ég held að það hafi bara eitthvað smollið í hausnum á mér. Ég fattaði allt í einu bara já djók, ég var bara ógeðslega skotin í Haffa. Þannig að ég lét vaða, dró hann út á dansgólf og kyssti hann. Það reyndist rétt innsæi hjá mér því hann opnaði sig eftir það á sínar tilfinningar og við ákváðum bara að láta reyna á þetta.“ Una treysti innsæi sínu þegar hún féll fyrir Hafsteini. Vísir/Vilhelm Allt hægt eftir að hafa unnið plötu saman Aðspurð hvort það geti stundum verið flókið að vinna náið með maka sínum segir hún: „Algjörlega, það er stundum mjög flókið. Ég get verið mjög góð í að vera mjög prófessjonal. En þegar að ég er með mínu nánasta fólki þá get ég átt erfitt með að ráða við stóru tilfinningarnar, ef ég er óörugg með mig eða ósátt með eitthvað þá er ég ekkert sérstaklega yfirveguð með það. Ég hef alveg nokkrum sinnum farið að grenja uppi í stúdíói því ég er bara eitthvað: Ég er ömurleg söngkona Hafsteinn. Við höfum líka rifist stundum og verið mjög ósammála. Það er bara hin hliðin á því sem er svo stórkostlegt, við erum með hjartað hundrað prósent í þessu og við elskum hvort annað svo mikið. Það er svo mikil ástríða fyrir því að sigrast á hindrunum þegar þær koma. Það er meira í húfi þegar þú ert að vinna svona mikið með makanum þínum en sigrarnir eru líka svo stórir. Það er svo ótrúlega gaman að geta opnað sig alveg upp á gátt í listrænu samstarfi. Ég treysti honum fyrir öllu sem ég er að gera og öfugt. Ég er líka óhrædd við að segja ef mér finnst eitthvað glatað. Þegar maður vinnur með fólki er maður stundum svolítið að ritskoða sig en í þessu látum við bara algjörlega vaða og erum óhrædd við að tjá okkur. Við höfum hingað til verið mjög góð í að vinna okkur í gegnum árekstra. Ég mæli með því ef maður er í góðu sambandi að prófa að gera eitthvað skapandi og skemmtilegt saman. Það var líka einhver sem sagði um daginn: Ég held að ef þú getur gert plötu með makanum þínum þá getið þið gert allt saman,“ segir Una kímin. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Súrrealískt að greinast með krabbamein tvítug Una segir stórar tilfinningar hluta af sínu lífi og hefur sömuleiðis gengið í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni. Þegar að hún var tuttugu ára gömul greinist hún með heilaæxli sem breytti algjörlega hennar upplifun á lífinu. „Ég er mjög hörð sjálfa við mig og það er kannski það sem ég er mest búin að vera að vinna í. Ég er að reyna að vinna stóru tilfinningunum einhvern heilbrigðan farveg. Því það er rosalega vont þegar maður finnur þær hlaupa með sig í gönur. Eins og þegar að ég verð reið og veit ekki hvernig ég á að ráða við það eða óöryggið lamar mig í heilan dag eða einhver kvíði. Það breyttist náttúrulega svo margt hjá mér þegar að ég veiktist af krabbameini. Það er bara eitthvað svo ótrúlega vitlaust að lenda í því þegar að maður er tvítugur. Það er bara eins og meðvitundin nái ekki utan um það án þess að maður breytist svolítið mikið. Ég man að hafa hugsað um það þegar að ég var veik hvað mér fannst þetta fáránlegt því maður á að vera ódauðlegur þegar að maður er tvítugur. Ég á að vera bara spennt fyrir lífinu og ekki hrædd. En núna er ég hrædd og okei hvað ætla ég að gera við það? Þannig að það var rosalega margt sem ég lærði og þetta styrkti mig rosalega mikið en þetta braut mig líka. Það eru alls konar hlutir sem ég er enn að reyna að vinna í og finna út úr. En ég myndi segja að ég sé betri manneskja eftir þetta og ég er dýpri en ég var. Ef maður velur að nýta reynsluna þá gefur hún manni svo mikið, í staðinn fyrir að reyna að gleyma.“ Una Torfadóttir segir að það hafi bæði byggt hana upp og brotið hana niður að greinast með krabbamein tuttugu ára gömul. Það er mikilvægt fyrir hana að nýta reynsluna og horfa fram á við. Vísir/Vilhelm Í essinu sínu á sviðinu Tónlistin hefur nýst Unu sem öflugt haldreipi í gegnum hæðir og lægðir lífsins. Hún upplifir sjálfa sig upp á sitt allra besta þegar að hún er stödd uppi á sviði. „Sérstaklega ef ég er vel upp lögð og í sambandi við sjálfa mig, þá á ég svo auðvelt með að komast í samband við salinn. Mér líður eins og ég sé að gera eitthvað sem skiptir máli, eins og ég sé að leggja mitt af mörkum, deila einhverju sem mér finnst satt og fallegt. Að finna fyrir því að fólk er glatt, fólk er að fagna með mér, það er bara alveg það besta í heimi. Þar upplifi ég mjög sterka tilfinningu fyrir tilgangi. Mér finnst svo ótrúlega magnað að það sé til fólk sem sér ekki tilganginn í listsköpun eða framkomu og fussar og sveiar yfir öllum peningunum sem fara í þetta. Mér líður eins og ég sé sannasta og tærasta útgáfa af sjálfri mér. Maður fer í beina tengingu við það sem er svo mannlegt. Það er samkenndin og að deila augnabliki með fólki.