Körfubolti

Svona verður oddaleikjaveislan á Stöð 2 Sport í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stemningin í Smáranum í kvöld á eftir að vera rosaleg.
Stemningin í Smáranum í kvöld á eftir að vera rosaleg. vísir/vilhelm

Það er sannkallaður hátíðardagur hjá körfuboltaunnendum því í kvöld fara fram tveir oddaleikir í Subway-deild karla. Slíkt gerist ekki á hverju ári.

Fjögur lið munu þá berjast um réttinn til þess að komast í úrslitaeinvigi deildarinnar.

Við munum hefja leik klukkan 18.45 í Kópavogi þar sem leikur Grindavíkur og Keflavíkur fer fram. Sú útsending verður á Stöð 2 Sport 5. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 19.15.

Síðari leikurinn á milli Vals og Njarðvíkur er aftur á móti á Stöð 2 Sport. Útsending þar hefst klukkan 20.00 og leikurinn hefst 20.15.

Subway Körfuboltakvöld mun svo gera báða leikina upp á Stöð 2 Sport eftir að leik Vals og Njarðvíkur lýkur.

Margir hafa velt því fyrir sér af hverju oddaleikirnir fara fram á sama degi þar sem það er ekkert í reglugerðarbókinni sem segir að svo þurfi að vera.

Samkvæmt upplýsingum frá KKÍ er þetta óskráð regla, eða hefð, svo liðin sem mætast í úrslitum fái sama hvíldartíma. Fyrsti leikur í úrslitunum fer einmitt fram næsta föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×