Íslenski boltinn

„Við erum hel­víti seigir“

Dagur Lárusson skrifar
Óli Valur í leik með Stjörnunni.
Óli Valur í leik með Stjörnunni. Vísir/Vilhelm

„Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið sanngjörn úrslit því mér fannst við vera betri,“ byrjaði Óli Valur Ómarsson, leikmaður Stjörnunnar, að segja eftir jafntefli liðsins gegn Fram.

Óli Valur skoraði eina mark Stjörnunnar sem kom á 30. mínútu en hann vildi meina að liðið hafi skapað nægilega mikið af færum til þess að vinna leikinn. 

„Við náðum að búa til fullt af færum en við náðum einfaldlega ekki að nýta þau,“ hélt Óli áfram að segja.

Óli var spurður enn frekar út í fyrri hálfleikinn og þá hvort að liðið hafi náð að skapa sér nægilega mörg færi.

„Ég fékk allaveganna nógu mörg færi í fyrri hálfleik og ég hefði getað gert út um leikinn. Í seinni hálfleiknum vorum við síðan í dauðafærum trekk í trekk, þannig við hefðum alveg getað unnið þennan leik,“ sagði Óli.

„Seinni hálfleikurinn var klárlega jafnari og við gáfum aðeins fleiri kosti á okkur. En eins og ég segi þá fengum við fullt af færum en náðum bara ekki að klára þau.“

Óli segist vera ánægður með gengi Stjörnunnar.

„Við erum helvíti seigir maður. Við erum búnir að vera að spila vel og hefðum átt að ná í þrjú stig í dag,“ endaði Óli á að segja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×