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra Unu Torfa flytja lagið Ekkert að: Mikið gerst á fjórum árum Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á síðustu árum hjá Unu en hún segir sömuleiðis mikilvægt að staldra við. „Í dag er ég svo ótrúlega þakklát og oftast er ég bara mjög glöð. Það eru alls konar verkefni sem ég er að vinna í. Ég gaf út fyrsta lagið mitt fyrir tveimur árum, það er svo gott fyrir mig að minna mig á það. Stundum fæ ég svo mikla vaxtarverki yfir þessu öllu, lífið mitt hefur breyst svo rosalega mikið á rosalega stuttum tíma. Tveimur árum áður en ég gaf út fyrsta lagið mitt þá var ég að greinast með krabbamein. Það er svo mikilvægt að halda samhenginu, þetta er stuttur tími og það er ekkert skrýtið að þetta sé stundum erfitt fyrir mig. Ég er að reyna að vera auðmjúk og þolinmóð. Það er stundum smá verkefni að taka þetta allt inn, að taka inn jákvæða athygli og taka við fólkinu sem vill hlusta á mig og halda með mér. Að vera í núvitund og þakklæti. Ég minni mig líka oft á það að maður veit ekkert hvað svona endist lengi. Það er bara ótrúlega gaman að vera til núna. Ég er að gera það sem mér finnst skemmtilegast, ég er að vinna með fólki sem ég elska, ég er að ferðast fullt um landið og fá að spila á viðburðum þar sem fólk er að skemmta sér konunglega og það er svo gaman.“ Una elskar að koma fram og fá tækifæri til þess að flytja tónlistina sína og mynda tengsl við áhorfendur. Vísir/Vilhelm Fór heim til stelpu til að spila lagið fyrir hana Eins og áður kemur fram er Una óhrædd við að berskjalda sig í textum sínum og syngur meðal annars um gömul sambönd. Blaðamaður spyr hana þá hvort hún láti fyrrum maka sína vita áður en hún gefur út lag. „Ég var rosalega upptekin af því þegar að ég var að byrja að semja að láta fólk vita ef lögin voru tengd þeim. Ég fór einu sinni heim til stelpu sem ég samdi lag um og ég spilaði það fyrir hana. Ég lét hana bara setjast niður og horfa á mig. Ég hélt á þessum tíma að ég væri að vera svo hugulsöm, ég var bara svo hrædd um að hún yrði pirruð eða henni fyndist þetta ekki sanngjarnt. Ég var alltaf að hugsa að ég yrði að gefa fólki tækifæri til þess að meðtaka þetta í friði áður en þetta væri út.“ Hún segist svo hafa áttað sig á því að það gæti verið smá tilætlunarsemi að gera ráð fyrir því að umræddir aðilar vildu ræða við hana um listina hennar. „Þegar öllu er á botninn hvolft er ég alltaf að semja um sjálfa mig, þó að maður semji um minningar sem maður átti með öðrum. Ég er með mitt sjónarhorn, mínar tilfinningar og ég ætla ekki að leggja það á fólk að þetta sé eitthvað samstarfsverkefni sem fólk þarf að kvitta undir. Ég ætla líka bara að láta fólk í friði og gera mitt. Ég hef samt líka alltaf reynt að vanda mig að vera sanngjörn. Ég held að listrænt séð sé áhugaverðara að líta inn á við en að benda á einhvern annan og segja þú ert svo glötuð týpa. Frekar að hugsa um sig, afhverju var maður eins og maður var og afhverju fór þetta eins og þetta fór. Það er allavega minn útgangspunktur í minni listsköpun, ég,“ segir Una og hlær. Una segir að hún semji alltaf fyrst og fremst um sjálfa sig og út frá sjálfri sér. Sömuleiðis er hún óhrædd við að líta inn á við í sinni textasmíð. Vísir/Vilhelm „Ef ég væri strákur þá væri ég pottþétt skotin í henni“ Í gegnum tíðina hefur Una tamið sér að fylgja flæðinu og vera sveigjanleg. Hún kom út úr skápnum á fyrsta árinu sínu í MR þegar að hún áttaði sig á því að hún hreifst líka af stelpum. „Ég á gamlar dagbókarfærslur frá því ég var níu eða tíu ára þar sem ég var að skrifa um einhverja vinkonu mína og sagði: Ef ég væri strákur þá væri ég pottþétt skotin í henni. Það er svo grillað hvað heterónormatívt samfélag ruglar mikið í manni. Mér bara datt ekki í hug í mörg ár að ég væri neitt annað en gagnkynhneigð. Svo fór mér að detta það í hug og þá tók það þrjú til fjögur ár þar sem ég var í algjöru sjálfskaparvíti í miklu ströggli með sjálfsmyndina mína og hugsaði: Ef ég er ekki gagnkynhneigð hvað er ég þá, hvað þýðir það fyrir mína framtíð og hvernig lítur hún þá út? Þá lítur hún allt öðruvísi út en ég var búin að sjá fyrir mér og mér fannst þetta bara rosalega flókið. Það byggði ekki á neinum ótta við utanaðkomandi dómhörku annarra eða að ég yrði ekki samþykkt. Það var miklu frekar að ég þurfti að vera viss með það hvernig mér leið með þetta áður en ég opnaði á þetta.“ Una segist þakklát samtali sem hún átti við vinkonu sína sem varð henni ákveðin vitundarvakning. „Ég sagði: Málið er bara að við lifum í svo klámvæddu samfélagi og það er búið að kyngera konuna svo mikið að það langar bara alla að fara í sleik við stelpur. Hún var bara nei Una, þú gætir ekki borgað mér fyrir að fara í sleik við stelpu,“ segir Una og skellir upp úr. „Þá var ég bara ó, ég er kannski komin aðeins of djúpt í minn spíral. Það var rosalega gott að taka þetta í sátt. Það sem ég hef líka verið að læra allt mitt líf er að reyna að verða sveigjanlegri. Því ég er smá stirð týpa, smá svona allt eða ekkert, og það myndast panik ástand í heilanum mínum þegar að ég uppgötva eitthvað nýtt um sjálfa mig.