Elías í gamla starf dómsmálaráðherra Elías Þorvarðarson hefur tekið við starfi sölu- og markaðsstjóra Kjörís og verður hluti af framkvæmdastjórn Kjörís. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, gegndi starfinu árið 2021 hjá fjölskyldufyrirtækinu. Atvinnulíf 22. janúar 2024 17:31
Morgunæfingar og matreiðslunámskeið á heilsudögum Hagkaups Heilsudagar Hagkaups standa nú yfir. Boðið er upp á fræðslu og skemmtilega viðburði. Yfir þúsund heilsutengdar vörur eru á tilboði. Heilsudagarnir standa til 4. febrúar. Lífið samstarf 19. janúar 2024 10:00
Heitustu trendin fyrir 2024 Nýtt ár er gengið í garð og með nýju ári koma hinar ýmsu tískubylgjur fram á margvíslegum sviðum. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa úr ólíkum áttum til að spá fyrir um heitustu trendin fyrir 2024. Lífið 8. janúar 2024 07:01
Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Franska matvöruverslanakeðjan Carrefour hefur tilkynnt að hún muni hætta að selja Pepsí og aðrar vörur úr smiðju PepsiCo. Ástæðan er sögð sú að vörurnar séu orðnar of dýrar eftir nýjustu verðhækkanirnar. Viðskipti erlent 4. janúar 2024 14:41
Ómótstæðileg eftirréttabomba sem bráðnar í munni Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir matarbloggari deildi gómsætri uppskrift að ómótstæðilegu tiramisú með mildu karamellubragði fyrir áramótaveisluna á vefsíðunni Döðlur og smjör. Lífið 28. desember 2023 20:01
Skatan vinsæl hjá flestum, nema Finnum og tólf ára Fullt var út úr dyrum í Múlakaffi í dag, þar sem á annað þúsund manns gæddu sér á skötu í tilefni Þorláksmessu. Eigandinn segir skötuna verða vinsælli með hverju árinu. Lífið 23. desember 2023 21:01
Á skötuvaktinni í þrjátíu ár: „Maður þekkir bara nánast alla sem koma“ Ilmandi skata er ómissandi þáttur í jólahefð fjölmargra landsmanna á Þorláksmessu. Dagurinn er einn sá stærsti á veitingahúsinu Múlakaffi, en eigandi segir vinsældir skötunnar aukast með ári hverju. Sjálfur var hann mættur á vaktina klukkan þrjú í nótt til að undirbúa daginn og á von á fjölmörgum gestum á öllum aldri. Innlent 23. desember 2023 11:05
Slakaðu á um hátíðirnar og njóttu dýrindis jólamatar frá Sælkerabúðinni Jólahátíðin er annasamur og skemmtilegur tími fyrir flesta landsmenn, ekki síst síðasta vikan fyrir jólin. Þá er tilvalið að láta matreiðslumeistara Sælkerabúðarinnar sjá um jólamatinn, á meðan þú slakar á og nýtur samveru og dýrindis jólamatar með fjölskyldunni og vinum. Lífið samstarf 21. desember 2023 13:33
Hörður semur við markvörð með mikla reynslu úr efstu deild Þýskalands Handknattleiksliðið Hörður frá Ísafirði hefur fengið til sín mikinn liðsstyrk. Jonas Maier, markvörður sem á yfir 100 leiki að baki í þýsku úrvalsdeildinni skrifaði í dag undir tveggja og hálfs árs samning við félagið. Handbolti 20. desember 2023 17:11
Hátíðarmaturinn sem klikkar ekki Ali Hamborgarhryggurinn hefur verið ómissandi liður í hátíðarhefðum fjölmargra íslenskra fjölskyldna í að verða 80 ár en Ali fagnar einmitt 80 ára afmæli á næsta ári. Mikil natni er lögð í framleiðsluna, hryggurinn er léttsaltaður og léttreyktur yfir beykispæni sem gerir hann einstaklega bragðgóðann. Lífið samstarf 19. desember 2023 08:50
Drykkjarvörur og konfekt hækka mest Dæmi eru um að verð á jólamatvörum hafi hækkað um tugi prósenta á milli ára. Samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ hefur jólamaturinn hækkað um allt að 17 prósent. Landsmenn finna misvel fyrir hækkuninni. Neytendur 18. desember 2023 20:55
Bakarafjölskylda tekur við bakaríi á Reyðarfirði Fyrirtækið Baker family ehf., sem er í eigu bakarameistarans Vals Þórssonar, Elísabetar Sveinsdóttur, Þóreyjar Sveinsdóttur og Gregorz Zielke, tekur við rekstri Sesam Brauðhúss af Lostæti Austurlyst ehf. um komandi áramót. Innlent 18. desember 2023 13:12
Byggði Eiffelturninn úr piparkökum og ætlar sér meira Piparkökuskreytingar eru löngu orðinn fastur liður hjá mörgum fyrir jólin. Ung kona á Seltjarnarnesi gengur skrefinu lengra í ár og hefur meðal annars bakað stóran og veglegan piparköku Eiffelturn sem prýðir stofu fjölskyldunnar. Jól 18. desember 2023 08:01
Grafni laxinn inn á 30.000 heimili hver jól Norðanfiskur hefur í tuttugu ár sett svip sinn á jólahald Íslendinga. Lífið samstarf 15. desember 2023 08:30
Kenna Sorpu um hærra matarverð Matfugl, einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða hér á landi, hefur boðað 3,2 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækisins. Forstjóri segir hækkanirnar skýrast af auknum kostnaði varðandi sláturúrgang, þá helst breytingum sem Sorpa boðaði í síðustu viku. Innlent 11. desember 2023 12:53
