Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Leikstjóri kvikmyndar um Laugavegshlaupið segir það hafa verið gríðarlega krefjandi verkefni að fylgja eftir tveimur hlaupurum fyrir myndina. Hlaupið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig, hvorki fyrir hlauparana né tökulið. Myndin er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Hlaupararnir segjast hafa gefið tökuliði lítinn gaum, enda hlaupið nógu krefjandi fyrir. Bíó og sjónvarp 16. október 2024 09:02
Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Listahátíðin State of the Art fór fram í fyrsta sinn með pompi og prakt í síðustu viku. Á hátíðinni kenndi ýmissa grasa en þar komu fram Bríet, ADHD, Miguel Atwood-Ferguson, kammersveitin Elja og fleiri. Fjölbreyttir og óhefðbundnir viðburðir heilluðu mikinn fjölda fólks sem sótti hátíðina. Menning 15. október 2024 18:01
Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks aðalleikarar kvikmyndarinnar Ljósvíkingar segjast muna það vel þegar þau hittust í fyrsta sinn við tökur á myndinni á Ísafirði. Björn hélt einkatónleika fyrir Örnu í sjoppu og segist fullviss um að þetta hafi verið augnablikið sem hann hafi náð henni á sitt band. Bíó og sjónvarp 15. október 2024 16:40
Rifjuðu upp tónlistarfortíð Helga Magg: „Ég skammast mín núll fyrir Sveitta“ Helgi Már Magnússon er vel þekktur fyrir afrek sín á körfuboltasviðinu. Færri vita þó um fortíð hans í tónlistarbransanum. Hún var rifjuð upp í Bónus Körfuboltakvöldi. Körfubolti 15. október 2024 11:31
Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Framkvæmdastjóri Bíó Paradísar segist ekki muna eftir viðlíka viðbrögðum gesta kvikmyndahússins og við bandarísku bíómyndinni The Substance með Demi Moore í aðalhlutverki. Hún segir þó nokkra gesti hafa fallið í yfirlið yfir myndinni og þá séu dæmi um að fólk kasti upp en vegna þessa hefur starfsfólk tekið upp sérstaka verkferla svo hægt sé að koma gestum kvikmyndahússins til aðstoðar. Bíó og sjónvarp 15. október 2024 11:19
Hlutverkið það erfiðasta hingað til Helga Braga Jónsdóttir ein ástsælasta leikkona landsins er að slá í gegn í dramahlutverkum í ár. En hún verður sextug í nóvember og hefur aldrei verið eftirsóttari sem leikkona. Lífið 15. október 2024 10:31
„Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Tónlist 15. október 2024 07:04
DIMMA var flott en einhæf Þungarokkhljómsveitin DIMMA fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Hún blés til tónleika, ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu og SinfoniuNord, í Eldborginni í Hörpu á föstudagskvöldið. Tónleikarnir höfðu áður verið haldnir í Hofi á Akureyri í sumar. Gagnrýni 15. október 2024 07:03
Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Menningarlífið iðar á Baldursgötu 36 þar sem nýtt listrænt rými var að opna. Þar má finna ýmis konar handverk, bókabúð með sérvöldum bókum hvaðan af úr heiminum og myndlistar-og hönnunarstofu. Opnuninni var fagnað með stæl síðastliðinn fimmtudag. Menning 14. október 2024 18:01
Sungu bakraddir fyrir Heru og eru nú byrjuð saman Íris Hólm Jónsdóttir, tónlistar- og leikkona, og Arnar Jónsson tónlistarmaður eru nýtt par. Parið hefur verið að stinga saman nefjum undanfarna mánuði og virðist ástin blómstra á milli þeirra. Lífið 14. október 2024 13:02
Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Asifa Majid, sálfræðingur, málfræðingur og prófessor í hugrænum vísindum við Oxford-háskóla, er handhafi Vigdísarverðlaunanna 2024. Rektor Háskóla Íslands og fulltrúi menningar- og viðskiptaráðherra munu afhenda Majid verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 22. október næstkomandi og mun Majid flytja erindi af því tilefni. Menning 14. október 2024 11:21
Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Það var rífandi stemning í glæsilegri opnun á Listasafni Íslands um helgina í tilefni af 140 ára afmæli safnsins. Kanónur úr listheiminum, stjórnmálafólk og listunnendur létu sig ekki vanta. Menning 14. október 2024 11:02
Hvað eru plötusnúðarnir að hlusta á? Margir geta tengt við það að vera á leið út á land, nokkurra klukkutíma bílferð fram undan og því nauðsynlegt að hlusta á grípandi tóna eða áhugavert hlaðvarp en valkvíðinn tekur yfir. Lífið á Vísi heyrði í atvinnufólki þegar það kemur að hlustun, nokkrum af plötusnúðum landsins, sem deila góðum ráðum við spurningunni hvað á ég að hlusta á? Lífið 13. október 2024 12:30
„Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina“ „Maður „lokar” auðvitað aldrei á þessa reynslu þannig séð. Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina og maður þarf að lifa með því,“ segir Alex Jóhannsson en hann varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns barnaverndar þegar hann var barn og unglingur. Brotin áttu eftir að hafa alvarlegar og langvarandi áhrif á líf hans en umræddur starfsmaður var á sínum tíma dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa brotið á Alex, og fleiri börnum. Innlent 13. október 2024 10:22
Hanna Rún og Nikita tryggðu Íslandi brons á Evrópumeistaramótinu Hjónin Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev tryggðu sér brons í latín dönsum í dag, í flokki atvinnumanna á Evrópumeistaramóti World DanceSport Federation í Leipzig. Innlent 12. október 2024 22:38
Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Torfi Frans Ólafsson er listrænn stjórnandi hjá Microsoft þar sem hann hefur starfað undanfarin ár. Hann hefur í nógu að snúast og stýrir ýmsum verkefnum fyrir Microsoft og Mojang framleiðanda Minecraft en þessa dagana ber þar einna hæst Minecraft myndin sem væntanleg er í kvikmyndahús á næsta ári. Torfi hefur unnið náið með leikstjóra myndarinnar að því að koma veröld hins heimsfræga tölvuleikjar á hvíta tjaldið. Bíó og sjónvarp 12. október 2024 07:02
Frumsýning á Vísi: Stikla úr sýningunni Óskaland Vísir frumsýnir hér glænýja stiklu úr sýningunni Óskaland í tilefni af frumsýningu leikritsins á Stóra sviði Borgarleikhússins. Óskaland er fyndin og hjartnæm sýning um fjölskylduflækjur og kynslóðabil. Leikstjórn er í höndum Hilmis Snæs Guðnasonar. Lífið 11. október 2024 14:02
Teknó baróninn á Radar á laugardag Bresti tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dave Clarke kemur fram á Radar ásamt víetnamska plötusnúðinum DJ Chica um helgina. Lífið 11. október 2024 14:02
Andinn á tökustað í Glæstum vonum: „Spurði fyrst hvort ég gæti verið vondur tvífari“ Dröfn Ösp Snorradóttir heimsótti tökustað hjá Glæstum vonum í Íslandi í dag í vikunni og hitti leikarana og rokkstjörnuna Jökul Júlíusson söngvara Kaleo sem kom fram í þáttunum sem gestaleikara á dögunum. Lífið 11. október 2024 11:30
Spilar á flygil innan um risatrukka: „Spurning um líf og dauða fyrir klassíska tónlist“ Bjarni Frímann heldur einleikstónleika á píanó á bílaverkstæði um helgina. Hann segir að vinna þurfi klassískri tónlist nýjar veiðilendur þar sem hægfara sjálfseyðing blasi við. Bransinn neiti að horfast í augu við að meðalaldur hlustenda hækki og að nýliðun sé lítil sem engin. Lífið 11. október 2024 07:03
Hlátrarsköll á svartri kómedíu Frumsýning gamanmyndarinnar, Top 10 möst, fór fram fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gærkvöldi. Um er að ræða kolsvarta kómedíu sem fjallar um viðkvæm málefni en er sett upp á spaugilegan hátt. Lífið 10. október 2024 20:00
Mikil stemning á lokahófi RIFF Innlent og erlent kvikmyndargerðar- og bransafólk kom saman í vikunni á Parliament hótelinu til að fagna lokum RIFF kvikmyndahátíðarinnar. Lífið 10. október 2024 17:55
Forsetahjónin létu sig ekki vanta og eltu veðrið Mikið var um dýrðir þegar Þjóðleikhúsið frumsýndi bráðfyndna útilegufarsann Eltum veðrið síðastliðið föstudagskvöld. Meðal þeirra sem létu sjá sig voru sjálf forsetahjónin. Lífið 10. október 2024 14:00
Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Suður kóreski rithöfundurinn Han Kang hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið. Verk eftir hana hefur komið út á íslensku, en hún hefur einnig komið hingað til lands. Menning 10. október 2024 11:33
Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Menning 10. október 2024 10:33
Tólf hundruð fylgdust með tendrun friðarsúlunnar Um 1.200 komu saman í Viðey í kvöld til að fylgjast með tendrun friðarsúlunnar. Kveikt var á friðarsúlunni í kvöld í 18. sinn. Lífið 9. október 2024 20:34
Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Mikil spenna og lófaklapp ríkti á sérstakri forsýningu Eftirmála á Uppi bar í gær. Í þáttunum rifja fyrrum fréttakonurnar, Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi, upp áhugaverð fréttamál og fjalla um þau á mannlegum nótum. Bíó og sjónvarp 9. október 2024 20:01
The Guardian fjallar um túrismann sem gleypi íslenska tónleikastaði Tíðindi af fækkun tónlistarstaða í Reykjavík þar sem listamenn á borð við Björk, Sigur Rós og Ólaf Arnalds stigu áður á stokk hafa ratað í heimsfréttirnar. The Guardian fjallar um hina miklu fjölgun ferðamanna og hótela sem hafi hreinlega gleypt minni tónleikastaði. Innlent 9. október 2024 16:13
Geitin er risin fyrr en nokkru sinni IKEA-geitin er risin í Kauptúni og er sérstaklega snemma á ferðinni. Hún hefur undanfarin ár verið tendruð um miðjan október en er nú komin á sinn stað nokkrum dögum fyrr. Lífið 9. október 2024 14:33
„Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Þjóðleikhússtjóri Slóvakíu hefur hætt við sýningu á leikverkinu Mánasteinn sem byggt er á samnefndri bók rithöfundarins Sjón. Til stóð að sýna verkið þann 21. október næstkomandi í tilefni af alþjóðlegu hinsegin menningarhátíðinni Drama Queer festival. Stjórnandinn segir ákvörðunin alþjóðlegan skandal og fela í sér mikla móðgun gagnvart Íslandi. Menning 9. október 2024 13:56