Apple biðst afsökunar á auglýsingu fyrir nýjan iPad Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2024 08:17 Sumir segja auglýsinguna endurspegja framtíðarsýn þar sem tæknin hefur komið í stað mannshandarinnar. Apple Apple hefur beðist afsökunar vegna auglýsingar sem hefur vakið mikla reiði. Um er að ræða auglýsingu fyrir nýjan iPad en hún sýnir pressu kremja ýmsa hluti á borð við bækur, hljóðfæri og aðrar táknmyndir listarinnar. Skilja má auglýsinguna sem svo að iPadinn hafi gert þessa hluti úrelta en hann birtist eins og bjargvætturinn þegar eyðileggingin er yfirstaðinn, undir orðunum „Öflugasti iPadinn er einnig sá þynnsti“. Það var Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, sem deildi auglýsingunni á Twitter þar sem hann skoraði á fólk að ímynda sér hvað væri hægt að skapa með nýja töfratækinu. Meet the new iPad Pro: the thinnest product we’ve ever created, the most advanced display we’ve ever produced, with the incredible power of the M4 chip. Just imagine all the things it’ll be used to create. pic.twitter.com/6PeGXNoKgG— Tim Cook (@tim_cook) May 7, 2024 Það var hins vegar fjarri hugum margra, sem þótti síður en svo sniðugt að gefa í skyn að listhneigð mannanna yrði fullnægt með þessari nýjustu afurð Apple. Leikarinn Hugh Grant var þeirra á meðal og sagði á Twitter að auglýsingin endurspeglaði tortímingu mennskunnar, í boði Kísildals. Þá sagði kvikmyndagerðakonan Justine Bateman að gervigreind og tæknin almennt miðuðu nú að því að eyðileggja listirnar og samfélagið almennt. Eins og fyrr segir brást Apple við gagnrýninni með því að biðjast afsökunar. Talsmaður þess sagði sköpunargáfuna innbyggða í erfðaefni fyrirtækisins og vörum þess væri ætlað að valdefla skapandi einstaklinga út um allan heim. Auglýsingin er enn á samfélagsmiðlum en fregnir herma að hún muni ekki birtast í sjónvarpi. Tækni Neytendur Menning Apple Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
Skilja má auglýsinguna sem svo að iPadinn hafi gert þessa hluti úrelta en hann birtist eins og bjargvætturinn þegar eyðileggingin er yfirstaðinn, undir orðunum „Öflugasti iPadinn er einnig sá þynnsti“. Það var Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, sem deildi auglýsingunni á Twitter þar sem hann skoraði á fólk að ímynda sér hvað væri hægt að skapa með nýja töfratækinu. Meet the new iPad Pro: the thinnest product we’ve ever created, the most advanced display we’ve ever produced, with the incredible power of the M4 chip. Just imagine all the things it’ll be used to create. pic.twitter.com/6PeGXNoKgG— Tim Cook (@tim_cook) May 7, 2024 Það var hins vegar fjarri hugum margra, sem þótti síður en svo sniðugt að gefa í skyn að listhneigð mannanna yrði fullnægt með þessari nýjustu afurð Apple. Leikarinn Hugh Grant var þeirra á meðal og sagði á Twitter að auglýsingin endurspeglaði tortímingu mennskunnar, í boði Kísildals. Þá sagði kvikmyndagerðakonan Justine Bateman að gervigreind og tæknin almennt miðuðu nú að því að eyðileggja listirnar og samfélagið almennt. Eins og fyrr segir brást Apple við gagnrýninni með því að biðjast afsökunar. Talsmaður þess sagði sköpunargáfuna innbyggða í erfðaefni fyrirtækisins og vörum þess væri ætlað að valdefla skapandi einstaklinga út um allan heim. Auglýsingin er enn á samfélagsmiðlum en fregnir herma að hún muni ekki birtast í sjónvarpi.
Tækni Neytendur Menning Apple Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira