Sérstök vitleysa Albert Björn Lúðvígsson skrifar 15. maí 2024 07:31 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra þar sem gera á enn eina aðförina að réttindum útlendinga sem hingað koma í neyð. Af mörgu slæmu í frumvarpi ráðherra er sýnu verst sú fyrirætlun að fella úr lögum skyldu stjórnvalda til að skoða umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi viðkomandi umsækjendur sérstök tengsl við landið eða þegar sérstakar ástæður mæla annars með því. Þessi ákvæði hafa gefið íslenskum stjórnvöldum nauðsynleg tækifæri sem og tilefni til þess að líta til persónubundinna aðstæðna hvers umsækjanda, mannúðarsjónarmiða sem og fjölskyldutengsla. Á sama tíma og Alþingi ræðir það að fella þessi ákvæði úr lögunum er til umfjöllunar hjá kærunefnd útlendingamála umsókn Yazan, 12 ára drengs sem glímir við Duchenne sjúkdóminn. Duchenne er ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur sem skerðir lífslíkur mikið. Aðeins er hægt að lina þjáningar þeirra drengja sem þjást af honum og reyna að gera líf þeirra bærilegt. Frá því að Yazan kom til Íslands hefur það tekist afar vel og unir hann hag sínum vel á Íslandi. Hér hefur hann þrátt fyrir aðstæður sínar lært íslensku á undraskömmum tíma og stundað nám við Hamraskóla þar hann hefur eignast vini. Með góðri aðstoð lækna og sjúkraþjálfara er líf þessa 12 ára barns orðið bærilegt, en svo var ekki áður. Þá er það samdóma álit þeirra lækna, sem komið hafa að meðferð hans á Íslandi, að það kunni að stytta líf hans enn frekar verði rof á þeirri þjónustu sem honum er lífsnauðsynleg. Ekki þarf að taka fram hvað gerist verði þjónustan skert til framtíðar. Með því að senda hann frá Íslandi verður heilsu og lífi þessa drengs teflt í tvísýnu. Um það verður því varla deilt að það er honum fyrir bestu að fá að dvelja áfram á Íslandi enda vill hann hvergi annars staðar vera. Um það verður varla deilt heldur að sérstakar ástæður eru uppi í máli hans. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi á síðustu misserum gert allt í sínu valdi, og jafnvel umfram það, til að þrengja þessi mikilvægu ákvæði, þannig að þeim er nú aðeins beitt í algjörum undantekningartilvikum, hefur jafnvel kærunefnd útlendingamála sjálf talið nauðsynlegt að líta til sérstakra ástæðna í einstökum málum. Þannig vakti það nokkra eftirtekt þegar kærunefnd, sem annars hefur misst ásýnd trúverðugleika og sjálfstæðis eftir að yfirmaður innan Útlendingastofnunar var skipaður formaður hennar og teymisstjóri útlendingamála úr dómsmálaráðuneytinu var skipaður varaformaður hennar, leit til sérstakra ástæðna í málum fylgdarlausra drengja á grunnskólaaldri sem senda átti allslausa á götuna í Grikklandi, og veitti þeim þess í stað von um framtíð á Íslandi. Það er því spurning hvers vegna dómsmálaráðherra gengur svo miskunnarlaust til verka við að fella þessi ákvæði úr lögum um útlendinga, nú þegar þeim er aðeins beitt í algjörum undantekningartilfellum og þá sérstaklega, að því er virðist, þegar börn í mjög viðkvæmri stöðu eru annars vegar. Hvað gengur ráðherra til? Málsmeðferð þessara mála mun ekki styttast að neinu verulegu leyti þó ákvæðin verði felld úr lögum, áfram mun sem dæmi þurfa málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum. Þá er ekkert sem bendir til þess að umsóknum um alþjóðlega vernd muni fækka á Íslandi þó þau hverfi enda leita umsækjendur í þessari stöðu til allra ríkja innan Evrópu hvort sem þessi tilteknu ákvæði er að finna í lögum þeirra eða ekki. Fólk í lífshættu leitar að björg þar til það finnur hana. Þá verða þessi afmörkuðu og nú þröngu ákvæði, þessi nauðsynlegu úrræði, tekin af íslenskum stjórnvöldum og mun það óhjákvæmilega leiða til afkáralegra niðurstaðna eins og að mögulega senda 12 ára dreng sem ekki er hugað líf til margra ára úr landi og fylgdarlaus börn á götuna í Grikklandi. Það væri því sérstök vitleysa að fella þessi ákvæði nú úr lögum alveg eins og það væri sérstök vitleysa og mannvonska að senda 12 ára dreng með mjög alvarlegan og banvænan sjúkdóm úr