Innlent

Reynt til þrautar að ná samningum áður en að­gerðir skella á

Heimir Már Pétursson skrifar
Röskun getur orðið á ferðum þeirra sem eiga bókað flug frá Íslandi á fimmtudag og föstudag. Aðgerðir stéttarfélaganna ættu hins vegar ekki að hafa teljandi áhrif á tengifarþega.
Röskun getur orðið á ferðum þeirra sem eiga bókað flug frá Íslandi á fimmtudag og föstudag. Aðgerðir stéttarfélaganna ættu hins vegar ekki að hafa teljandi áhrif á tengifarþega. Vísir/Vilhelm

Samninganefndir starsfmanna Sameykis og FFR á Keflavíkurflugvelli hafa setið á fundum  með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag.

Þetta er úrslitatilraun til að ná samkomulagi áður en fyrsti hluti aðgerða stéttarfélaganna hefst klukkan 16 á morgun, með ótímabundnu yfirvinnubanni og þjálfunarbanni allra starfsmanna félaganna hjá Ísavía. 

Á föstudagsmorgun leggur starfsfólk í öryggisleit niður vinnu frá klukkan fjögur til átta og starfsmenn í akstri með farþega á flugvellinum frá klukkan átta til hádegis.

Íslensku flugfélögin Icelandair og Play bjóða farþegum sem eiga bókað flug frá Íslandi á föstudag að flýta eða seinka flugi sínu. Farþegar sem eiga bókað á þessum dögum ættu því að fylgjast vel með fréttum og setja sig í samband við flugfélögin vilji þeir breyta flugi sínu.


Tengdar fréttir

Bjóða farþegum að breyta ferðum vegna mögulegs verkfalls

Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli.

Frestun verkfalla kemur til greina

Formaður Sameykis segir koma til greina að fresta verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Hann fer bjartsýnn til fundar hjá ríkissáttasemjara og telur að mögulega verði hægt að ljúka samningum áður en aðgerðirnar skella á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×