Lífið

Magnús Árni selur sögu­frægt hús með kastalaturni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Magnús Árni hefur búið sér afar notalegt heimili í miðborg Reykjavíkur.
Magnús Árni hefur búið sér afar notalegt heimili í miðborg Reykjavíkur.

Magnús Árni Skjöld Magnússon varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður hefur sett íbúð sína við Ásvallagötu 1 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða 120 fermetra eign í sögufrægu húsi frá árinu 1930. Ásett verð er 99,9 milljónir.

Umrætt hús var teiknað af Hafliða Jóhanssyni og er sérstakt fyrir margar sakir en þá helst fyrir byggingarstíl þess sem hefur verið varðveittur þegar kom að endurbótum. Húsið er steinsteypt með hálfgerðum kastalaturni og búið klassískum stórum kvistum á þaki.

Húsið er byggt árið 1930 og er steypt.Fasteignaljósmyndun

Eignin skiptist í stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Í eldhúsi er nýleg svört innrétting og viðarplata á borðum. Úr eldhúsi er gengið inn í rúmgóða og notalega stofu.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. 

Fasteignaljósmyndun
Stofa er að hluta til undir súð.Fasteignaljósmyndun
Nýleg innrétting er í eldhúsi.Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Baðherbergi er flísalagt að hluta með dúk á gólfi.Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×