Lífið

Þessi skipuðu ís­lensku dóm­nefndina í Euro­vision

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Diljá Pétursdóttir keppti fyrir hönd Íslands í Liverpool á síðasta ári.
Diljá Pétursdóttir keppti fyrir hönd Íslands í Liverpool á síðasta ári. EPA/Adam Vaughan

Íslenska dómnefndin í Eurovision í ár var skipuð af fimm einstaklingum með ólíka reynslu úr tónlistarbransanum. Þar á meðal er Diljá Pétursdóttir, keppandi Íslands í Eurovision í fyrra.

Listann yfir dómnefndina má sjá á vef Eurovision. Dómnefndina skipuðu í ár Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður, Marínó Geir Lilliendahl, trommuleikari og umboðsmaður Stuðlabandsins Þórður Helgi Þórðarson útvarpsmaður, Diljá Pétursdóttir, tónlistarkona og Þórunn Erna Clausen söngkona og lagasmiður.

Friðrik Ómar Hjörleifsson var stigakynnir Íslands í Eurovision þetta árið. Hann kynnti stigin frá heimabæ sínum Borgarnesi.

Dómnefndin gaf Frakklandi flest stig, tólf talsins. Þar á eftir kom Króatía með tíu stig og Bretland með átta stig. Ísrael fékk engin stig frá dómnefndinni en átta úr símakosningu. Sigurlag keppninnar frá Sviss hlaut sex stig frá dómnefndinni.

Stig dómnefndar skiptust á eftirfarandi hátt:

  • 12 stig: Frakkland
  • 10 stig: Króatía
  • 8 stig: Bretland
  • 7 stig: Írland
  • 6 stig: Sviss
  • 5 stig: Armenía
  • 4 stig: Portúgal
  • 3 stig: Úkraína
  • 2 stig: Þýskaland
  • 1 stig: Svíþjóð

Tengdar fréttir

Íslendingar gáfu Króatíu 12 stig og Ísrael 8 stig

Króatíska framlagið var í uppáhaldi hjá íslenskum áhorfendum á Eurovision sem haldið var í Malmö í kvöld. Það franska hlaut 10 stig og Ísrael fékk 8 stig frá íslenskum áhorfendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×