“ Una kom út úr skápnum þegar að hún var sextán ára.Vísir/Vilhelm Engir leikir, bara einlæg ást Ástin þróaðist svo á einlægan og afslappaðan hátt hjá henni og Hafsteini. „Það voru engir leikir. Hann var á leið út á túr með Daða Frey og við töluðum saman kvöldið áður og ákváðum bara að kýla á þetta. Ég var búin að þekkja hann í dálítinn tíma og ég var svo tilbúin að fara í eitthvað sem var svona beint af augum. Við vorum ekkert að spila með hvort annað eða fíflast með þetta, þetta var bara mjög einlægt og einfalt, sem var mjög gott.“ Fjölskylda Unu er mjög mikil tónlistarfjölskylda og hefur alltaf stutt við bakið á henni. „Við syngjum mikið og syngjum í röddum eiginlega í hvert skipti sem við hittumst.“ Móðir Unu er Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. Faðir Unu, Torfi, er lektor í háskólanum, og hann byrjaði að vinna heima þegar að Una og Tumi bróðir hennar voru lítil svo að það væri einhver heima þegar að þau kæmu úr skólanum. „Hann hefur ekkert hætt því síðan! Alla mína barnæsku þegar að ég var að spila á píanóið, góla og syngja ógeðslega hátt sama lagið kannski fimm sinnum í röð þá situr pabbi bara nokkrum metrum fyrir aftan mig og er að vinna í tölvunni. Það var aldrei sussað á mig. Það var alltaf í boði að syngja og tjá sig og þetta var svo hvetjandi umhverfi. Þau vildu alltaf heyra það sem ég var að semja og sýndu því mikinn áhuga. Ég hef í raun aldrei pælt í því en það er náttúrulega algjör gjöf að geta samið svona persónuleg lög heima hjá sér og það byggir náttúrulega á því að eiga svona opið samband við foreldra sína.“ Þau vita alltaf allt sem er í gangi hjá mér þannig að það eru engar fréttir fyrir þeim þó að ég sé að semja fyrrverandi. Þau eru bara já, já einmitt,“ segir Una og hlær. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Ræða lítið um pólitík heima Una fæddist heima hjá sér í Vesturbæ og býr þar ennþá. Fjölskyldan hefur alla tíð verið mjög samheldin. „Þegar að fólk kemst að því að mamma mín sé Svandís Svavarsdóttir þá fara sérstaklega jafnaldrar mínir oft að tala við mig um pólitík og halda kannski að ég sé með eitthvað „inside scoop“. Auðvitað tala foreldrar mínir alveg um vinnuna heima en við mig tölum við miklu meira um listir, menningu, líðan, upplifanir, alls konar pælingar um lífið og það er bara svo margt sem okkur finnst gaman að tala um annað en vinnuna. Þetta er ekki meðvitað við tölum ekki um vinnuna heima eða að við viljum vera eitthvað lokuð heldur er þetta bara að okkur finnst svo gaman að hanga saman, elda saman og borða, hlusta á tónlist og syngja, þannig að það skapar eitthvað skjól, hvað okkur finnst næs að vera saman.“ Tengsl við fólk það mikilvægasta Una lítur björtum augum til framtíðarinnar og er ekki í því að gera of stór plön en hefur áhuga á mörgu. „Ég er nefnilega líka hvatvís og fylgin sjálfri mér. Ég var á sviðshöfundabraut í LHÍ, hætti þar og fór að læra klæðskurð í Tækniskólanum. Svo þurfti ég að hætta þar því það var svo mikið að gera í þessum giggum. Ég hef alltaf verið spennt fyrir kennslu og alltaf haft mikinn áhuga á öllum skapandi greinum. Ég gæti alveg hugsað mér að kenna, skrifa meira, vinna í leikhúsinu eða bara sjá hvað gerist. Ég veit að það sem skiptir mig mestu máli í lífinu eru tengsl við fólk. Ég vil geta unnið með það og að sama skapi verið með svigrúm til að sinna fjölskyldu og vinum. Mér finnst það bara best í heimi að eyða tíma með þeim.“ Það er margt á döfinni hjá henni og má þar meðal annars nefna tónleika með Sinfó 16. maí í Hörpu en nánari upplýsingar um þá má nálgast hér. „Ég var að hlusta á demó útgáfur af útsetningunum heima og ég fór að gráta. Allir sem fíla það sem ég gera munu fíla þetta. Þetta verður alveg ótrúlega flott.“ Una hlakkar mikið til að halda tónleika með Sinfó þar sem lögin hennar verða spiluð. Vísir/Vilhelm Segir orð Unnar Aspar ómetanleg Sömuleiðis vinnur Una að söngleiknum Stormi í Þjóðleikhúsinu ásamt Unni Ösp sem verður frumsýndur í byrjun næsta árs. Unnur Ösp deildi fallegri færslu um Unu á dögunum sem vakti mikla athygli. „Ég er svo þakklát að hafa kynnst svona fólki sem segir það sem það hugsar upphátt. Við erum oft með eitthvað fallegt til að segja en kannski segjum það ekki upphátt eða orðum það ekki nákvæmlega,“ segir Una um orð Unnar og bætir við: „Ég held að við öll sem erum að búa til list sækjum í einhverja viðurkenningu og staðfestingu á því að það sem við erum að reyna að koma til skila skili sér. Það er svolítið tilfinningin sem ég fæ þegar að einhver eins og Unnur Ösp segir eitthvað svona. Mér líður eins og ég hafi gert eitthvað rétt. Ég er rosalega þakklát að hún hafi gefið sér tíma til að skrifa þetta. Mér líður líka svo vel í kringum hana. Mér finnst svo mikið til hennar koma og mér finnst hún svo ótrúlega hjartahlý og falleg manneskja. Mér finnst það líka sjást á því að við kynntumst þegar að ég var að byrja í Þjóðleikhúsinu sem dresser. Það var áður en ég var einhver opinber týpa, að hjálpa henni að klæða sig í skó og renna kjólnum hennar. Hún horfði samt alltaf í augun á mér, vildi vita hvað ég héti og hvað ég væri að gera í lífinu. Hún er bara þannig gerð, hún leggur sig fram við að kynnast fólki og er mjög mikið hjarta,“ segir Una brosandi að lokum. Hér má hlusta á Sundurlaus samtöl á streymisveitunni Spotify. Tónlist Ástin og lífið Krabbamein Menning Tónleikar á Íslandi Leikhús Helgarviðtal Tengdar fréttir Una Torfa negldi slagara með Fleetwood Mac Í síðasta þætti af Kvöldstund með Eyþóri Inga mætti söngkonan Una Torfadóttir sem gestur. 