Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

KA og ÍR fögnuðu eftir spennu

ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Fram að velli í Breiðholti í kvöld, 35-34, eftir spennuleik í Olís-deild karla í handbolta. KA-menn unnu HK-inga með sömu tölum á Akureyri og hafa því líkt og ÍR-ingar unnið tvo leiki af sjö.

Handbolti
Fréttamynd

Kristján rifbeinsbrotnaði: „Fannst þetta klárt rautt spjald“

„Frábær leikur í alla staði. Fyrri hálfleikurinn stórkostlegur, tíu mörkum yfir í hálfleik og það er líka ákveðin kúnst að vera tíu mörkum yfir í hálfleik,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir að lið hans burstaði ÍBV í Olís-deild karla. Lokatölur 38-27.

Handbolti
Fréttamynd

Sandra í lands­liðinu þremur mánuðum eftir barns­burð

Einn nýliði er í hópi íslenska kvennalandsliðsins sem Arnar Pétursson valdi fyrir tvo vináttuleiki gegn Póllandi. Þá snýr Rut Jónsdóttir aftur í landsliðið eftir nokkra fjarveru og Sandra Erlingsdóttir er valin aðeins þremur mánuðum eftir að hún eignaðist barn.

Handbolti
Fréttamynd

Aron Dagur í Kópa­voginn

Aron Dagur Pálsson hefur samið við HK út yfirstandandi tímabil í Olís-deild karla í handbolta. Hann kemur frá Val þar sem samningur hans rann út í sumar. 

Handbolti
Fréttamynd

Allt jafnt á Ás­völlum

Haukar og Stjarnan gerðu jafntefli í Olís-deild karla í handbolta. Hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið en staðan var jöfn 20-20 þegar rúmlega tvær mínútur voru til leiksloka, reyndust það lokatölur.

Handbolti
Fréttamynd

„Stór partur af mér sem per­sónu“

„Þetta var bara ótrúlega skemmtilegt. Við auðvitað töpuðum leiknum svo maður var smá tapsár en sældartilfinningin eiginlega trompaði það,“ segir Karen Knútsdóttir um fyrsta handboltaleik sinn í rúm tvö ár. Hún er snúin aftur á völlinn og ætlar að loka handboltaferlinum á eigin forsendum.

Handbolti
Fréttamynd

„Við vorum bara niður­lægðir“

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, upplifði sig niðurlægðan í Kaplakrika í kvöld þegar Gummersbach gjörsigraði heimamenn með nítján mörkum, 40-21. Hann telur tapið ekki marka heimsendi en segir unga leikmenn liðsins eiga mikla vinnu framundan.

Handbolti
Fréttamynd

„Æðis­legt að sjá svona marga Ís­lendinga sem halda með okkur“

„Við fengum tækifæri og nýttum það en ég held að þetta séu miklu stærri úrslit en hefðu þurft að vera, FH-ingar eru þó nokkuð betri en þeir sýndu í kvöld,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, umkringdur íslenskum Gummersbach aðdáendum eftir nítján marka stórsigur gegn FH. Lokatölur 21-40 í Kaplakrika.

Handbolti
Fréttamynd

Þor­steinn Leó: Ég sá að stúkan var hálf blá

Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Porto, bjóst ekki við að lið hans myndi missa dampinn eftir góðan fyrri hálfleik, en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik gegn Val. Valsmenn komu þó til baka og lauk leiknum með jafntefli, 27-27, og deildu liðin stigunum á milli sín í þessari annarri umferð Evrópudeildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Óskar Bjarni: Bara fúll að hafa ekki unnið

Valsmenn voru hársbreidd frá því að leggja portúgalska liðið Porto að velli í kvöld í Evrópudeildinni, en leiknum lauk með jafntefli 27-27 þar sem gestirnir jöfnuðu á lokaandartökum leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Elvar og Arnar í topp­málum í riðli Vals

Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson var einn af markahæstu mönnum þýska liðsins Melsungen í dag þegar það gjörsigraði Vardar frá Norður-Makedóníu, 34-18, í Evrópudeildinni í handbolta.

Handbolti