Körfubolti

Spilar með bróður sínum og fyrir föður sinn hjá Kefla­vík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hilmar Pétursson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Keflavík.
Hilmar Pétursson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Keflavík. keflavík

Körfuboltamaðurinn Hilmar Pétursson hefur samið við Keflavík. Þar hittir hann fyrir föður sinn, Pétur Ingvarsson, og bróður, Sigurð.

Undanfarin tvö tímabil hefur Hilmar leikið með Baskets Munster í þýsku B-deildinni. Í vetur var hann með 10,3 stig, 2,1 frákast og 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Hilmar er uppalinn hjá Haukum en lék með Breiðabliki áður en hann fór til Þýskalands. Þar lék hann undir stjórn föður síns, eins og hann mun gera í Keflavík á næsta tímabili.

Hilmar, sem er 24 ára bakvörður, þekkir ágætlega til hjá Keflavík en hann lék með liðinu tímabilið 2017-18.

„Ég hlakka mikið til að klæðast Keflavíkurbúningnum á nýjan leik. Ég hef bætt leik minn jafnt og þétt undanfarin ár svo vonandi get ég hjálpað Keflavíkurliðinu að gera góða hluti í framtíðinni. Ekki skemmir fyrir að spila aftur undir stjórn pabba og með bróður mínum sem er alltaf að verða betri og betri,“ sagði Hilmar í frétt á samfélagsmiðlum Keflavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×