30. apríl 2024 10:30 Vont að vera lítið barn þegar það var talað illa um mömmu Söngkonan Una Torfadóttir segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir áhersluna á tónlist þegar hún var að alast upp í Vesturbænum. Hún segist alltaf hafa haft sterka réttlætiskennda, segist takast á við tilfinningar sínar með tónlistinni og kveðst vera orðin þreytt á að tala um krabbameinið sem hún sigraðist á þegar hún var tvítug. 9. nóvember 2023 07:00 Fallegur flutningur Unu Torfa á laginu Ekkert að Söngkonan Una Torfa flutti lagið Ekkert að í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Þátturinn var sýndur á Stöð 2 í gær. 11. nóvember 2022 15:30 Samdi lög um ástarsorg áður en hún upplifði hana sjálf Una Torfadóttir var að gefa út sitt fyrsta lag í dag en sem barn skrifaði hún dramatíska texta um ástarsorg sem hún hafði aldrei upplifað. Í dag býr hún yfir mikilli lífsreynslu sem hún vinnur meðal annars úr með því að semja tónlist. 18. mars 2022 13:31 Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Frumsýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið „Þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða“ Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard Enginn súr í sætu teiti í Ásmundarsal „Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Sjá meira
Nálgast lögin af meiri þroska Á plötu Unu er að vinna fjöldann allan af lögum sem hún hefur samið í gegnum tíðina. Hún er óhrædd að nálgast viðfangsefni á borð við ástarsorg og gerir það af ákveðinni yfirvegun. „Sum af þessum lögum eru samin þegar að ég var hvorki þroskuð né yfirveguð, stundum var ég bara sautján ára. En það er svo gaman að rifja lögin upp núna, þetta lög sem ég er búin að eiga í mörg ár og spila mjög oft. Nú get ég nálgast þau af aðeins meiri þroska, gefið þeim það pláss sem mér finnst þau verðskulda og vinna hljóðheiminn með inntak laganna í huga.“ Una segir að þetta hafi verið mjög gefandi og fallegt ferli að safna lögunum saman í plötu. „Þetta var líka frekar borðleggjandi því ég er búin að vera að spila þessi lög í mörg ár og hef alltaf haft trú á þeim. Ég hef samið helling af lögum og þessi lög á plötunni hafa allavega staðist tímans tönn hvað mig varðar. Þess vegna vildi ég setja þau í fast form þannig að áhugasamir gætu hlustað að vild en ekki bara þegar að mér dettur í hug að flytja þau,“ segir Una brosandi. Una segir að það hafi verið borðleggjandi að gefa út plötuna. Vísir/Vilhelm Tilfinningavera frá ungum aldri Una hefur að eigin sögn alla tíð verið dugleg að semja út frá tilfinningum sínum og er óhrædd við að vera berskjölduð í sinni textasmíð. „Ég samdi einu sinni lag þegar að ég var níu ára held ég sem byrjaði á: Have you ever been heartbroken? Well I have,“ segir Una og hlær. Þannig að ég hef alltaf verið mikil tilfinningavera og alltaf verið mjög opin bók gagnvart vinum mínum og fjölskyldunni minni. Mér finnst það bara ekki vandræðalegt. Ég held að það sé af því að foreldrar mínir bjuggu til svo öruggt og opið rými heima þar sem að við tölum mikið um tilfinningar, bæði mamma og pabbi minn líka. Við höfum gaman að því að sitja lengi og tala um hvernig okkur líður, afhverju og hvaðan það kemur og það hefur aldrei verið neitt vandræðalegt í kringum það.“ Una segir að það hafi sömuleiðis styrkt hana í því að tjá sig opinberlega. „Ég veit líka að fólki líður alls konar og það er ekkert spennandi eða nýtt við það sem ég er að upplifa. Það sem ég get fært fólki er kannski bara leiðir til þess að orða þessar sammannlegu tilfinningar sem við upplifum öll.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra flutning Unu á laginu Fyrrverandi: Bera virðingu fyrir fortíð hvors annars Hafsteinn kærasti Unu, gjarnan þekktur sem Ceasetone, vinnur mikið með henni bæði í stúdíóinu og við að koma fram. Fortíðin þvælist ekki fyrir hjá parinu og segir Una að sambandið einkennist af trausti. „Ég er mjög þakklát fyrir það að hvorki ég né kærastinn minn erum afbrýðisamar týpur. Mér finnst svo gaman að heyra af hans ástarsögum fyrir mína tíð, að ímynda mér hann í menntaskóla að verða ástfanginn. Mér finnst það svo dásamlegt og fallegt. Sömuleiðis að hann geti svo líka hlustað á mínar sögur og bara samgleðst mér, af því að auðvitað þykir okkur vænt um alls konar minningar þó að sumt hafi runnið sitt skeið. Allir kaflar í lífinu geta gefið manni svo margt ef maður velur að viðhalda minningunni og ýta ekki öllu til hliðar. Maður velur að hugsa: Þetta var það sem ég vildi á þessum tíma og það er svo margt sem ég get lært frá því.