Bretland

Fréttamynd

Að­eins fjórðungur Breta vill vera utan ESB

Nú átta árum eftir að meirihluti Breta greiddi atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu segist aðeins fjórðungur telja að Bretland eigi að standa utan sambandsins. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá þjóðatkvæðagreiðslunni.

Erlent
Fréttamynd

Myndaveisla: Eliza og Lilja Al­freðs í af­mæli Karls Breta­konungs

Breska sendiráðið fagnaði afmæli Karls Bretakonungs í hópi góðra gesta í veislusal Center Hotels Plaza við Aðalstræti í gær. Afmæli þjóðhöfðingja í Bretlandi er vanalega haldið í júní þó afmæli þeirra séu á öllum tímum árs. Þema veislunnar var sustainability eða sjálfbærni og umhverfisvernd, sem hafa lengi verið áhersluatriði konungsins.

Lífið
Fréttamynd

Eltihrellirinn höfðar mál gegn Netflix

Skosk kona sem segist vera innblásturinn að eltihrellinum Mörthu Scott í vinsælu þáttunum Baby Reindeer úr smiðju Netflix hefur höfðað mál á hendur streymisveitunni. Hún krefst 170 milljóna dala í skaðabætur sem nemur um 24 milljörðum íslenskra króna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fara­ge snýst hugur og býður sig fram til þings

Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Segjast hafa skotið á flugmóðurskip eftir loft­á­rásir

Bandarískir og breskir hermenn gerðu loftárásir gegn Hútum í Jemen í nótt. Forsvarsmenn Húta segja sextán hafa fallið í árásunum og 42 hafa særst en í kjölfarið segjast Hútar hafa gert árás á bandaríska flugmóðurskipið USS Dwight D. Eisenhower.

Erlent
Fréttamynd

Ætluðu að draga sig úr Euro­vision fram á síðustu stundu

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt.

Lífið
Fréttamynd

Vilja banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára

Breskir þingmenn kalla nú eftir því að farsímar verði alfarið bannaðir fyrir börn sem eru 16 ára og yngri og bannaðir alveg í skólum. Þá er einnig kallað eftir því að aðgangur að samfélagsmiðlum verði bundinn við sama aldur.

Erlent
Fréttamynd

Sitt sýnist hverjum um nýja mynd af Katrínu

Teiknuð forsíðumynd af Katrínu prinsessu af Wales í Tatler tímaritinu hefur vakið gríðarlega mikla athygli, þá aðallega neikvæða. Ástæðan er sú að listamanninum þykir ekki hafa tekist vel til og hafa netverjar keppst við að lýsa yfir óánægju með myndina.

Lífið
Fréttamynd

Boðar til kosninga í Bret­landi í sumar

Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 4. júlí næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi hans fyrir utan Downing stræti nú á fjórða tímanum.

Erlent
Fréttamynd

Á­stæða fyrir því að spenna beltin í flugi

Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur.

Innlent
Fréttamynd

Prinsinn hélt blautt garðpartý

Vilhjálmur Bretaprins bauð í blautt garðpartý við Buckingham höll nú síðdegis í nafni föður síns Karls konungs. Þangað fengu boð þúsundir gesta sem hafa unnið sjálfboðaliðastörf og er um að ræða þakklætisvott af hálfu konungsfjölskyldunnar. Veðrið lék ekki við gesti en regnhlífar komu í veg fyrir að gestir yrðu votir.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lendingur á meðal far­þega í flug­vélinni

Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar.

Erlent