landi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra þar sem gera á enn eina aðförina að réttindum útlendinga sem hingað koma í neyð. Af mörgu slæmu í frumvarpi ráðherra er sýnu verst sú fyrirætlun að fella úr lögum skyldu stjórnvalda til að skoða umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi viðkomandi umsækjendur sérstök tengsl við landið eða þegar sérstakar ástæður mæla annars með því. Þessi ákvæði hafa gefið íslenskum stjórnvöldum nauðsynleg tækifæri sem og tilefni til þess að líta til persónubundinna aðstæðna hvers umsækjanda, mannúðarsjónarmiða sem og fjölskyldutengsla. Á sama tíma og Alþingi ræðir það að fella þessi ákvæði úr lögunum er til umfjöllunar hjá kærunefnd útlendingamála umsókn Yazan, 12 ára drengs sem glímir við Duchenne sjúkdóminn. Duchenne er ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur sem skerðir lífslíkur mikið. Aðeins er hægt að lina þjáningar þeirra drengja sem þjást af honum og reyna að gera líf þeirra bærilegt. Frá því að Yazan kom til Íslands hefur það tekist afar vel og unir hann hag sínum vel á Íslandi. Hér hefur hann þrátt fyrir aðstæður sínar lært íslensku á undraskömmum tíma og stundað nám við Hamraskóla þar hann hefur eignast vini. Með góðri aðstoð lækna og sjúkraþjálfara er líf þessa 12 ára barns orðið bærilegt, en svo var ekki áður. Þá er það samdóma álit þeirra lækna, sem komið hafa að meðferð hans á Íslandi, að það kunni að stytta líf hans enn frekar verði rof á þeirri þjónustu sem honum er lífsnauðsynleg. Ekki þarf að taka fram hvað gerist verði þjónustan skert til framtíðar. Með því að senda hann frá Íslandi verður heilsu og lífi þessa drengs teflt í tvísýnu. Um það verður því varla deilt að það er honum fyrir bestu að fá að dvelja áfram á Íslandi enda vill hann hvergi annars staðar vera. Um það verður varla deilt heldur að sérstakar ástæður eru uppi í máli hans. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi á síðustu misserum gert allt í sínu valdi, og jafnvel umfram það, til að þrengja þessi mikilvægu ákvæði, þannig að þeim er nú aðeins beitt í algjörum undantekningartilvikum, hefur jafnvel kærunefnd útlendingamála sjálf talið nauðsynlegt að líta til sérstakra ástæðna í einstökum málum. Þannig vakti það nokkra eftirtekt þegar kærunefnd, sem annars hefur misst ásýnd trúverðugleika og sjálfstæðis eftir að yfirmaður innan Útlendingastofnunar var skipaður formaður hennar og teymisstjóri útlendingamála úr dómsmálaráðuneytinu var skipaður varaformaður hennar, leit til sérstakra ástæðna í málum fylgdarlausra drengja á grunnskólaaldri sem senda átti allslausa á götuna í Grikklandi, og veitti þeim þess í stað von um framtíð á Íslandi. Það er því spurning hvers vegna dómsmálaráðherra gengur svo miskunnarlaust til verka við að fella þessi ákvæði úr lögum um útlendinga, nú þegar þeim er aðeins beitt í algjörum undantekningartilfellum og þá sérstaklega, að því er virðist, þegar börn í mjög viðkvæmri stöðu eru annars vegar. Hvað gengur ráðherra til? Málsmeðferð þessara mála mun ekki styttast að neinu verulegu leyti þó ákvæðin verði felld úr lögum, áfram mun sem dæmi þurfa málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum. Þá er ekkert sem bendir til þess að umsóknum um alþjóðlega vernd muni fækka á Íslandi þó þau hverfi enda leita umsækjendur í þessari stöðu til allra ríkja innan Evrópu hvort sem þessi tilteknu ákvæði er að finna í lögum þeirra eða ekki. Fólk í lífshættu leitar að björg þar til það finnur hana. Þá verða þessi afmörkuðu og nú þröngu ákvæði, þessi nauðsynlegu úrræði, tekin af íslenskum stjórnvöldum og mun það óhjákvæmilega leiða til afkáralegra niðurstaðna eins og að mögulega senda 12 ára dreng sem ekki er hugað líf til margra ára úr landi og fylgdarlaus börn á götuna í Grikklandi. Það væri því sérstök vitleysa að fella þessi ákvæði nú úr lögum alveg eins og það væri sérstök vitleysa og mannvonska að senda 12 ára dreng með mjög alvarlegan og banvænan sjúkdóm úr landi. Höfundur er lögfræðingur.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun