Handbolti

Einar hættir með kvenna­lið Fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Einar á hliðarlínunni í vetur.
Einar á hliðarlínunni í vetur. Vísir/Hulda Margrét

Einar Jónsson er hættur þjálfun kvennaliðs Fram en á leiktíðinni sem er senn á enda var hann þjálfari bæði karl- og kvennaliðs félagsins í Olís-deildunum í handboltanum.

Það var Handbolti.is sem greindi fyrst frá. Þar segir að ekki sé ljóst hver muni taka við starfinu sem Einar sinnti í eitt ár. Áður var Stefán Arnarson þjálfari kvennaliðs Fram en hann færði sig yfir til Hauka.

Handbolti.is segist ekki vita hvað Rakel Dögg Bragadóttir gerir en hún var aðstoðarþjálfari Einars og Stefáns þar á undan.

Undir stjórn Einars endaði Fram í 2. sæti Olís-deildarinnar en féll svo úr leik gegn Haukum í undanúrslitum. Einar var einnig með karlalið Fram í vetur og talið er næsta víst að hann verði það áfram á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×