“ View this post on Instagram A post shared by Hafsteinn Þráinsson (@ceasetone) Ástin blómstrar í list og lífi Parið kynntist upphaflega í stúdíóinu og byrjuðu sem samstarfsfélagar áður en ástin blómstraði. „Ég var að vinna EP plötuna mína sem ég gerði í samvinnu við Hildi Kristínu. Hún sagðist þekkja gaur í húsinu sem var með stúdíó og hann gæti örugglega aðstoðað okkur aðeins. Svo hitti ég þennan gaur sem var Haffi. Hann er mjög rólegur og svolítið inn í sig og ég átti bara mjög erfitt með að lesa hann þegar að ég hitti hann fyrst. En hann var mjög til í að skoða þetta og hlusta á efnið, svo svarar hann og er til í að vinna með okkur.“ Una segist hafa fundið sterka tengingu til hans þegar að þau fóru að vinna saman. „Hann skilur allar hugmyndirnar mínar strax og grípur. Hans músíkalska innsæi var að tala við mitt, mér fannst hugmyndirnar sem hann var að koma með svo sterkar. Það er svolítið skemmtilegt við listina að maður kynnist annarri hlið á samskiptum þegar að maður er að vinna með fólki. Þá er eitthvað sem heillar mann rosalega sem er tengt vinnunni og ég sagðist bara vilja vinna meira með honum.“ Árið 2022 urðu svo straumhvörf í sambandinu. „Þá páska fór ég á Aldrei fór ég Suður með bróður mínum Tuma en kærastan hans heitir Salóme Katrín og er Ísfirðingur. Hún og Haffi voru að spila saman og ég veit ekki, ég held að það hafi bara eitthvað smollið í hausnum á mér. Ég fattaði allt í einu bara já djók, ég var bara ógeðslega skotin í Haffa. Þannig að ég lét vaða, dró hann út á dansgólf og kyssti hann. Það reyndist rétt innsæi hjá mér því hann opnaði sig eftir það á sínar tilfinningar og við ákváðum bara að láta reyna á þetta.“ Una treysti innsæi sínu þegar hún féll fyrir Hafsteini. Vísir/Vilhelm Allt hægt eftir að hafa unnið plötu saman Aðspurð hvort það geti stundum verið flókið að vinna náið með maka sínum segir hún: „Algjörlega, það er stundum mjög flókið. Ég get verið mjög góð í að vera mjög prófessjonal. En þegar að ég er með mínu nánasta fólki þá get ég átt erfitt með að ráða við stóru tilfinningarnar, ef ég er óörugg með mig eða ósátt með eitthvað þá er ég ekkert sérstaklega yfirveguð með það. Ég hef alveg nokkrum sinnum farið að grenja uppi í stúdíói því ég er bara eitthvað: Ég er ömurleg söngkona Hafsteinn. Við höfum líka rifist stundum og verið mjög ósammála. Það er bara hin hliðin á því sem er svo stórkostlegt, við erum með hjartað hundrað prósent í þessu og við elskum hvort annað svo mikið. Það er svo mikil ástríða fyrir því að sigrast á hindrunum þegar þær koma. Það er meira í húfi þegar þú ert að vinna svona mikið með makanum þínum en sigrarnir eru líka svo stórir. Það er svo ótrúlega gaman að geta opnað sig alveg upp á gátt í listrænu samstarfi. Ég treysti honum fyrir öllu sem ég er að gera og öfugt. Ég er líka óhrædd við að segja ef mér finnst eitthvað glatað. Þegar maður vinnur með fólki er maður stundum svolítið að ritskoða sig en í þessu látum við bara algjörlega vaða og erum óhrædd við að tjá okkur. Við höfum hingað til verið mjög góð í að vinna okkur í gegnum árekstra. Ég mæli með því ef maður er í góðu sambandi að prófa að gera eitthvað skapandi og skemmtilegt saman. Það var líka einhver sem sagði um daginn: Ég held að ef þú getur gert plötu með makanum þínum þá getið þið gert allt saman,“ segir Una kímin. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Súrrealískt að greinast með krabbamein tvítug Una segir stórar tilfinningar hluta af sínu lífi og hefur sömuleiðis gengið í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni. Þegar að hún var tuttugu ára gömul greinist hún með heilaæxli sem breytti algjörlega hennar upplifun á lífinu. „Ég er mjög hörð sjálfa við mig og það er kannski það sem ég er mest búin að vera að vinna í. Ég er að reyna að vinna stóru tilfinningunum einhvern heilbrigðan farveg. Því það er rosalega vont þegar maður finnur þær hlaupa með sig í gönur. Eins og þegar að ég verð reið og veit ekki hvernig ég á að ráða við það eða óöryggið lamar mig í heilan dag eða einhver kvíði. Það breyttist náttúrulega svo margt hjá mér þegar að ég veiktist af krabbameini. Það er bara eitthvað svo ótrúlega vitlaust að lenda í því þegar að maður er tvítugur. Það er bara eins og meðvitundin nái ekki utan um það án þess að maður breytist svolítið mikið. Ég man að hafa hugsað um það þegar að ég var veik hvað mér fannst þetta fáránlegt því maður á að vera ódauðlegur þegar að maður er tvítugur. Ég á að vera bara spennt fyrir lífinu og ekki hrædd. En núna er ég hrædd og okei hvað ætla ég að gera við það? Þannig að það var rosalega margt sem ég lærði og þetta styrkti mig rosalega mikið en þetta braut mig líka. Það eru alls konar hlutir sem ég er enn að reyna að vinna í og finna út úr. En ég myndi segja að ég sé betri manneskja eftir þetta og ég er dýpri en ég var. Ef maður velur að nýta reynsluna þá gefur hún manni svo mikið, í staðinn fyrir að reyna að gleyma.