Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2024 23:09 Lokað vegna viðhalds. Þetta skilti blasti við ferðamönnum á fjörukambinum í þorpinu Tjørnuvík á Straumey. Egill Aðalsteinsson Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. Í fréttum Stöðvar 2 var farið til Færeyja. Þorpið Tjørnuvík á Straumey þykir spennandi staður fyrir ferðmenn að heimsækja. Í fjörukambinum, við hliðina á hjólbörum, skóflum og hrífum, mætti þeim hins vegar skilti með áletruninni „Closed for Maintenance”, eða „Lokað vegna viðhalds”. Hér var í gangi verkefni Ferðamálastofu Færeyinga sem vakið hefur alþjóðaathygli. Guðrið Højgaard er framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands.Egill Aðalsteinsson „Átak sem við hófum árið 2019 þegar heimurinn tókst á við offjölgun ferðamanna. Þá vildum við færa umræðuna á það stig að ekki yrði litið á ferðamenn sem vandamál heldur sem hluta af lausninni,” segir Guðrið Højgaard, framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands. Í hópi eitthundrað sjálfboðaliða sem komust að eru tveir Íslendingar. Annar þeirra, Hrafnhildur Ævarsdóttir, er þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. „Já, ég tók mér frí úr vinnunni í náttúruvernd og kom yfir til Færeyja til að fara í náttúruvernd,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Ævarsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, var í hópi sjálfboðaliða í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Viðhaldsverkefnin í ár voru á átta stöðum á sex eyjum og stóðu yfir í þrjá daga. „Sumir eru í göngustígum. Það er verið að hlaða veggi, laga girðingar. Ég er að setja upp svona tröppur og stiga. Þannig að þetta er svona sitt lítið af hverju,“ segir Hrafnhildur. „Þau koma öll til að vinna sem sjálfboðaliðar og greiða sjálf ferðakostnað sinn til Færeyja. Svo greiðum við fyrir fæði og húsnæði og það er frábært að fólk sé tilbúið að gera þetta,” segir Guðrið. Frá Saksun á Straumey.Egill Aðalsteinsson „Það er náttúrlega einstakt að fá að heimsækja Færeyjar og mjög margir sem vilja koma. Það voru einhverjar þúsundir sem sóttu um í ár. Ætli það séu ekki hundrað sem komast að,“ segir Hrafnhildur. „Núna voru það sex þúsund manns sem sóttu um þannig að þetta eru þúsundir manna. Fólk vill gjarnan láta gott af sér leiða. Það vill skilja eitthvað jákvætt eftir sig,” segir Guðrið. En verða ferðamenn ekki svekktir að koma að lokuðum stöðum? „Nei, nei. Mjög margir þakka okkur fyrir þetta,“ svarar Hrafnhildur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Ferðalög Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Ísland ekki rústir einar eftir ferðamenn Ísland er ekki rústir einar líkt og skilja má á viðbrögðum fólks við frétt þess efnis að Færeyingar ætli að loka eyjunum sínum vegna viðhalds eina helgi í apríl næstkomandi. 21. febrúar 2019 13:43 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið til Færeyja. Þorpið Tjørnuvík á Straumey þykir spennandi staður fyrir ferðmenn að heimsækja. Í fjörukambinum, við hliðina á hjólbörum, skóflum og hrífum, mætti þeim hins vegar skilti með áletruninni „Closed for Maintenance”, eða „Lokað vegna viðhalds”. Hér var í gangi verkefni Ferðamálastofu Færeyinga sem vakið hefur alþjóðaathygli. Guðrið Højgaard er framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands.Egill Aðalsteinsson „Átak sem við hófum árið 2019 þegar heimurinn tókst á við offjölgun ferðamanna. Þá vildum við færa umræðuna á það stig að ekki yrði litið á ferðamenn sem vandamál heldur sem hluta af lausninni,” segir Guðrið Højgaard, framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands. Í hópi eitthundrað sjálfboðaliða sem komust að eru tveir Íslendingar. Annar þeirra, Hrafnhildur Ævarsdóttir, er þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. „Já, ég tók mér frí úr vinnunni í náttúruvernd og kom yfir til Færeyja til að fara í náttúruvernd,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Ævarsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, var í hópi sjálfboðaliða í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Viðhaldsverkefnin í ár voru á átta stöðum á sex eyjum og stóðu yfir í þrjá daga. „Sumir eru í göngustígum. Það er verið að hlaða veggi, laga girðingar. Ég er að setja upp svona tröppur og stiga. Þannig að þetta er svona sitt lítið af hverju,“ segir Hrafnhildur. „Þau koma öll til að vinna sem sjálfboðaliðar og greiða sjálf ferðakostnað sinn til Færeyja. Svo greiðum við fyrir fæði og húsnæði og það er frábært að fólk sé tilbúið að gera þetta,” segir Guðrið. Frá Saksun á Straumey.Egill Aðalsteinsson „Það er náttúrlega einstakt að fá að heimsækja Færeyjar og mjög margir sem vilja koma. Það voru einhverjar þúsundir sem sóttu um í ár. Ætli það séu ekki hundrað sem komast að,“ segir Hrafnhildur. „Núna voru það sex þúsund manns sem sóttu um þannig að þetta eru þúsundir manna. Fólk vill gjarnan láta gott af sér leiða. Það vill skilja eitthvað jákvætt eftir sig,” segir Guðrið. En verða ferðamenn ekki svekktir að koma að lokuðum stöðum? „Nei, nei. Mjög margir þakka okkur fyrir þetta,“ svarar Hrafnhildur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Ferðalög Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Ísland ekki rústir einar eftir ferðamenn Ísland er ekki rústir einar líkt og skilja má á viðbrögðum fólks við frétt þess efnis að Færeyingar ætli að loka eyjunum sínum vegna viðhalds eina helgi í apríl næstkomandi. 21. febrúar 2019 13:43 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45
Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21
Ísland ekki rústir einar eftir ferðamenn Ísland er ekki rústir einar líkt og skilja má á viðbrögðum fólks við frétt þess efnis að Færeyingar ætli að loka eyjunum sínum vegna viðhalds eina helgi í apríl næstkomandi. 21. febrúar 2019 13:43