Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Henti lista­verkinu í ruslið

Uppi varð fótur og fit í nútímalistasafni í Hollandi þegar listaverki var hent í ruslið fyrir slysni. Um var að ræða tvær dósir sem litu út fyrir að vera hefðbundnar bjórdósir en eru í raun handmálaðar dósir eftir franska listamanninn Alexandre Lavet.

Menning
Fréttamynd

Tíu ár af ást: „Senni­lega ekki auð­velt með mér“

Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal fagna tíu ár af ást í dag. Hjúin eru enn ástfangin upp fyrir haus eftir áratug saman og segir Aron að hann fái að vakna með bestu manneskju í heimi á hverjum morgni. 

Lífið
Fréttamynd

Ó­skrifuðu Pálínuboðorðin

Pálínuboð eru stórkostleg. Allir koma með eitthvað í púkkið, það er ótrúleg fjölbreytni og enginn er fastur í eldhúsinu tímunum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Móðir Whitney Houston látin

Bandaríska söngkonan Cissy Houston, Grammy-verðlaunahafi og móðir tónlistarkonunnar Whitney Houston, er látin, 91 árs að aldri. Hún átti farsælan feril sem söngkona og kom meðal annars fram með stórstjörnunu, Arethu Franklin og Elvis Presley.

Lífið
Fréttamynd

Kemur frá Sýr­landi og syngur á ís­lensku

„Mig dreymdi um að verða tónlistarmaður en út af stríðinu gat ég ekki einbeitt mér að því,“ segir hinn 23 ára gamli Rawad Nouman. Rawad flutti til Íslands 2017, talar mjög góða íslensku og gaf nýverið út lagið Veit ekki neitt. Blaðamaður ræddi við hann og fékk að heyra nánar frá lífi hans.

Tónlist
Fréttamynd

Stofnar eigin út­gáfu og byrjar í ruslinu

Nýjasta skáldaga Halldórs Armands, Mikilvægt rusl, kemur út fimmtudaginn 10. október. Bókin fjallar um sorphirðumenn í Hruninu og er gefin út af nýstofnaðri útgáfu Halldórs sem heitir Flatkakan útgáfa.

Lífið
Fréttamynd

Hvað vitum við?

Á nýafstöðnu málþingi um verðmæti menningar og skapandi greina var kynnt skýrsla sem Ágúst Ólafur Ágústsson tók saman fyrir menningar og viðskiptaráðuneytið. Skýrslan nefnist Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi – Greining og tillögur.

Skoðun
Fréttamynd

Gátu ekki talað saman fyrir syngjandi þjónum

Í fyrsta þættinum af 1 stjarna skelltu þeir Dóri DNA og Steindi Jr. sér til Amsterdam til að prófa hluti sem fá skelfilega einkunn á vefnum. Ein heimsókn á veitingastað byrjaði vel en svo fóru hlutirnir að gerast.

Lífið
Fréttamynd

Náði að sættast við bróður sinn fyrir and­látið

Stórstjarnan Madonna birti einlæga færslu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún minnist bróður síns Christopher Ciccone sem féll nýverið frá eftir baráttu við krabbamein. Hún segir meðal annars að þau systkinin hafi ekki talað saman í einhver ár en hafi þó náð sáttum eftir að  Christopher veiktist. 

Lífið
Fréttamynd

Nokkrum rang­færslum í mál­flutningi menningarráðherra svarað

Í síðustu viku birtum við greinina „Vegið að íslenskri kvikmyndagerð” þar sem við fórum yfir þau vandamál sem steðja að íslenskri kvikmyndagerð í dag í ljósi bágrar stöðu Kvikmyndasjóðs. Viðbrögðin hafa verið framar okkar björtustu vonum og hefur spunnist mikil umræða í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Dolly gefur 135 milljónir vegna Helenu

Bandaríska söngkonan Dolly Parton tilkynnti á föstudag að hún ætlar að gefa eina milljón Bandaríkjadala í hjálparstarf vegna fellibylsins Helenu sem reið yfir Bandaríkin í síðustu viku. 

Lífið
Fréttamynd

Biskup Ís­lands predikar í Vík á 90 ára af­mæli kirkjunnar

Það iðar allt af lífi og fjöri í Vík í Mýrdal um helgina en þar fer fram Regnboginn 2024, sem er menningarhátíð fyrir íbúa og gesti þeirra. Einn af hápunktum helgarinnar er heimsókn biskups Íslands til Víkur á morgun til að predika á 90 ára vígslu- og afmælishátíð Víkurkirkju.

Innlent
Fréttamynd

„Hrátt há­þróað krass, langt leitt krot“

Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams og Dýrfinna Benita Basalan standa fyrir sýningunni „Afbygging/Deconstruction“ sem opnar í dag í Gallery Port. Þau eru bæði þekktari fyrir umsvif sín í íslensku tónlistarlífi en leiða hér saman hesta sína í blýantsteiknaðri afbyggingu á borgarlandslaginu.

Menning
Fréttamynd

„Ég var heppinn. En ekki hann“

Gunnar Geir Gunnlaugsson tónlistarmaður gaf á dögunum út lagið „Bjartur þinn partur .“ Texti lagsins er einkar persónulegur en það fjallar um Bjarna Þór Pálmason, kæran vin Gunnars sem lést af völdum fíkniefnaneyslu, langt fyrir aldur fram.

Lífið
Fréttamynd

Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi

Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju.

Lífið
Fréttamynd

„Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“

Hönnunarþing, hátíð hönnunar og nýsköpunar, fer fram á Húsavík í dag og á morgun. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en forvígismaður hátíðarinnar segir hönnun vera allt í kringum okkur á hverjum degi og að hátíðin eigi því erindi við alla.

Innlent
Fréttamynd

Space Odyssey opnar á nýjum stað

Tilraunarýmið og plötubúðin Space Odyssey opnar aftur á laugardag að Bergstaðastræti 4 en hún var áður til húsa á Skólavörðustíg. Blásið verður til tónleika þegar staðurinn opnar klukkan 14 á laugardag. 

Tónlist
Fréttamynd

Eminem verður afi

Bandaríski rapparinn Eminem er að verða afi í byrjun næsta árs. Hann tilkynnti gleðifréttirnar í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Temporary, sem hann vann með söngkonunni Skylar Grey.

Lífið
Fréttamynd

Bjóða lands­mönnum nauð­beygð til messu

Efnilegustu leikarar Íslands boða nauðbeygðir til messu í Bæjarbíói á sunnudag þegar leikverkið Nauðbeygð Messa verður frumsýnt. Höfundur leikritsins var í miðjum prófalestri þegar hugmyndin að verkinu kviknaði en hann segir um alvöru upplifun að ræða fyrir gesti.

Menning
Fréttamynd

Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman

Hljómsveitin Dr. Gunni hefur sent frá sér sína þriðju plötu, plötuna Er ekki bara búið að vera gaman? Að sögn doktorsins sjálfs er um að ræða miðaldrakarlarokk fyrir lengra komna en hann segir sveitina staðráðna í að leggja land undir fót, helst í Grænlandi eða Færeyjum.

Tónlist