“ Una Torfadóttir segir að það hafi bæði byggt hana upp og brotið hana niður að greinast með krabbamein tuttugu ára gömul. Það er mikilvægt fyrir hana að nýta reynsluna og horfa fram á við. Vísir/Vilhelm Í essinu sínu á sviðinu Tónlistin hefur nýst Unu sem öflugt haldreipi í gegnum hæðir og lægðir lífsins. Hún upplifir sjálfa sig upp á sitt allra besta þegar að hún er stödd uppi á sviði. „Sérstaklega ef ég er vel upp lögð og í sambandi við sjálfa mig, þá á ég svo auðvelt með að komast í samband við salinn. Mér líður eins og ég sé að gera eitthvað sem skiptir máli, eins og ég sé að leggja mitt af mörkum, deila einhverju sem mér finnst satt og fallegt. Að finna fyrir því að fólk er glatt, fólk er að fagna með mér, það er bara alveg það besta í heimi. Þar upplifi ég mjög sterka tilfinningu fyrir tilgangi. Mér finnst svo ótrúlega magnað að það sé til fólk sem sér ekki tilganginn í listsköpun eða framkomu og fussar og sveiar yfir öllum peningunum sem fara í þetta. Mér líður eins og ég sé sannasta og tærasta útgáfa af sjálfri mér. Maður fer í beina tengingu við það sem er svo mannlegt. Það er samkenndin og að deila augnabliki með fólki.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra Unu Torfa flytja lagið Ekkert að: Mikið gerst á fjórum árum Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á síðustu árum hjá Unu en hún segir sömuleiðis mikilvægt að staldra við. „Í dag er ég svo ótrúlega þakklát og oftast er ég bara mjög glöð. Það eru alls konar verkefni sem ég er að vinna í. Ég gaf út fyrsta lagið mitt fyrir tveimur árum, það er svo gott fyrir mig að minna mig á það. Stundum fæ ég svo mikla vaxtarverki yfir þessu öllu, lífið mitt hefur breyst svo rosalega mikið á rosalega stuttum tíma. Tveimur árum áður en ég gaf út fyrsta lagið mitt þá var ég að greinast með krabbamein. Það er svo mikilvægt að halda samhenginu, þetta er stuttur tími og það er ekkert skrýtið að þetta sé stundum erfitt fyrir mig. Ég er að reyna að vera auðmjúk og þolinmóð. Það er stundum smá verkefni að taka þetta allt inn, að taka inn jákvæða athygli og taka við fólkinu sem vill hlusta á mig og halda með mér. Að vera í núvitund og þakklæti. Ég minni mig líka oft á það að maður veit ekkert hvað svona endist lengi. Það er bara ótrúlega gaman að vera til núna. Ég er að gera það sem mér finnst skemmtilegast, ég er að vinna með fólki sem ég elska, ég er að ferðast fullt um landið og fá að spila á viðburðum þar sem fólk er að skemmta sér konunglega og það er svo gaman.“ Una elskar að koma fram og fá tækifæri til þess að flytja tónlistina sína og mynda tengsl við áhorfendur. Vísir/Vilhelm Fór heim til stelpu til að spila lagið fyrir hana Eins og áður kemur fram er Una óhrædd við að berskjalda sig í textum sínum og syngur meðal annars um gömul sambönd. Blaðamaður spyr hana þá hvort hún láti fyrrum maka sína vita áður en hún gefur út lag. „Ég var rosalega upptekin af því þegar að ég var að byrja að semja að láta fólk vita ef lögin voru tengd þeim. Ég fór einu sinni heim til stelpu sem ég samdi lag um og ég spilaði það fyrir hana. Ég lét hana bara setjast niður og horfa á mig. Ég hélt á þessum tíma að ég væri að vera svo hugulsöm, ég var bara svo hrædd um að hún yrði pirruð eða henni fyndist þetta ekki sanngjarnt. Ég var alltaf að hugsa að ég yrði að gefa fólki tækifæri til þess að meðtaka þetta í friði áður en þetta væri út.“ Hún segist svo hafa áttað sig á því að það gæti verið smá tilætlunarsemi að gera ráð fyrir því að umræddir aðilar vildu ræða við hana um listina hennar. „Þegar öllu er á botninn hvolft er ég alltaf að semja um sjálfa mig, þó að maður semji um minningar sem maður átti með öðrum. Ég er með mitt sjónarhorn, mínar tilfinningar og ég ætla ekki að leggja það á fólk að þetta sé eitthvað samstarfsverkefni sem fólk þarf að kvitta undir. Ég ætla líka bara að láta fólk í friði og gera mitt. Ég hef samt líka alltaf reynt að vanda mig að vera sanngjörn. Ég held að listrænt séð sé áhugaverðara að líta inn á við en að benda á einhvern annan og segja þú ert svo glötuð týpa. Frekar að hugsa um sig, afhverju var maður eins og maður var og afhverju fór þetta eins og þetta fór. Það er allavega minn útgangspunktur í minni listsköpun, ég,“ segir Una og hlær. Una segir að hún semji alltaf fyrst og fremst um sjálfa sig og út frá sjálfri sér. Sömuleiðis er hún óhrædd við að líta inn á við í sinni textasmíð. Vísir/Vilhelm „Ef ég væri strákur þá væri ég pottþétt skotin í henni“ Í gegnum