Lífið

Ís­lendingar gáfu Króatíu 12 stig og Ísrael 8 stig

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ísrael hlaut 8 stig frá Íslendingum en mikið hefur verið fjallað um þáttöku Ísraels í Eurovision síðustu misseri.
Ísrael hlaut 8 stig frá Íslendingum en mikið hefur verið fjallað um þáttöku Ísraels í Eurovision síðustu misseri. Getty

Króatíska framlagið var í uppáhaldi hjá íslenskum áhorfendum á Eurovision sem haldið var í Malmö í kvöld. Það franska hlaut 10 stig og Ísrael fékk 8 stig frá íslenskum áhorfendum.

Að lokinni keppni var stigagjöf íslenskra áhorfenda kynnt og skiptust stigin á eftirfarandi hátt:

  • 12 stig: Króatía
  • 10 stig: Frakkland
  • 8 stig: Ísrael
  • 7 stig: Svíþjóð
  • 6 stig: Sviss
  • 5 stig: Úkraína
  • 4 stig: Litháen
  • 3 stig: Írland
  • 2 stig: Þýskaland
  • 1 stig: Finnland

Íslenska dómnefndin gaf einnig stig sem Friðrik Ómar kynnti í kvöld með Borgarnes í bakgrunni. „Borgarnes city“ eins og Friðrik orðaði það. Stig dómnefndar skiptust á eftirfarandi hátt:

  • 12 stig: Frakkland
  • 10 stig: Króatía 
  • 8 stig: Bretland
  • 7 stig: Írland
  • 6 stig: Sviss
  • 5 stig: Armenía
  • 4 stig: Portúgal
  • 3 stig: Úkraína
  • 2 stig: Þýskaland
  • 1 stig: Svíþjóð
Friðrik Ómar var glæsilegur í kvöld. vísir

Tengdar fréttir

Sviss sigurvegari Eurovision 2024

Sviss er sigurvegari Eurovision árið 2024. Nemo flutti lagið The Code og sigraði í Malmö í Svíþjóð fyrir hönd Sviss og bar sigur úr býtum að lokum.

Eurovision-vaktin: Nemo vann á dramatísku kvöldi í Malmö

Söngkvárið Nemo frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari þegar úrslitakvöld Eurovision fór fram í Malmö í kvöld. Hán söng lagið The Code með miklum tilþrifum og naut hylli bæði meðal dómnefnda Evrópa og þeirra sem kusu í símakosningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×