Nota súran brjóstsykur til að koma í veg fyrir kvíðakast Nýlega fór myndband á mikið flug á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem kona talar um hvernig hún kemur í veg fyrir að hún fái kvíðakast. Ef henni líður eins og hún sé að fá kvíðakast fær hún sér súran brjóstsykur. Lífið 11. desember 2023 08:47
Koffínlímonaði dregur annan til dauða í Bandaríkjunum Límonaði bakarískeðjunnar Panera Bread er kennt um andlát manns í málsókn sem var höfðuð gegn keðjunni á mánudag. Maðurinn er annar til að deyja eftir að hafa drukkið límonaðið sem inniheldur um 390 millígrömm af koffíni. Erlent 10. desember 2023 00:17
Flatey færir út kvíarnar og kaupir ísbúðir Nú um mánaðarmótin tók félagið á bakvið Flatey pítsustaðina við rekstri ísbúða Gaeta Gelato, en Gaeta framleiðir ítalskan gelató-ís frá grunni úr hráefni frá Ítalíu og íslenskri mjólk. Viðskipti innlent 7. desember 2023 17:09
McDonald's kynnir systurkeðju Fyrsti veitingastaður keðjunnar CosMc's kemur til með að opna í þessum mánuði í Chicago í Bandaríkjunum. Skyndibitarisinn McDonald's er á bak við þessa nýju keðju sem stefnir á að veita Starbucks samkeppni á drykkjarvörumarkaðinum. Viðskipti erlent 7. desember 2023 13:45
Þriðjudagstilboðið heldur áfram að hækka í verði Þriðjudagstilboð Domino's á Íslandi hefur hækkað í verði úr 1200 krónum upp í 1300 krónum. Um er að ræða þriðju verðhækkunina á tilboðinu frá árinu 2021, sem áður hafði kostað þúsund krónur í ellefu ár. Síðasta verðhækkun var í janúar á þessu ári. Neytendur 5. desember 2023 11:18
Ómissandi jólakaffi í sparilegum búningi Hið sívinsæla jólakaffi Te & Kaffi kom í verslanir á dögunum. Jólakaffið er ómissandi á mörgum heimilum á aðventunni og er að þessu sinni fáanlegt í kaffihylkjum og púðum til viðbótar við malað kaffi og baunir. Lífið samstarf 5. desember 2023 08:35
Hérastubbur bakari bauð upp á fimmtán sortir fyrsta daginn Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. Innlent 4. desember 2023 18:31
Segir líklegt að fisksalaferillinn sé að líða undir lok Kristján Berg Ásgeirsson, kenndur við Fiskikónginn, segir nokkur ár síðan hann fékk nóg af starfinu. Þetta sé líklega síðasta árið sem hann selji skötu fyrir Þorláksmessu áður en hann snúi sér að öðru. Innlent 4. desember 2023 17:11
Ballið búið hjá Taco Bell Veitingastöðum alþjóðlegu keðjunnar Taco Bell, sem reknir hafa verið samhliða veitingastöðum KFC hér á landi, verður lokað að óbreyttu. Helgi Vilhjálmsson, sem ávallt er kenndur við Góu, segir sérfræðinga KFC á alþjóðavísu hafa bannað rekstur staðanna í sama húsnæði. Viðskipti innlent 4. desember 2023 14:47
Hrár kjúklingur á borðum eftir leik Manchester United Manchester United liggur undir lögreglurannsókn eftir að fjöldi fólks veiktist eftir viðburð á vegum félagsins þar sem meint er að hrár kjúklingur hafi verið borinn á borð. Enski boltinn 1. desember 2023 23:05
Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. Lífið 30. nóvember 2023 14:20
Skagfirðingum boðið upp á ókeypis jólahlaðborð á Sauðárkróki „Eitt af stærsta markmiði Rótarýhreyfingarinnar er að láta gott af sér leiða, bæði í samfélaginu og í hinum stóra heimi. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með nokkur samfélagsverkefni í gangi en jólahlaðborðið okkar er það langstærsta og umfangsmesta og hefur verið síðustu 10 árin,“ segir Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður ókeypis jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardagskvöldið 2. desember í íþróttahúsi staðarins fyrir alla áhugasama í Skagafirði. Innlent 29. nóvember 2023 09:31
Öll familían alltaf að tala um vinnuna, líka mamma og pabbi „Nei alls ekki,“ svarar Hrafnhildur Hermannsdóttir aðspurð um það hvort eiginmaðurinn Kristófer Júlíus Leifsson, annar stofnandi Eldum rétt, hafi þá strax verið svona góður í að elda. Atvinnulíf 27. nóvember 2023 07:01
Allir og amma þeirra í Helvítis útgáfuboðinu Fullt var út úr dyrum á Kaffi Flóru þegar útgáfuhóf Helvítis matreiðslubókarinnar fór fram á dögunum. Lífið samstarf 26. nóvember 2023 15:43
„Ég var aldrei heilsuhrædd fyrr en allt hrundi“ Líf Elenoru Rósar hefur aldrei verið auðvelt en hún fæddist með fæðingargallann Omphalocele. Þrátt fyrir einelti í æsku og langvinn veikindi lét hún ekkert stöðva sig og lét drauminn um að verða kökugerðarkona rætast. Hún er í dag metsöluhöfundur, búsett í London og og gerði nýverið samning við einn stærsta sælgætisframleiðanda Íslands. Lífið 26. nóvember 2023 07:00