tíðina hefur Una tamið sér að fylgja flæðinu og vera sveigjanleg. Hún kom út úr skápnum á fyrsta árinu sínu í MR þegar að hún áttaði sig á því að hún hreifst líka af stelpum. „Ég á gamlar dagbókarfærslur frá því ég var níu eða tíu ára þar sem ég var að skrifa um einhverja vinkonu mína og sagði: Ef ég væri strákur þá væri ég pottþétt skotin í henni. Það er svo grillað hvað heterónormatívt samfélag ruglar mikið í manni. Mér bara datt ekki í hug í mörg ár að ég væri neitt annað en gagnkynhneigð. Svo fór mér að detta það í hug og þá tók það þrjú til fjögur ár þar sem ég var í algjöru sjálfskaparvíti í miklu ströggli með sjálfsmyndina mína og hugsaði: Ef ég er ekki gagnkynhneigð hvað er ég þá, hvað þýðir það fyrir mína framtíð og hvernig lítur hún þá út? Þá lítur hún allt öðruvísi út en ég var búin að sjá fyrir mér og mér fannst þetta bara rosalega flókið. Það byggði ekki á neinum ótta við utanaðkomandi dómhörku annarra eða að ég yrði ekki samþykkt. Það var miklu frekar að ég þurfti að vera viss með það hvernig mér leið með þetta áður en ég opnaði á þetta.“ Una segist þakklát samtali sem hún átti við vinkonu sína sem varð henni ákveðin vitundarvakning. „Ég sagði: Málið er bara að við lifum í svo klámvæddu samfélagi og það er búið að kyngera konuna svo mikið að það langar bara alla að fara í sleik við stelpur. Hún var bara nei Una, þú gætir ekki borgað mér fyrir að fara í sleik við stelpu,“ segir Una og skellir upp úr. „Þá var ég bara ó, ég er kannski komin aðeins of djúpt í minn spíral. Það var rosalega gott að taka þetta í sátt. Það sem ég hef líka verið að læra allt mitt líf er að reyna að verða sveigjanlegri. Því ég er smá stirð týpa, smá svona allt eða ekkert, og það myndast panik ástand í heilanum mínum þegar að ég uppgötva eitthvað nýtt um sjálfa mig.“ Una kom út úr skápnum þegar að hún var sextán ára.Vísir/Vilhelm Engir leikir, bara einlæg ást Ástin þróaðist svo á einlægan og afslappaðan hátt hjá henni og Hafsteini. „Það voru engir leikir. Hann var á leið út á túr með Daða Frey og við töluðum saman kvöldið áður og ákváðum bara að kýla á þetta. Ég var búin að þekkja hann í dálítinn tíma og ég var svo tilbúin að fara í eitthvað sem var svona beint af augum. Við vorum ekkert að spila með hvort annað eða fíflast með þetta, þetta var bara mjög einlægt og einfalt, sem var mjög gott.“ Fjölskylda Unu er mjög mikil tónlistarfjölskylda og hefur alltaf stutt við bakið á henni. „Við syngjum mikið og syngjum í röddum eiginlega í hvert skipti sem við hittumst.“ Móðir Unu er Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. Faðir Unu, Torfi, er lektor í háskólanum, og hann byrjaði að vinna heima þegar að Una og Tumi bróðir hennar voru lítil svo að það væri einhver heima þegar að þau kæmu úr skólanum. „Hann hefur ekkert hætt því síðan! Alla mína barnæsku þegar að ég var að spila á píanóið, góla og syngja ógeðslega hátt sama lagið kannski fimm sinnum í röð þá situr pabbi bara nokkrum metrum fyrir aftan mig og er að vinna í tölvunni. Það var aldrei sussað á mig. Það var alltaf í boði að syngja og tjá sig og þetta var svo hvetjandi umhverfi. Þau vildu alltaf heyra það sem ég var að semja og sýndu því mikinn áhuga. Ég hef í raun aldrei pælt í því en það er náttúrulega algjör gjöf að geta samið svona persónuleg lög heima hjá sér og það byggir náttúrulega á því að eiga svona opið samband við foreldra sína.“ Þau vita alltaf allt sem er í gangi hjá mér þannig að það eru engar fréttir fyrir þeim þó að ég sé að semja fyrrverandi. Þau eru bara já, já einmitt,“ segir Una og hlær. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Ræða lítið um pólitík heima Una fæddist heima hjá sér í Vesturbæ og býr þar ennþá. Fjölskyldan hefur alla tíð verið mjög samheldin. „Þegar að fólk kemst að því að mamma mín sé Svandís Svavarsdóttir þá fara sérstaklega jafnaldrar mínir oft að tala við mig um pólitík og halda kannski að ég sé með eitthvað „inside scoop“. Auðvitað tala foreldrar mínir alveg um vinnuna heima en við mig tölum við miklu meira um listir, menningu, líðan, upplifanir, alls konar pælingar um lífið og það er bara svo margt sem okkur finnst gaman að tala um annað en vinnuna. Þetta er ekki meðvitað við tölum ekki um vinnuna heima eða að við viljum vera eitthvað lokuð heldur er þetta bara að okkur finnst svo gaman að hanga saman, elda saman og borða, hlusta á tónlist og syngja, þannig að það skapar eitthvað skjól, hvað okkur finnst næs að vera saman.“ Tengsl við fólk það mikilvægasta Una lítur björtum augum til framtíðarinnar og er ekki í því að gera of stór plön en hefur áhuga á mörgu. „Ég er nefnilega líka hvatvís og fylgin sjálfri mér. Ég var á sviðshöfundabraut í LHÍ, hætti þar og fór að læra klæðskurð í Tækniskólanum. Svo þurfti ég að hætta þar því það var svo mikið að gera í þessum giggum. Ég hef alltaf verið spennt fyrir kennslu og alltaf haft mikinn áhuga á öllum skapandi greinum. Ég gæti alveg hugsað mér að kenna, skrifa meira, vinna í leikhúsinu eða bara sjá hvað gerist. Ég veit að það sem skiptir mig mestu máli í lífinu eru tengsl við fólk. Ég vil geta unnið með það og að sama skapi verið með svigrúm til að sinna fjölskyldu og vinum. Mér finnst það bara best í heimi að eyða tíma með þeim.