Endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir síðustu pylsuna Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2024 22:13 Óskar Mikael pylsusali í hlutverki Jesú Krists. Vísir/Arnar Nemendur við Listaháskóla Íslands ráku endahnút á áralanga hefð í dag. Þá fengu þau sér sína hundruðustu, og jafnframt síðustu, pylsu sem nemendur skólans. Á hverjum mánudegi skólaársins í tæp þrjú ár hafa nemendur við sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands gengið frá skólanum við Laugarnesveg og að pylsuvagninum við Laugardalslaug og fengið sér pylsu saman. Í dag var komið að tímamótum fyrir bekkinn sem útskrifast í vor. „Þetta hittist vel á að núna er þetta síðasta pylsan á meðan við erum í skólanum. Við erum að klára núna. Þetta er síðasti mánudagurinn okkar í skólanum og þetta verður pylsa númer hundrað,“ segja Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir, nemendur við sviðshöfundabrautina. Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir fengu sér í dag sína síðustu pylsu sem nemendur við Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar Bekkurinn hefur ferðast saman víða um heim og pylsuferðirnar verið farnar í sjö mismunandi löndum. Þeim finnst þó best að ganga að Laugardalslaug og meirihluti pylsanna 600, sem þau hafa snætt á sem hópur þessi tæpu þrjú ár, verið borðaður þar. „Mikill partur af þessu er að við löbbum í pulsuna,“ segir Egill. „Við erum í sviðslistanámi og erum meira og minna í svörtum, gluggalausum rýmum allan daginn þannig það er mjög hressandi að byrja vikuna á því að fara í göngutúr í pylsuvagninn. Það gerir vikuna,“ segir Elínborg. Fjöldi fólks mætti og fagnaði deginum. Sungið var alla leið að vagninum þar sem pylsusalinn tók á móti þeim í síðasta sinn en hann hefur afgreitt hópinn í langan tíma. „Það er dálítið erfitt. Þau eru skemmtileg,“ segir Óskar Mikael, pylsusali. Það er gaman að fá þau hvern mánudag? „Já, alltaf. Ég kann sumar pantanir utan af meira að segja orðið,“ Mikil gleði var meðal gesta og mynd númer hundrað stíliseruð á táknrænan hátt. Þau endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir Leonardo Da Vinci með pylsusalann í miðjunni í hlutverki Jesú Krists. Háskólar Grín og gaman Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Á hverjum mánudegi skólaársins í tæp þrjú ár hafa nemendur við sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands gengið frá skólanum við Laugarnesveg og að pylsuvagninum við Laugardalslaug og fengið sér pylsu saman. Í dag var komið að tímamótum fyrir bekkinn sem útskrifast í vor. „Þetta hittist vel á að núna er þetta síðasta pylsan á meðan við erum í skólanum. Við erum að klára núna. Þetta er síðasti mánudagurinn okkar í skólanum og þetta verður pylsa númer hundrað,“ segja Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir, nemendur við sviðshöfundabrautina. Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir fengu sér í dag sína síðustu pylsu sem nemendur við Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar Bekkurinn hefur ferðast saman víða um heim og pylsuferðirnar verið farnar í sjö mismunandi löndum. Þeim finnst þó best að ganga að Laugardalslaug og meirihluti pylsanna 600, sem þau hafa snætt á sem hópur þessi tæpu þrjú ár, verið borðaður þar. „Mikill partur af þessu er að við löbbum í pulsuna,“ segir Egill. „Við erum í sviðslistanámi og erum meira og minna í svörtum, gluggalausum rýmum allan daginn þannig það er mjög hressandi að byrja vikuna á því að fara í göngutúr í pylsuvagninn. Það gerir vikuna,“ segir Elínborg. Fjöldi fólks mætti og fagnaði deginum. Sungið var alla leið að vagninum þar sem pylsusalinn tók á móti þeim í síðasta sinn en hann hefur afgreitt hópinn í langan tíma. „Það er dálítið erfitt. Þau eru skemmtileg,“ segir Óskar Mikael, pylsusali. Það er gaman að fá þau hvern mánudag? „Já, alltaf. Ég kann sumar pantanir utan af meira að segja orðið,“ Mikil gleði var meðal gesta og mynd númer hundrað stíliseruð á táknrænan hátt. Þau endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir Leonardo Da Vinci með pylsusalann í miðjunni í hlutverki Jesú Krists.
Háskólar Grín og gaman Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira