Viðskipti innlent

Þjónusturof hjá al­þjóð­legum birgja

Boði Logason skrifar
Eva Georgs Ásudóttir er sjónvarpsstjóri Stöð 2.
Eva Georgs Ásudóttir er sjónvarpsstjóri Stöð 2. Eyþór

Í gær varð hópur viðskiptavina Stöðvar 2 og Vodafone fyrir truflunum í myndlyklum, Stöð 2 appinu, vefsjónvarpi og Leigunni.

Í tilkynningu frá Stöð 2 segir að truflanirnar hafi mátt „rekja til þjónusturofs hjá stórum alþjóðlegum birgja og voru truflanir á þjónustu þeirra um allan heim. Öll þjónusta Stöðvar 2 og Vodafone virkar nú sem skyldi en áfram er unnið í góðu samstarfi við birgja,“ segir í tilkynningunni.

„Okkar færustu sérfræðingar unnu hörðum höndum í alla nótt við að lagfæra truflanirnar. Við erum þakklát fyrir þolinmæðina og biðjumst innilegrar velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hafði," er haft eftir Evu Georgs Ásudóttur, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2.

Í tilkynningunni segir að viðskiptavinir sem hafi frekari fyrirspurnir geti haft samband við vodafone@vodafone.is.

Vísir er í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×