“ Það er margt á döfinni hjá henni og má þar meðal annars nefna tónleika með Sinfó 16. maí í Hörpu en nánari upplýsingar um þá má nálgast hér. „Ég var að hlusta á demó útgáfur af útsetningunum heima og ég fór að gráta. Allir sem fíla það sem ég gera munu fíla þetta. Þetta verður alveg ótrúlega flott.“ Una hlakkar mikið til að halda tónleika með Sinfó þar sem lögin hennar verða spiluð. Vísir/Vilhelm Segir orð Unnar Aspar ómetanleg Sömuleiðis vinnur Una að söngleiknum Stormi í Þjóðleikhúsinu ásamt Unni Ösp sem verður frumsýndur í byrjun næsta árs. Unnur Ösp deildi fallegri færslu um Unu á dögunum sem vakti mikla athygli. „Ég er svo þakklát að hafa kynnst svona fólki sem segir það sem það hugsar upphátt. Við erum oft með eitthvað fallegt til að segja en kannski segjum það ekki upphátt eða orðum það ekki nákvæmlega,“ segir Una um orð Unnar og bætir við: „Ég held að við öll sem erum að búa til list sækjum í einhverja viðurkenningu og staðfestingu á því að það sem við erum að reyna að koma til skila skili sér. Það er svolítið tilfinningin sem ég fæ þegar að einhver eins og Unnur Ösp segir eitthvað svona. Mér líður eins og ég hafi gert eitthvað rétt. Ég er rosalega þakklát að hún hafi gefið sér tíma til að skrifa þetta. Mér líður líka svo vel í kringum hana. Mér finnst svo mikið til hennar koma og mér finnst hún svo ótrúlega hjartahlý og falleg manneskja. Mér finnst það líka sjást á því að við kynntumst þegar að ég var að byrja í Þjóðleikhúsinu sem dresser. Það var áður en ég var einhver opinber týpa, að hjálpa henni að klæða sig í skó og renna kjólnum hennar. Hún horfði samt alltaf í augun á mér, vildi vita hvað ég héti og hvað ég væri að gera í lífinu. Hún er bara þannig gerð, hún leggur sig fram við að kynnast fólki og er mjög mikið hjarta,“ segir Una brosandi að lokum. Hér má hlusta á Sundurlaus samtöl á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Ástin og lífið Krabbamein Menning Tónleikar á Íslandi Leikhús Helgarviðtal Tengdar fréttir Una Torfa negldi slagara með Fleetwood Mac Í síðasta þætti af Kvöldstund með Eyþóri Inga mætti söngkonan Una Torfadóttir sem gestur. 30. apríl 2024 10:30 Vont að vera lítið barn þegar það var talað illa um mömmu Söngkonan Una Torfadóttir segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir áhersluna á tónlist þegar hún var að alast upp í Vesturbænum. Hún segist alltaf hafa haft sterka réttlætiskennda, segist takast á við tilfinningar sínar með tónlistinni og kveðst vera orðin þreytt á að tala um krabbameinið sem hún sigraðist á þegar hún var tvítug. 9. nóvember 2023 07:00 Fallegur flutningur Unu Torfa á laginu Ekkert að Söngkonan Una Torfa flutti lagið Ekkert að í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Þátturinn var sýndur á Stöð 2 í gær. 11. nóvember 2022 15:30 Samdi lög um ástarsorg áður en hún upplifði hana sjálf Una Torfadóttir var að gefa út sitt fyrsta lag í dag en sem barn skrifaði hún dramatíska texta um ástarsorg sem hún hafði aldrei upplifað. Í dag býr hún yfir mikilli lífsreynslu sem hún vinnur meðal annars úr með því að semja tónlist. 18. mars 2022 13:31 Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Frumsýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið „Þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða“ Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard Enginn súr í sætu teiti í Ásmundarsal „Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Sjá meira
Una Torfa negldi slagara með Fleetwood Mac Í síðasta þætti af Kvöldstund með Eyþóri Inga mætti söngkonan Una Torfadóttir sem gestur. 30. apríl 2024 10:30
Vont að vera lítið barn þegar það var talað illa um mömmu Söngkonan Una Torfadóttir segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir áhersluna á tónlist þegar hún var að alast upp í Vesturbænum. Hún segist alltaf hafa haft sterka réttlætiskennda, segist takast á við tilfinningar sínar með tónlistinni og kveðst vera orðin þreytt á að tala um krabbameinið sem hún sigraðist á þegar hún var tvítug. 9. nóvember 2023 07:00
Fallegur flutningur Unu Torfa á laginu Ekkert að Söngkonan Una Torfa flutti lagið Ekkert að í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Þátturinn var sýndur á Stöð 2 í gær. 11. nóvember 2022 15:30
Samdi lög um ástarsorg áður en hún upplifði hana sjálf Una Torfadóttir var að gefa út sitt fyrsta lag í dag en sem barn skrifaði hún dramatíska texta um ástarsorg sem hún hafði aldrei upplifað. Í dag býr hún yfir mikilli lífsreynslu sem hún vinnur meðal annars úr með því að semja tónlist. 18. mars 2022 13:31