Blaðamaður

Helgi Vífill Júlíusson

Helgi Vífill er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Teyg­ist að­eins á að yf­ir­tök­u­til­boð JBT í Mar­el ber­ist

Gengið hefur verið út frá því að John Bean Technologies (JBT) leggi fram yfirtökutilboð í Marel í lok maí. Það er að teygjast á þeim tímaramma, síðasti dagur maímánaðar er runninn upp, en áfram er miðað við að viðskiptin verði um garð gengin fyrir árslok, samkvæmt uppfærðri fjárfestakynningu frá bandaríska tæknifyrirtækinu. Nú er gert ráð fyrir því að yfirtökutilboð berist hluthöfum Marels í júní.

Gæti hall­­að und­­an fæti hjá Ari­­on á næst­­a ári því við­v­ör­­un­­ar­­ljós blikk­­a

Greinandi gerir ráð fyrir „hraustlegri“ virðisrýrnun útlána hjá Arion banka á næsta ári og spáir því að hún verði meiri en í síðasta verðmati. Það blikka viðvörunarljós sem munu grafa undan gengis- og verðstöðugleika hér á landi. Verðmatsgengi Arion lækkaði um nærri fimm prósent frá síðasta mati en er engu að síður 44 prósentum yfir markaðsgengi.

„Slá­and­i“ verð­bólg­u má lík­leg­a tengj­a við kjar­a­samn­ing­a

Verðbólgan mældist langt yfir væntingum greinenda í maí en skuldabréfamarkaðurinn tók tíðindunum af stóískri ró. Sjóðstjóri segir að verðbólgan hafi verið á nokkuð breiðum grunni sem líklega megi rekja til kostnaðarhækkana í tengslum við kjarasamninga. Ekki er ólíklegt að verðbólguspár verði í kjölfarið hækkaðar. 

Fjár­fest­ar leit­a í er­lend fast­eign­a­fé­lög en selj­a þau ís­lensk­u

Gengi fasteignafélaga erlendis hefur hækkað upp á síðkastið. Aukin óvissa í heims- og efnahagsmálum hefur leitt til þess að fjárfestar erlendis hafa leitað á örugg mið og í stöðug arðgreiðslufélög eins og fasteignafélögin. „Á sama tíma eru fasteignafélögin á Íslandi seld sem aldrei fyrr. Enn og aftur eru því fasteignafélögin á meðal vanmetnustu félaga,“ segir í hlutabréfagreiningu en fyrirtæki á markaði hér heima eru að jafnaði undirverðlögð um 38 prósent.

Inn­lán heim­il­a vaxa sem sýn­ir að „pen­ing­a­stefn­an er að virk­a“

Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár.  Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 

Svip­uð um­svif hjá verk­tök­um og í fyrr­a en und­ir­bú­a sig und­ir slak­a

Það er svipað að gera í ár og í fyrra en við erum að undirbúa okkur að það komi einhver slaki í vetur, segir framkvæmdastjóri Arma, stærsta leigufyrirtæki landsins í byggingariðnaði. Hann segir að hátt vaxtastig og lóðaskortur reyni verulega á rekstur verktaka. Aftur á móti standi verktakar traustari fótum en oft áður hvað varði eigið fé eftir góð ár í rekstri.

Meir­­i hall­­i á ut­­­an­­­rík­­­is­v­­ið­­­skipt­­­um en vænst var en töl­­­urn­­­ar eru ó­­­á­b­­ygg­­­i­­­leg­­­ar

Vöru- og þjónustujöfnuður á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur ekki verið óhagstæðari í nokkur ár. Það má einkum reka til loðnubrests, minni útflutnings á áli og umtalsverðum innflutningi á fjárfestingarvörum. „Vaxandi vöruskiptahalli er því vonandi ekki alslæmur,“ segir hagfræðingur um síðast nefnda atriðið en nefnir að umræddar hagtölur séu um þessar mundir ekki nógu ábyggylegar vegna. Borið hafi á að ferðaþjónustufyrirtæki hafi fært sig til erlendra færsluhirða að undanförnu. Sala þeirra birtist því ekki í útflutningstölum Hagstofunnar.

Loðn­u­brest­ur hef­ur mik­il á­hrif en Síld­ar­vinnsl­an er „hverg­i bang­in“

Loðnubrestur vó þungt í rekstri Síldarvinnslunnar á fyrsta ársfjórðungi eftir nokkur góð ár í veiðum á þeirri fisktegund. Á sama tíma hefur ríkt óvissa með rekstur bolfiskeiningar útgerðarinnar í Grindavík sem sömuleiðis dregur úr afkomu samanborið við fyrra ár. Markaðsvirði Síldarvinnslunnar hefur lækkað um nærri þrjú prósent í Kauphöllinni það sem af er degi.

Fyrst­a skipt­i sem skrán­ing á Aðal­list­a heppn­ast ekki

Það var áhugi á að fá Íslandshótel á hlutabréfamarkað en ekki á því gengi sem var í boði við núverandi aðstæður. Innlánsvextir eru háir, fjárfestar hafa lagt ríflegt fé í hlutafjárútboð að undanförnu og því mikið fé „tekið af borðinu“ og horfur í ferðaþjónustu eru hóflegar fyrir sumarið. „Hvað á ég að selja til að fjárfesta í hótelkeðjunni?“ spurðu viðskiptavinir miðlara en í ljósi þess hve mörg önnur félög eru hagstætt verðlögð um þessar mundir var oft fátt um svör.

Sjá meira